Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 12
FERÐAROLLA
MAGNÚSAR
STEPHENSEN
Sigurður
Breiðfjörð
FRÁ
GRÆNLANDI
FERÐABÖK
HELGA
PJETURSS
W.L. Watts
NORÐUR YFIR
VATNAJÖKUL
Fimmtiu árum síðar leggur Magnús dómstjóri Stephensen upp i
síðustu ferð sina til Kaupmannahafnar og liefur þar vetursetu.
Hann heldur sig stórmannlega eins og stöðu hans og ætt hæfir,
enda heimagangur hjá helzta fyrirfólki borgarinnar og situr m. a.
dýrlegar veizlur hjá konunginum. I ferðabókinni er lýst gaum-
gæfilega öllu, sem þarna fer fram, hátterni fólks, samkvæmisvenj-
um og klæðaburði, en fyrst og fremst Magnúsi sjálfum, í daglegu
bjástri hans og áhyggjum. Jón Guðnason sá um útgáfuna.
Þessu næst leggtn þjóðkunnur Islendingur leið sína til Grænlands.
Það er Sigurður Breiðfjörð, sem árið 1831 ræðst þangað sem beykir
við dönsku konungsverzlunina og dvelur þar til 1834. I ferðabók
sinni, sem varð mjög vinsæl, lýsir hann á skemmtilegan hátt kynn-
um siniun af Grænlendingum og öðru því helzta, sem við bar í
ferðinni. Eiríkur Hreinn Finnbogason sá um útgáfuna.
Sextíu ár líða, og aftur gefst okkur kostur að sækja Grænland
lieim, að þessu sinni í fylgd með dr. Helga Pjeturss, jarðfræðingi.
Á ferðum sinum gerði hann merkar visindalegar athuganir, og
allar lýsingar hans frá Grænlandi eru lifandi og skemmtilegar.
Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna.
W. L. Watts var enskur háskólastúdent, sem fór þrjár ferðir til
íslands i rannsóknarskyni, hina siðustu árið 1875. I þeirri ferð
komst hann fyrstur manna yfir þveran Vatnajökul. Um Watts
komst Þorvaldur Thoroddsen svo að orði: „Á öllu ferðalagi sínu
sýndi Watts frábæran dugnað og þrek, og ferðasaga hans er mjög
skemmtileg. Hann hefur óvanalega vel kynnt sér siði og háttu
íslendinga og ber þeim vel söguna." Watts lézt 1877, aðeins 26 ára
gamall. Jón Eyþórsson íslenzkaði bókina og skýrir frá henni og
höfundinum í inngangsritgerð. Jón Eyþórsson sneri ó islenzku.
10