Félagsbréf - 01.05.1971, Síða 17

Félagsbréf - 01.05.1971, Síða 17
dag skaut æðioft framúr hugskoti mínu), sá ég fyrir sjónum mér tvimenningana auðnulausu. Því var semsé svo varið með Bjaraa og Steinunni, að einhvern veginn áttu þau heima í sólskini, þrátt fyrir allt. Raunar var sólskinið um Sjöundá frábrugðið öðru sólskini, eða svo kom það fram í endurminningunni. Það var harmfag- urt. Svo sem hæfir eyðibýli og auðnum gengins og glat- aðs lífs. Eigi að síður var það sólskin. Og sólarljós er aldrei gersneytt sælu. Ást í meinum og morðum er einnig ást. Afbrotamenn einnig menn. Meira að segja oft og tíðum engir algerir ómerkingar, heldur menn, sem afbrotin einhvern veginn hafa ánetjað. —“ Senni- lega gefa þessi ummæli nokkuð nákvæmlega til kynna, með hverjum hug Gunnar Gunnarsson gekk að verki, er hann að lokum, eftir mikla undirbúningsvinnu og heimildasöfnun, hófst handa um ritun sögunnar vorið 1929. En reyndar þarf ekki að leita um langan veg skýringar á þvi, hvers vegna þetta dapurlega söguefni varð Gunn- ari Gunnarssyni svo hugleikið. Dýpt mannlegra þján- inga, maðurinn í viðjum örlaga sinna, sekt hans og sam- ábyrgð, eru efni, sem sjaldan eru langt undan í sögum hans, og honum er æðitamt að tefla þessu öllu gegn miskunnarlausri frumkröfu allrar verðandi, hinnar mannlegu reisnar, sjálfsvirðingar og þolgæðis. Um hitt geta menn spurt, hvað það sé öðru fremur, sem gæðir þessa skáldsögu svo sefjandi áhrifamagni. Er það sjálf- ur söguþráðurinn, hin æsilega atburðarás, eða ef til vill hinn skuggalegi örlagavefur, sem lesandann grunar hvarvetna að baki hins nærstæða harmleiks? Sennilega verður hver og einn að fara að eigin skilningi um svar við þessari spurningu. Ekki orkar það tvimælis, að Svartfugl sé meðal þeirra öndvegisbóka, sem lengi munu mest lesnar á Islandi, jafnt af ungum sem gömlum. Um skeið hefur þessi vinsæla skáldsaga verið með öllu ófáanleg, og getur það ekki talizt vansalaust. En nú hefur Almenna bókafélag- ið sent hana frá sér í vandaðri iitgáfu, og þar á ofan í nýrri þýðingu höfundarins.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.