Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 18
VÍSUR
JARÐARINNAR
Þorgeir Sveinbjamarson skáld lézt að heimili
sínu í Reykjavík hinn 19. febrúar sl. Hann
hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að
stríða og mun hafa grunað, að hverju dró,
en áður en hann lagðist rúmfastur vann
hann að því að búa nýja ljóðabók undir
prentun og tókst honum að ljúka því verki.
Nefndi hann bók sína Vísur jarSarinnar og
er hún nýlega komin út hjá Almenna bóka-
félaginu.
Þorgeir Sveinbjarnarson var Borgfirðingur að
uppruna, fæddur 14. ágúst 1905 að Efstabæ
í Skorradal. Hann stundaði nám við Hvítár-
bakkaskóla, og síðar við Tarna folkhögskola
í Svíþjóð og Statens Gymnastikinstitut í Kaup-
mannahöfn. Að loknu námi réðst hann
íþróttakennari að Laugaskóla i Suður-Þing-
eyjarsýslu og gegndi því starfi næstu 13 árin.
Varð hann þá um sinn framkvæmdastjóri
Iþróttasambands fslands og síðan forstjóri
Sundhallar Reykjavíkur frá ársbyrjun 1945.
Ekki er vitað, hvenær Þorgeir hóf í veruleg-
um mæli að leggja stund á ljóðagerð, og senni-
lega hefur hann þá verið fulltíða maður. En
þjóðkunnugt skáld varð hann af tveimur
ljóðabókum sínum, Vísum Bergþóru og Vís-
um um drauminn. Kom hin fyrri út árið
1955, er höfundurinn stóð á fimmtugu, en hin
tíu árum síðar. Meðal kunningja Þorgeirs
var það vitað mál, að hann var hagorður í