Félagsbréf - 01.05.1971, Qupperneq 8

Félagsbréf - 01.05.1971, Qupperneq 8
íslenzk sendibréf VALTÝR STEFÁNSSON SKRIFARINN Á STAPA RISKUPINN I GÖRÐUM KONUR SKRIFA BRÉF HAFNARSTUDENTAR SKRIFA HEIM DR. VALTÝR GUÐMUNDSSON SEGIR FRÁ GÖMUL REYKJAVÍKURBRÉF GEIR BISKUP GÓÐI Ritsafn þetta, í sjö bindum, hefur að geyma úrval bréfa, sem öll eru frá timabilinu 1790—1927. I bréfum þessum ber æðimargt á góma, bæði broslegt og harm- sögulegt. Þau bregða upp ljóslifandi myndum af höfundum sinum, einkamálum þeirra, önn og áhyggjum, en einnig luma þau á marg- háttuðum fróðleik um menn og málefni sins tima, og kemur þar sitthvað í leitirnar, sem ekki er annars staðar að finna. Dr. Finnur Sigmundsson, fyrrv. landsbókavörður, sá um útgáfuna og ritaði skýringar. ÞAU GERÐU GARÐINN FRÆGAN MYNDIR UR ÞJÓÐLlFINU MENN OG MINNINGAR MEÐ VALTÝ STEFÁNSSYNI Valtýr Stefánsson var i nærri 40 ár ritstjóri Morgunblaðsins og undir hans stjórn varð það útbreiddasta dagblað landsins. Þótt nafn hans sé órjúfanlega bundið blaðinu, munu viðtölin, sem hann birti þar, efalitið halda nafni hans lengst á lofti, en í þeirri grein blaða- mennsku var hann hinn mesti snillingur. Valtýr ræddi við fjölda manna af öllum stéttum þjóðfélagsins um lífsferil þeirra, áhugamál og viðfangsefni. Með árunum urðu þessi viðtöl svo mörg og komu svo víða við, að segja má að í heild sinni myndi þau eins konar þverskurð af islenzku þjóðlifi allt frá því fyrir siðustu aldamót.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.