Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1889, Side 20

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1889, Side 20
16 Yfirlit yfir brjefaskriptir og póstflutninga á íslandi 1887. Gallar á skýrslum þessum eru þeir helztir, að, eins og undanfarandi ár, sem þær hafa verið prentaðar fyrir, eru sum brjef og sumar sendingar með póstum tvítaldar. Póst- sendingaskrárnar, sem þær eru samdar eptir, hafa enga aðgreiningu á brjefum og send- ingum sem eru nlengra að«, svo ýmislegt af póstflutningum verður við þetta tvítalið. Brjef, sem t. d. kemur frá Eeykjavík og er sent til Akureyrar, en á að fara með landpósti til Siglufjarðar, er tekið upp á Akureyri og sent með Siglufjarðarpóstinum, og er bæði talið með brjefunum frá Eeykjavík til Akureyrar og með brjefunum frá Akureyri til Siglufjarð- ar. Brjef og sendingar til brjefhirðingastaðanna verða þannig opt tvítalin í skýrslum þessum. það sama hefir átt sjer stað í skýrslunum yfir póstflutningana 1876—79, sem prentaðar eru í B-deild Stjórnartíðindanna 1881, bls. 103—119. Meðan póstsendinga- skránum ekki er breytt, verður ekki hjá því komizt (sbr. Stj.tíð. 1881, B., bls. 110 neðan- máls). Aptur á móti eru hjer engin brjef nefnd, sem flutt eru utanpósts, og mikið af brjefaskriptum gengur utanpósts, eins og reikningar frá kaupmönnum um nýársleytið, brjef skrifuð með vermönnum, skólapiltum, kaupafólki og öðru ferðafólki og tilfallandi ferðum. Yfir höfuð er meira skrifað hjer á landi en skýrslurnar sýna, þegar hugsað er til þessara brjefa, og sendingar utanpósts munu óvíða vera eins tíðar og hjer á landi. J>að kemur af því, að póstgöngurnar eru svo strjálar, og að á mörgum stöðum ganga engir póstar; þeirra verður því ekki að notið. Futningar og brjefaskriptir með póstum aukast mikið; því til sönnunar þarf ekki annað en að setja hjer hvað þessir flutningar hafa verið þau ár, sem skýrslur eru um. tíe.ninga- og böggulsendingar: Almenn Ábyrgðar- tíeninga- tíöggul- Verð pen- þyngd Árið brjef' og og Ntí- sending- sending- mga og peninga „kross- brjeí, ar, ar, böggul- og böggul- bönd“, sendinga. sendinga, tals tals tals tals kr. póstpund 1876 33521 320 329 4682 892,672 16827 1877 42961 234 1696 4423 400,222 11508 1878 44988 411 510 5255 302,370 12155 1879 53535 230 2353 5101 392,038 15140 1887 87476 5989 5641 1,143,801 18489 Eptir þessari skýrslu hafa almenn brjef og krossbönd aukizt mjög mikið; tala þeirra hefur tvöfaldazt á 10 árum, eða frá 1877—1887, og þó hefur burðareyrir undir brjef verið hinn sami öll árin; breytingu á honum verður því ekki þakkað það; á tímabilinu hafa reyndar verið lögleidd hjer brjefspjöld, en þau eru svo lítið notuð, að furðu gegnir. Ann- arstaðar eru brjefspjöld skoðuð sem ljettir á burðareyri, og almenningur notar þau með ánægju undir fjölda af stuttum brjefum; en hjer vilja menn ekki nota þau, og alþýðu- maður, sem fær brjefspjald, reiðist þeim sem skrifaði það og álitur sig lítilsvirtan með því. Sá Ijettir á burðareyri, sem þau veita mönnum, er ekki notaður. þ>að hefur aptur á móti haft mikil áhrif að póstferðunum hefur fjölgað. 1879 skrifuðu menn hjer á landi T7W úr brjefi á hvert mannsbarn; nú skrifa menn 1 brjef á mann, og sjeu krossbönd eins og 1879 skoðuð sem brjef, þá 1}, og mun það vera nær þvi rjetta. Annarsstaðar þætti þetta ekki há tala, en hjer er þess að gæta, að póst- ferðir vorar aðeins bæta úr brýnustu þörfum brjefritarans, og að engin eða þá mjög lítil innanlandsviðskipti eiga sjer stað hjer á landi. Maður, sem á í nokkrum brjefaskiiptum sem orð er gjörandi á, skrifar hjer um bil 100 brjef á ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild
https://timarit.is/publication/1202

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.