Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1889, Page 105
Stjórnartíðindi 1889 C. 26.
101
Iandsins hafi í heild sinni tekjurnar fremur aukist en rýrnað, þó allar eyðijarðir sjeu
skoðaðar sem verðlausar, og einkis virði.
Hörð ár hafa í för með sjer, að sumir þeir sem minni máttar eru missa eignir
síuar, og að þeir, sem meira mega sín, græóa sumir hverjir fje við þau, og verða ríkari
eptir þau en fyrir. þetta er alþekkt setning úr þjóðmegunarfræði, og hverjum manni
kunn, sem hefur haft nokkrar gætur á viðskiptalífinu. Ef vjer eigum að reyna að komast
fyrir hvort þetta hefur átt sjer stað—hvað fasteignir snertir—á síðara tímabilinu, þá
verður það ekki sjeð á annan hátt af hinum fyrirliggjandi skýrslum, en með því að
sundurliða t. d. síðasta árið, tekjuárið 1886, og gæta að því hvernig velmeguninni er
skipt það ár, og bera það saman við skýrslurnar um samskonar efni í skýrslunum 1879—
81 (Stjórnartíð. C-deild 1883 bls. 30 og 31 efst). Samskonar skýrsla sundurliðuð fyrir
1886 verður þannig :