RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 20

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 20
RM HJALMAR BERGMAN inu. En það eru þungir, stígvélaðir fætur. Það er ekki hann. Svo að liann hefur fleygt sér í sjó- inn . . . Hún reikar fram í ganginn, hún tekur sér stöðu í stiganum. Aftur sil- ast mínúturnar áfram af óhugnanlegu seinlæti. Hún fálmar í beltið, þar sem bátslykillinn er vanur að hanga. Já — það var hún, sem fékk honum lyk- ilinn. Þetta er hennar sök. Hann hað og þrábað . . . Það er engin afsökun. Hún fékk honum lykilinn til þess að losna við hann. Til þess að losna við að heyra hann æpa. Og nú er allt svö undarlega hljótt. Hún heyrir aðeins langdregnar, veik- ar stunur — það er einhver, sem á örðugt með andardráttinn. Hún reikar niður stigann. Veika konan situr enn í horninu úti á svöl- unum. En nú hefur hún lotið fram á, og hún kreppir hendurnar um stól- armana og reynir hvað eftir annað að rísa á fætur. En veika konan sleppir takinu og lætur fallast þyngslalega niður í stólinn, þegar hún sér hana. Stór, lífvana augun stara á hana. Var það Bertil? Hafið þér séð Bertil? Hún gengur til veiku konunnar. Nú á hún að hugga móðurina, og þá nær hún aftur fullu valdi yfir sjálfri sér. Þér skuluð ekki vera hrædd, segir hún. Bertil fékk lánaðan bátinn minn, og nú kemst hann ekki í land aftur. En maðurinn minn synti út til hans. Maðurinn minn er mjög, mjög góður sundmaður. Þér getið verið viss um, að drengurinn verður kominn hérna til yðar eftir fáar mínútur . . . Viljið þér ekki líta út? segir sjúka konan bænarrómi. Hvað gera þeir? Hún hleypir í sig kjarki og gengur fram að brjóstriðinu. 0, sagði hún. Nú eru komnir marg- ir bátar frá gistihúsinu. Heil hersing. Þér getið verið róleg. Hún sezt hjá sjúku konunni og tekur um hönd hennar. Þetta er einkabarnið mitt, segir móðirin, eins og hún þurfi að afsaka ótta sinn. Og ég er ekkja líka . . . Þér getið verið alveg róleg, endur- tekur hún hvað eftir annað. En allt í einu segir hún titrandi röddu, ger- breyttri: Hlustið þér. Hlustið þér bara. Það er barnið, sem grætur. Hann grætur hástöfum og kallar á móður sína. Rödd hans er jafn hvell, óþægi- leg og tryllingsleg og áður, nærri því storkandi. En nú veitir hún því ekki athygli. Hún hefur harkað svo lengi af sér, nú getur hún það ekki lengur. Hún strýkur hendinni snöggt um kinn sjúku konunnar og hleypur svo frá henni. Hún hleypur upp í her- bergi sitt. Hún dettur á hnén, áður en hún kemst að rúminu. Og hún getur ekki einu sinni haldið sér uppi í þeirri stellingu. Hún steypist á grúfu og engist í stjórnlausum gráti. Henni léttir dásamlega við það. Það skolar burt ótta liðinna nátta og daga, ótta hinna síðustu mínútna, Hún veit ekki, hve lengi hún liggur þannig grátandi. Verið getur, að það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.