RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 51

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 51
MUNIR RM um mæli. Enn voru þau í Ítalíu — þessu dásamlega landi. Og enn nutu þau frelsisins sem er dýrmætast af öllu. Og loks nutu þau taumlaust »fegurðarinnar“. En samt voru þau ekki viss um, hvort þau lifðu að öllu leyti auðugu lífi. Þau áttu lítinn dreng sem þau elskuðu eins og for- eldrum ber að elska afsprengi sitt, en af vizku sinni forðuðust þau að láta mikið með hann. Nei, nei, þau urðu að lifa sjálfum sér. Þau voru enn óhagganleg í þeim ásetningi. En það var tæplega hægt að kalla þau kornung lengur. Arafjöldinn hafði hækkað úr tuttugu og fimm °g tuttugu og sjö árum upp í þrjátíu °g fimm og þrjátíu og sjö ár. En þó að þau hefðu kunnað alveg sérstak- lega vel við sig allan tímann sem þau dvöldust í Evrópu og þó að þeim þætti Ítalía jafn dásamleg og áður, þá var samt ekki hægt að neita því, að þau höfðu orðið fyrir vonbrigð- um. Einhvern veginn höfðu þau gert sér vonir um allt, allt annað. Náttúr- lega gat maður hrifizt af mörgu í Evrópu, en það vantaði lífsblóðið í lJað, það var dautt úr öllum æðum. 1 Evrópu lifði maður í fortíðinni. Og það kernur líka fljótt í ljós, að Evrópumönnum er mest í mun að sýnast, þegar maður kynnist þeim hetur eru þeir drepleiðinlegir. Þeir eru sálarlausir efnishyggjumenn. — Þeim er ómögulegt að skilja hina innri þörf sálarinnar, eðlilega af þeim orsökum, að hin innri þörf í þeim sjálfum er löngu dauður og týndur gripur. Þeir hafa allir brotið skip sín. Já, það er-sannleikurinn um þá; þeir eru viljalaus reköld og reyna ekkert til að koma sér áfram. Þetta var önnur baunastoðin sem brast, önnur stoðin sem svignaði undan safaríkum gróðri vínviðarins. Og þeim féll það mjög þungt. I meir en tíu ár hafði vínviðurinn verið að fikra sig hægt og sígandi upp eftir þessum gamla trjábol, sem stóð föst- um rótum í Evrópu — og þessi ár höfðu þau lifað og notið lífsins í mjög ríkum mæli. Hugsjónamenn- irnir liöfðu dvalizt í Evrópu allan tímann, þau höfðu lifað og hrærzt í Evrópu eins og vínviður á eilífri vín- ekru. Hér höfðu þau stofnað heimili: Slík heimili þekkjast ekki í Ameríku. Að einkunnarorði höfðu þau valið sér orðið „fegurð“. Við ána Arno höfðu þau undanfarin fjögur ár leigt sér hluta af gamalli höll, og þar drógu þau saman mikið safn af ýms- um „munum“. Og þau kunnu mjög vel við sig í þessari íbúð. í hinum fornu salarkynnum var vítt til veggja og hátt til lofts, gólfin lögð rauðum tígulsteini og útsýnið niður að fljót- inu var óviðjafnanlega dýrlegt og svo voru húsgögnin sem þau höfðu viðað að sér óviðjafnanlega smekk- lega valin. JÁ, þau voru ósjálfrátt orðin miklu jarðneskari í sér. Nótt og nýtan dag voru þau á hnotskóg eftir „munum“ í heimilið. Þannig voru hugsjónir 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.