RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 68

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 68
RM WLADYSLAW REYMONT grannkona . . .“ Hún beygði sig yfir gamla manninn. ,.Prest,“ stundi hann. „Hugsaðu þér . . . hjálpi mér . . . hugsaðu þér, hann þekkir mig ekki! Aumingja maðurinn vill tala við prest. Hann er að deyja, það leynir sér ekki, hann er rétt að segja dá- inn . . . hjálpi mér! Nú, og sendirðu eftir prestinum?“ „Eins og ég hafi nokkurn til að senda!“ „En þú ætlar þó ekki að láta krist- inn mann deyja, án þess að taka þjónustu?“ „Ekki get ég hlaupið frá honum og skilið hann eftir einan . . . og hver veit nema honum batni?“ „Láttu þér ekki detta það í hug . . . hóhó . . . hlustaðu bara á andardrátt- inn. Þetta bendir til þess, að hann sé að þorna upp að innan. Það er alveg eins og hjá honum Welek mínum í fyrra, þegar hann var sem verstur.“ „Jæja, blessunin, það er þá bezt að þú sækir prestinn . . . flýttu þér . . . sjáðu!“ „Já, já. Auminginn! Hann sýnist ekki ætla að tóra mikið lengur. Ég verð að flýta mér . . . ég er farin . . .“ Og hún hnýtti klútinn fastar um höf- uðið. „Vertu sæl, Antkowa.“ „Guð veri með þér.“ Dyziakowa fór út, en húsmóðirin fór að taka til í stofunni. Hún skóf moldina af gólfinu, sópaði henni burt, þurrkaði potta sína og pönnur og raðaði þeim snyrtilega. Öðru hverju skotraði hún hatursfullum augum til rúmsins, hrækti, kreppti hnefana og tók höndunum um höfuð sér í örvæntingu. „Fimmtán ekrur lands, svínin, þrjár kýr, húsgögnin, fötin — lielm- ingurinn hefði lagt sig á sex þúsund, það er ég viss um . . . guð minn al- máttugur!“ Og það var eins og henni yxi ás- megin við hugsunina um þessa miklu fjárupphæð, því að hún skúraði pönnur sínar svo heiftarlega, að vegg- irnir glumdu, og skellti þeim niður á borðið. „Það vildi ég . . . það vildi ég!“ Hún hélt áfram að telja: „Hænsnin, gæsirnar, kálfarnir og öll amboðin. Og allt fær þessi fenja! Það vildi ég, að þú rotnaðir lifandi . . . það vildi ég, að ormarnir ætu þig upp til agna í gröfinni, fyrir öll þau rangindi, sem þú hefur beitt mig, og fyrir að skilja mig eftir bláfátæka eins og munaðar- lausan ræfil.“ Hún stökk að rúminu og öskraði í bræði sinni: „Á fætur með þig!“ Og þegar gamli maðurinn hreyfði sig ekki, steytti hún hnefana framan í hann og æpti: „Til þess komstu hingað, til þess að hrökkva hér upp af, og svo á ég að borga jarðarförina og kaupa handa þér líkklæðin . . . það heldur þú. En ég held síður! I’að skal enginn sjá mig gera það! Fyrst hún Júlíana er svona góð við þig, held ég þú ættir 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.