RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Qupperneq 74

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Qupperneq 74
RM WLADYSLAW REYMONT við eigum fimm . . . og sjö og hálft . . . það gerir ... fimm og.. . sjö...“ „Tólf og hálft. Ég var húin að reikna það út fyrir löngu; við hefð- um getað haft hest og þrjár kýr . . . svei honum! . . . bölvuðum óþokk- anum! “ Aftur spýtti hann gremjulega. Konan reis upp, lagði barnið í rúmið, tók litla böggulinn upp úr kistunni og rétti bónda sínum. „Hvað er þetta?“ „Líttu á það.“ Hann fletti druslunni utan af. Á- girndarsvipur kom á andlit hans; liann beygði sig yfir að eldinum, eins og til þess að fela peningana, og taldi þá tvisvar. „Hvað er það mikið?“ Hún þekkti ekki gildi peninganna. „Fimmtíu og fjórar rúblur.“ „Drottinn minn dýri! Svo mikið?“ Augu hennar ljómuðu; hún rétti út höndina og strauk seðlana. „Hvar náðirðu í þetta?“ „Hvar? Manstu ekki eftir því, að sá gamli sagði okkur í fyrra, að hann hefði tekið frá peninga fyrir útför- inni sinni?“ „Jú, það er rétt. Hann sagði það.“ „Hann geymdi þá í poka á bæna- bandinu sínu, og ég tók það af hon- um. Helgir munir eiga ekki að vera á þvælingi í svínastíunni; það væri óguðlegt. Þá fann ég silfrið gegnum pokann, svo að ég reif hann upp og tók peningana. Þetta eigum við. Hef- ur hann ekki gert okkur nóga hölv- un?“ „Það er heilagur sannleikur. Þfetta eigum við; þetta lítilræði fáum við þó að minnsta kosti aftur. Láttu það hjá hinum peningunum, það kemur í góðar þarfir. Smoletz bað mig í gær að lána sér þúsund rúblur út á þessar finnn ekrur af plægðu landi, sem hann á úti við skóginn.“ „Hefurðu nóg til þess?“ „Ég held ég kljúfi það.“ „Og sáirðu þá akurinn sjálfur að vori?“ „Ælli ekki það . . . ef ég hef ekki alveg nóga peninga núna, þá sel ég gyltuna; jafnvel þótt ég þyrfti að selja grísina líka, verð ég að lána honum þessa peninga. Því að hann getur ekki leyst akurinn út aftur,“ bætli hann við. „Ég veit, livað ég er að gera. Við förum til lögmannsins og gerum formlegan samning um það, að greiði hann ekki skuldina innan fimm ára, fái ég akurinn til fullrar eignar.“ „Er það hægt?“ „Auðvitað er það hægt. Hvernig náði Dumin í akurinn hans Dyzi- aks? . . . Láttu þetta niður; þú mátt eiga silfrið; þú getur keypt þér eitt- hvað fyrir það, sem þig langar í. Hvar er Ignatz?“ „Hann stalst eitthvað hurt. Og ekk- ert vatn í húsinu, allt búið . . .“ Bóndinn reis á fætur orðalaust, gegndi skepnunum, gekk út og inn, sótti vatn og við. Kvöldverðurinn sauð í pottinum. Ignatz læddist gætilega inn í stofuna; enginn yrti á hann. Þau voru öll þög- 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.