RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 84

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 84
Garaalt bréf Ejtir Rf.iner Maria Rii.ke París, 17. febr. 1903. RÉF yðar barst mér fyrst í hend- ur fyrir nokkrum dögum. Ég þakka yður hinn mikla trúnað og vinsemd, sem í því felst. Meira get ég naumast gert. Engan dóm get ég fellt um kvæði yðar, því að öll gagn- rýni er mér fjarri. Fátt eykur jafn- Iítið skilning á listaverki og gagn- rýni. Hún er, þegar bezt lætur, meira eða minni misskilningur. Það er ekki eins auðvelt að skilja allt og túlka og venjulega er haldið fram. .Flest reynsla er þann veg, að hún verður ekki tjáð, hún gerist á sviðum, sem engin orð fá náð. Og listaverk eru öllu öðru óskiljanlegri, þessar furðu- legu skapanir, sem hafa eigið líf eins og vér, en eiga að lifa oss. Með þennan fyrirvara að upphafi skal ég bæta því einu við, að kvæði yðar skortir persónulegan stíl, en þó vottar fyrir honum, að vísu óljóst, í hálfkveðnum orðum. Ljósast kemur þetta fram í síðasta kvæði yðar, „Meine Seele“. Þar sprettur fram eitthvað af yðar eigin veru í orðum og hrynjandi. Og í fallega kvæðinu, „An Leopardi“, leitar ef til vill út eitt- hvert ættarmót við þennan mikla út- laga. En þrátt fyrir þetta hafa kvæð- in ennþá ekkert sjálfstætt gildi, eng- an sannan frumleik, jafnvel ekki síð- asta kvæðið né hitt, til hlébarðans. En bréfið yðar ástúðlega, sem fylgdi kvæðunum, varpaði hirtu yfir margt, sem ég saknaði í þeim, þegar ég las þau, en gerði mér þá ekki skýra grein fyrir. Þér spyrjið, hvort kvæðin séu góð. Þér spyrjið mig. Þér hafið spurt aðra áður. Þér sendið þau til blaða. Þér berið þau saman við önnur kvæði. Þér hafið áhyggjur af því, að sumir ritstjórar forsmái viðleitni yð- ar. Og úr því að þér hafið nú leitað minna ráða, þá bið ég yður að hætla þessu öllu. Þér beinið athygli yðar út á við, en það skylduð þér sízt gera. Enginn getur gefið yður ráð né hjálpað yður, enginn. Til er ein leið, aðeins ein. Lítið í yðar eiginn barm. Gerið yður grein fyrir, hvað knýr yður til að yrkja, gangið úr skugga um, hvort ljóðþrá- 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.