Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 4
Kazuo ishiguro
„Ef ég heföi skrifaö Réttarhöldin heföi fólk
sagt: „Mikiö er réttarkerfiö í Japan
undarlegt.““
Um þessar mundir kemur út nýjasta bók Ishiguros, Dreggjar
dagsins, í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar.
✓
A síðustu árum hafa fáir enskir ri thöfundar vakið meiri athygli en
Kazuo Ishiguro. Hverrar nýrrar bókar hefur verið beðið með mikilli efúr-
væntingu af áhugamönnum um bókmenntir. Athyglin sem þessi ungi
höfundur hefur hlotið er ekki eingöngu bundin við heimalandið, bækur hans
hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Kazuo Ishiguro hefur sent frá sér
þrjár bækur og þær þykja hver annarri betri. Allar hafa þær unnið til bók-
menntaverðlauna. Fyrsta bók hans sem kom út 1982, A Pale View ofHills,
vakti mikla athygli á Ishiguro og þótti sérstaklega gott byrjandaverk. Fyrir
hana hlaut hann verðlaun Royal Society of Literature. Fjórum árum síðar
eða 1986 kom út Whitebread-verðlaunabókin An Artist ofthe Floating
World, sú bók var einnig tilnefnd til Booker-verðlaunanna sama ár. Þótti
Ishiguro hafa stigið stórt skref ffam á við meö þeirri bók. 1989 sendi hann
svo ffá sér bókina The Remains ofthe Day, sem hlaut hin eftirsóttu Booker-
verðlaun 1989. Þessi nýjasta bók Ishiguros Dreggjar dagsins kom út í
íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar nú fyrir skömmu. Með þessari
BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT