Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Page 6

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Page 6
Ishiguro var einn þessara listhneigðu manna, hann spilaði ágítarinn sinn og söng lög Dylans og Cohens og líka eigin lög og texta. , JDægurlagatextagerð var upphafíð á áhuganum á hinu ritaða orði og kenndi mér að maður á ekki að nota það sem maöur kann bara til þess að sýnast heldur til þess að tjá sig heiðarlega." Aö loknu menntaskólanámi fór Ishiguro í háskólann í Kent og las heimspeki og bókmenntir. Þegar hann lauk prófi frá háskólanum fór hann á flakk, ferðaðist á puttanum um þver og endilöng Banda- ríkin. Eftir árs fjar- veru kom hann heim og setti á fót heimili fyrir heimilislausa og rak það ásamt konu sinni sem er félags- ráðgjafi. Álagiðsem fylgdi rekstri heim- ilisins varð til þess að Ishiguro leitaði aftur inn í vemdað háskólaumhverfið. ,3g þráði að komast út úr þessari óreiðu og fara í háskólann bara til þess að geta farið að lesa. Fólk skilur ekki, ekki einu sinni þeir frjálslyndu, að heimilisleysi gerir fólk óhjákvæmilega óhamingjusamt, erfitt í umgengni, einfaldlega skelfilega leiðinlegt.“ Hann skráði sig í ritlistamámskeið hjá Malcom Bradbury. Skáldkonan Angela Carter var einn af leiðbeinendunum á námskeiðinu. Hún minnist þess þegar Ishiguro sýndi henni fremur tilþrifalitla smásögu við upphaf námskeiðsins. „Sagan var dagbók lítils stráks. Á einum stað í sögunni segin ,3ftir hádegi eitraði ég fyrir kettinum mínum.“ Mér fannst þetta svo fyndið að ég hló stjómlaust lengi eftir lesturinn. Ég man að þegar ég sagði Ishiguro ffá kæti minni þá horfði hann á mig mjög alvarlegur og var alls ekki skemmt En það var ótrúlegt h vað hann var fljótur að ná tökum á ritstörfunum. Áður en ég vissi af þá var ég með mann á námskeiðinu sem <4 á. 6 BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.