Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 12
„ÍSLENDINGAR
EIGA DJARFHUGA
RITHÖFUNDA.“
VIÐTAL VIÐ SIGURÐ A. MAGNÚSSON
Það eru liöin fjögur ár frá því síðasta skáldsaga Sigurðar A.
Magnússonar „ Úr snöru fuglarans“ kom út og lauk hann þá
uppvaxtarsögunni um Jakob. Sigurður ræöir m.a. um stöðu
íslenskra bókmennta og rithöfundarferil sinn.
Þegar bókin Undir kalstjörnu kom út 1979 áttu fáir von á því að um
metsölubók yrði að ræða. Hvaða áhrif höfðu viðtökurnar á feril þinn
sem rithöfundar?
Eg átti síður en flestir aðrir von á að bókin seldist svona vel og var
alveg steinhissa. í raun höfðu viðtökumar tvennt í för með sér: Ég ákvað að
halda áfram að skrifa uppvaxtarsögu Jakobs, sem ég hefði sennilega ekki
gert ef viðtökumar heföu verið slæmar. í öðm lagi seldist bókin það vel að
ég kom undir mig fótunum fjárhagslega og gat snúið mér algerlega að
ritstörfum. Ég held að ég hafi ekki ofmetnast, ég er ægilega hræddur við
mikla velgengni. Ég hafði lesið áður en bókin kom út viðtal við Graham
Greene, þar sem hann sagði: „Success is delayed failure“, og þessi setning
hefur alltaf blundað inní mér og ævinlega hrætt mig pínulítið. Ég skrifaði
bókina úti í Berlín og það vom ekki margir sem sáu hana áður en hún kom
út, en þeir sem lásu yfir vom nú ekki bjartsýnir áaðbókin seldist vel. En það
var sérstaklega einn maður sem hvatti mig, það var hann frændi minn
Njörður Njarðvík. Njörður kom oftar við sögu þessarar bókar. Hann
bjargaði mér frá því að nafninu yrði breytt að ósk útgáfufyrirtækisins. Þeir
vildu allsekkiaðbókin fengiheitið„Undirkalstjömu". Þeim þótti þaðekki
vænlegt sölunafn.
Hver var meginástæðan fyrir vinsældum bókarinnar?
Eg hef lúmskan gmn um að það hafi verið forvitni sem að hluta til
12
BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT