Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Side 14

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Side 14
Ameríku, Afríku og víðar eða þar sem er mikil ólga í umhverfmu. Mér virðist það vera skáldin sem slá dýpsta strenginn. Borges var bókavörður, ósköp fínn embættismaður, en hann lifir í umhverfi þar sem eru þessar óstjómlegu andstæður, hætUir og þverstæður í öllu mannlegu lífi. Þessar kringumstæður skapa eitthvað inní mönnum sem þessi sléttu þjóðfélög gera ekki. Það endar með því að rithöfundar hér vestra telja sig þurfa að fara burt til að gera eitthvað stórt eins og þýski rithöfundurinn Giinter Grass reyndi að gera þegar honum var farið að leiðast öryggið í Þýskalandi. Hann fór til Indlands og bjó í Kalkútta til að upplifa mannlífið, en hann var nú ekki nema eitt ár, þá gafst hann upp. Finnst þér áhugi Vesturlandabúa á listum og menningu fara minnkandi? Nei, ég held að áhugi fyrir menningu og listum fari vaxandi á Vesturlöndum, líka héma heima. Hér em myndlistarsýningar og tónleikar velsóttir.Fyrir30ámm vareittgalleríhéríReykjavík sem varalltafaðfara á hausinn, nú em þau tuttugu eða þrjátíu. Það er mikið gert fyrir listir. Borgir á Vesturlöndum leggja meUiað sinn í að veita fjármagni í listir. í Ameríku er aftur á mótí mikil hnignun, þar er allt ömurlegt. Þar er sjónvarpið búið að leggja allt í rúst og þjóðin er að veslast upp. Þetta gætí verið það sem fyrir Evrópu liggur og margt bendir til þess. Ég er sannfærður um að stofnun Evrópubandalagsins sé óheillaspor fyrir þjóðir Evrópu. Það á að setja eitt andlit á þessar þjóðir, og miðstýra þeim frá Brússel. SkrifFinnskan verður yfirgengileg eftir tuttugu, þrjátíu ár, hún verður ekki betri en hún er frá Moskvu í dag. Þetta er sama dauða höndin, svona skriffinnska leiðir bara af sér dauða. Allar æðar stirðna og það fer ekkert blóð um kerfið lengur. Þetta leiðir svo tíl þess að þjóðimar, sérstaklega smáþjóðinar, vakna tíl vitundar um sérkenni sín og upp blossar þjóðemisvakning sem endar með gliðnun bandalagsins, nákvæmlega eins og það sem er að gerast í Sovétríkjunum ídag. Það er ekki búið að drepa þjóðemisvitund íslendinga. Hún er auðvitað orðin sljó af velmegun, en þegar að kreppir þá vaknar fólk til lífsins á ný. í grein frá árinu 1963 sem birtist í bókinni Sáð í vindinn fjallar þú um stööu íslenskra bókmennta og finnst fremur lítið koma til íslenskrar skáldsagnageröar ef frá eru talin verk nóbelsskáldsins. Hefur ræst úr íslenskri skáldsagnagerö á síöustu árum? Heldur betur! Þessi grein var skrifuð 1963 og þá hélt ég og margir fleiri að íslensk skáldsagnagerð væri liðin undir lok og Laxness væri hinsta 14 BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.