Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 15

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 15
stuna hennar. En það varÖ alger umbylting, það trúir því enginn. Árið 1965 varð fyrstlítil sprenging, þegar tværfremurómerkilegarbækur, en umtalaðar, komu ÚL Það voru Borgarlíf eftir Ingimar Erlend og Svört messa eftir Jóhannes Helga. Þetta var byrjunin. Allt í einu urðu bókmenntimar hneykslunarhella og allir urðu vitlausir. Guðbergur var að vísu búinn að skrifa Músina sem lœöist, sem ég var mjög hrifinn af. En svo kemur sprengjan, fyrst kemur Tómas Jónsson Metsölubók út 1966 og í kjölfarið koma Svava Jakobsdóttir og Þorsteinn frá Hamri með þessar furðulegu skáldsögur þrjár sem eru einstæðar í íslenskum bókmenntum en enginn talar um. Það ætti að setja þær á hæsta stall. í þessum þrem sögum hrærir Þorsteinn öllu saman og tvinnar þjóðsögur saman við og úr verður dýrlegur skáldskapur. Allar þrjár eru bækumar frábærar og fyrsta bókin, Himin- bjargarsaga alveg makalaus. SteinarSigurjónssonkemurmeðsínarsér- stæðu bækur. Jakobína Sigurðardóttir skrifar Snöruna, sem er alger nýjung og tæknilegt snilldarverk. Nú em skyndilega komnar tvær skáldkonur í fremstu röð, en það hafði aldrei gerst fyrr að konur væm lciðandi í íslenskri skáldsagnagerð. Thor fer að skrifa skáldsögur uppúr þessu. En það merkilega við þetta er að þessir rithöfundar mynda ekki skóla. Það er einkennileg einstaklingshyggja í þessu gamla veiðimannaþjóðfélagi. Hver fer sína leið í leit að bráðinni. Þessi umskipti tengjast því að Laxness hættir að skrifa skáldsögur um skeið og snýr sér að leikhúsi og eyðir 10 ámm þar. Hann hættir að vera þetta átoríteL Laxness kom fram öðm hverju bæði fyrir og BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT 15

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.