Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 18

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 18
þú hefur uppáhald á? Pað er Sorbas. Hann töfraði mig. Hann gat lifað í augnablikinu og hugsaði aldrei um fortíð né framtíð. Mig hefur ævilangt langað til að geta lifað í augnablikinu en aldrei getað. Ég er alltaf annaðhvort í fortíð eða framtíð. En þó tek ég ákvarðanir í augnabliksbrjálæði og öll mikilvægustu augnablik í mínu lífi hafa verið gjörsamlega óvitræn. Nú hefur þú nýlokið viðað þýða tvær skáldsögur, Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishiguro og Míramar eftir Mahfúz. Hvernig líst þér á þær? Eg hefði nú aldrei tekið að mér að þýða þessar sögur nema mér hefði litist á þær. En þær eru mjög ólíkar. Saga Mahfúz er stutt en haglega gerð. Það eru fjórir menn sem segja sömu söguna hver frá sínu sjónarhomi. Hún er skrifuð 1967 og undir áhrifum af þeirri póliu'sku ólgu og upplausn sem er í Egyptalandi, og fer mikið inn á sögu Egyptalands síðustu 60 ára. Hún er skemmtilega skrifuð og hefur með sér mikinn farangur af efni um sögu Egyptalands. Ishiguro segir þessa makalausu sögu af brytanum Stevens, sem er einstaklega minnisstæð persóna. Það er svo mikið mann- legt við hann. Þessi skammsýni og tryggð við herra sína og þessi þverstæða sem er íöllu mannlegu Iífi. Menn sjá það ekki fyrr en þeir eru dauðir að þeir hefðu getað notað h'fið miklu betur. Þetta er sennilega saga flestra. Menn fara inn á einh verja braut í góðri frú og lenda svo í ógöngum og þá verða þeir einhvemveginn að reyna að réttlæta sína tilveru. Mér fmnst lýsingar Ishiguros á ástandinu í Bretlandi á þessum ámm fyrir seinna stríð sérstaklega vel skrifaðar. Þetta er mjög spennandi tímabil. Það er komið inn á samskipti Breta við Þjóðverja og sérstaklega hræsnina í kringum það. Þetta fyrirfólk í Bretlandi var allt í nánum tengslum við nasistana en allir afneituðu þeim rétt fyrir stríð og enginn viðurkenndi að hafa komið nálægt þeim. Mér finnst þetta einhver flottasta pólitíska saga sem ég hef lesið. Lýsingin á honum Stevens.blinduhans ogörlögum, ernáttúrlegasnilld.Þessibókerskrifuð af svo miklum fínleik og næmi og svo útsmogin að maður áttar sig ekki á því fyrr en maður les bókina aftur hvað er mikið á bakvið hana. Marquez lýsir eitt sinn í viötali angist rithöfundarins í andspænis hvítri örkinni. „Hjá mér er angistin andspænis auöri síöu inni- lokunarkennd, og meö því aö iesa ráö Hemingways um aö þurrausa aldrei brunninn heldur hætta dagsverki á meöan enn er lögg eftir til morgundagsins tókst mér aö brjótast undan þessari tilfinningu.“ Fylgir angist, einmanaleiki og sálarkreppa óhjákvæmilega starfí 18 BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.