Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Side 19
rithöfundarins?
Já, það gerir það óhjákvæmilega. Ég tala bara fyrir mig. Sumum
finnst ógurlega gaman og hafa ekkert nema ánægjuna af skrifunum. En það
fer eftir því hvemig efni maður er að skrifa um, gæti ég trúað. Því fylgir
óstjómlegur kvíði þegar menn eru að kryfja sjálfa sig í skrifum sínum eins
og mínar bækur hafa mikið gengið út á og róta upp og ýfa gömul sár. Eftir
einhverja þessara bóka, sennilega Skilningstréð eða Jakobsglímuna, ég
man það ekki, þá fannst mér ég hafa gengið svo nálægt mér að ég lagðist í
rúmið og lá þar í fjórar vikur eftir að ég skilaði af mér handriti. Heil bók
sem gengur svona sálrænt nærri manni fer með líkamlega heilsu manns, svo
nátengd em sál og líkami. Ég veit ekki hvað olli þessu, hvort ég hafði gengið
svona nærri mér við skriftimar eða hvort kvíðinn var svona mikill fyrir
viðtökunum.
✓
Eg vissi, að það er hægt að skrifa sig frá komplexum og allskonar
sálarkvillum, þetta höfðu Goethe og Aristóteles sagt og fleiri. Og þetta
gerðist. Mér leið svo miklu betur eftir að ég hafði skrifað þessar bækur og
komið af mér öllum þessum komplexum í sambandi við bemskuna og
foreldrana og svo framvegis, að því trúir enginn.
Það eru fjögur ár frá því að síðasta bindi uppvaxtarsögunnar um
Jakob kom út. Er ný skáldsaga í smíðum?
Jú, skáldsaga er búin að vera lengi í kollinum á mér og verður
kannski bara þar næstu árin. Ég er með efnið, en höfuðmáli skiptir í hvaða
formi maður kemur efninu frá sér, það sýndi hann Ishiguro mér og hann
Mahfúz. Ég hef leitað með logandi ljósi að einhverju formi sem mér finnst
spennandi og passar þessu efni. Ég er alltaf að fresta því að byija. Ég fæ
sífellt nýjar og nýjar hugmyndir um hvemig ég get komið þessu á blað. Ég
ætti auðvitað bara að byrja að skrifa kafla hér og kafla þar. Ætli ég geri það
ekki þegar ég er búinn að læra á tölvu?
Viðtal Snæbjöm Amgrímsson
BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT
19