Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 21

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 21
V erk hans eru leikin víða um heim, á Norðurlöndum, meginlandinu og ekki síst vestan hafs. Einn helsti leikstjóri verka hans er hinn bandaríski virtuós, Robert Wilson. Hingað til hafa fá verka hans verið sviðsett í heimalandi hans fyrrverandi, Austur-Þýskalandi. Bæði framsækin leikhús og íhaldssöm hafa sett verk hans á svið. Leikstjóratvíeykið Manfred Karge og Mathias Langhoff settu upp afar nýstárlegar sýningar í Borgarleikhúsinu í Bochum á árunum 1977 - 1986 og sýndu hve frjó verk Mullers eru í tilraunaleikhúsi og y firleitt í leikhúsi sem rannsakarhiðóskiljanlegaen fæst ekki við formaðar og tilsniðnar skoðanir. Helsti drifkraftur Miillers er eyðileggingin. Að skrifa er eyði- leggjandi ónytjungsvinna. í þrjátíu ár var hann heltekinn, allt að því sýktur af Hamlet, Medeu og þýsku sögunni. I Hamletmaskínunni reynir hann að greina hlutina inn að beini, rífur húð og kjöt í burt til að komast að grindinni og eyðileggja þannig HamleL Sömuleiðis í Medeutrílógíunni og Germania Tod in Berlin. Frá því árið 1957 hefur hann starfað sem rithöfundur og dramatúrg (leiklistarráðunautur) við Berliner Ensamble og frá 1976 við Volksbuhne og hefur samið yfir þrjáu'u leikhúsverk og unnið við ýmsar þýðingar, m.a. Hamlet, Makbeð, Sem yður þóknast. ílann ereinnöflugasti og kröfuharðasti leikritahöfundur núu'mans, maður orðsins, maður myndarinnar, gáfaður leikhúshugsuður. Gamansamur og sögumaður mikill eins og mörg viðtöl bera glöggt vitni. Múller hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna: Heinrich- Mann-verðlaunin 1959, hin virtu leiklistarverðlaun sem kennd eru við Múlheim 1979, virtustu verðlaun Þjóðverja fyrir útvarpsleikritun 1985 og loks Georg-Búchner-verðlaunin 1985. Hamletmaskínan er fullskrifuð 1977 og frumflutt30. janúar.1979 í Theatre Gerard Philipe í Saint Denis nálægt París í leikstjóm Jean Jourdheuil. Reyndar var gerð tilraun til uppsemingar í Köln 1978 en hætt var við eftir tveggja vikna vinnu. Samantekt Hafliði Amgrímsson BJARTUR OG FRÚ EMILÍA • TÍMARIT 21

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.