Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 22
Viðtal við Heiner Muller
„Drama ervél
sem skrifar sjálfa sig.“
IR-eynsla mín af leíkunjm, eflirað hafa unniöbacði í Austur- og
Vestur-Þýskalandi, er tvenns konar. Austur-þýskir leikarar ná betri tökum
á sígildri dramatík. Þeir eiga í vandræðum með að segja góðan dag á
einfaldan hátt, en þeir eiga ekki í neinum örðugleikum með Ifigeníu til
dæmis. í Vestur-Þýskalandi er vandamálið þveröfugt. Þar eru leikaramir
svo bundnir af eignarétti einstaklingsins að textinn er í hættu að verða
einkaeign leikarans. Leikarinn gleypir textann til þess að geta síðan kastað
honum afturupp, lituðum afciginskoðunum, hughrifum og tilfinningum.
Textinn eyðileggst af skoðunum leikarans og geðshræringu. Minn óska-
draumur er að menn líti á textann sem tónlist og fari með hann sem tónlist,
sem ekki er auðvelt, ég hef mörg dæmi þess.
Álítur þú að leikarar beri of mikla virðingu fyrir textanum?
Leyfðu mér að taka dæmi. Við leikhúsið í Bochum í Vestur-
Þýskalandi var starfandi góður leikari og góður vinur minn sem bar mikla
virðingu fyrir texta og var fullur vilja að flytja áhorfendum hann sem
mikinn skáldskap. Hann fór með textann eins og bókmenntir, og það var
dauðinn fyrir leikritið. Þá fundum við upp á nokkru óvæntu og sögðum
honum ekki frá því. Þetta gat ég vegna þess að hann var góður vinur minn.
í atriðinu var hann á fjórum fótum á sviðsgólfinu og flutti textann, sem var
bæði skáldlegur og hástemmdur. Skyndilega losnaði ein gólffjölin undir
honum og hann varð að einbeita sér að því að halda sér föstum. Þá fyrst
kom textinn eins og hann átti að vera, skyndilega var textinn þama einn, og
hann varð miklu auðveldari og skiljanlegri.
Er þaö skoöun þín aö hægt sé aö samtvinna skáldskap (poesQ og
dramatík?
J á, það er enginn vandi, en menn mega ekki sýna að það sé skáldleg
lisL Höfuðatriði er hin skáldlega tjáning og dramað er tungumál persónunnar.
22
BJARTUR OG FRÚ EMILIA • TIMARIT