Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Side 23

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Side 23
Ef þetta er ekki í takt viö persónuna veröur það eingöngu skáldleg list og ekki dramatík. Texti Shakespeare er alltaf skáldskaparlist, en jafnframt tungumál persónunnar. Hvað meö þín verk, eru þau skáldskaparlist eöa dramatík? / Eg lít á þau sem dramatík. Sumir telja þau skáldskaparlist. En þetta er spuming um leikstjóm og leikmáta, sem sýnir að þau em dramatík og ekki skáldskaparlist. Þú hefur sagt aö aöeins fimm til sex af hundrað uppsetningum verka þinna hafi veriö vel heppnaöar. Hvers vegna? P ær vora vel heppnaðar fyrir mér. Má vera að fleiri en fimm til sex hafí verið vel heppnaðar fyrir áhorfendum. Fyrir mér er það spuming um að tvinna skáldskapinn og dramað vel saman. Hvers vegna valdir þú aö skrifa fyrir leikhús? s I raun og vera var það ekkert val. Ég átti ekki um neitt að velja. Þegar ég var tíu til tólf ára byrjaði ég að skrifa leikrit. Ég hef aldrei reynt að skrifa prósa, það litla sem ég hef skrifað hefur aldrei verið meira en tíu síður. Ætlir þú að skrifa prósa verður þú að sitja afar lengi við skrifborðið. Að skrifa dramatík er eins og að vinna með vél sem skrifar sig sjálf. Prósa verður þú að skrifa. Drama er vél sem leitar samskipta við aðrar vélar og úr verður leikhús. Ég trúi ekki lengur á lestur. Lestur er eitthvað sem heyrir fortíðinni til fyrir flesta. Allir eiga sjónvarp og vídeótæki. Það er merkilegt að hinir þekktu prósahöfundar skrifa skáldsögur upp á 4 - 500 síður. Þeir verða metsöluhöfundar, margir kaupa þá en enginn les þá. Leikhúsið á aftur á móti framtíð fyrir sér, vegna þess að það byggir á líkamlegri nálægð áhorfandans og leikarans, sem ég álít að verði eina form samskipta. Hvaöan kemur mótþrói þinn aö skrifa prósa? í^egar maður skrifar prósa ert maður algerlega einn. Maður getur ekki dregið sig í hlé. Þú verður aö taka á þig ábyrgöina á því sem þú skrifar? * Eg held að ég geti ekki skrifað prósa í þriðju persónu. Ég get ekki skrifað: „Washington gekk í átt að 42. stræti." Og ég get einfaldlega ekki BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT 2

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.