Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Qupperneq 25
toppinn á ísjakanum — og það sem er undir kemur engum við. Og svo fer
leikhúsfólkið í kafarabúningana sína og kafar í textann. Leitar eða býr sér
til sinn eigin. Þetta ererfitt að forðast. Ég verð einfaldlega að lifa með þessu.
Þegar maður neitar að viðurkenna að leikhúsið eigi sinn eigin raun veruleika
og endurspeglar ekki eða líkir eftir raunveruleika áhorfenda er það þá ekki
orðið að vandamáli fyrir áhorfendur? Natúralisminn drap næstum leikhúsið
í tilraunum sínum að sýna raunveruleikann. Sjálfum virðist mér öll verk mín
gamansöm. Ég get aldrei hætt að undrast það að menn skuli ekki taka eftir
hinu kómíska og skuli svo sjaldan nota það.
Þú sagöir að þú hefðir skrifað fyrir austur - þýska áhorfendur
í fyrstu. Fyrir hverja skrifarðu nú?
Mest fyrir sjálfan mig, ég er fyrsti áhorfandi verka minna. Það er
til lítil saga af Brecht á síðustu æviárum. Hann sagði: „Ég fer á fætur á
morgnana og hitti sjálfan mig, ég fer út úr herbergi mínu og hitti sjálfan
mig.“ Þetta er sagt að sé eðlileg þróun.
Um hvað fjalla yngri verk þín?
✓
Eg hef undanfarið haft áhuga á heimsstyrjöldinni síðari, einkum á
Þjóðverjunum sem fóru til Rússlands vegna þess að sáralítið hefur verið
skrifað um þá. Þetta er ókannað landsvæði. Og það var hrikalegur fundur er
þeir mættust Rússar og Þjóðverjar. Við finnum nú fyrir afleiðingunum af
árás Þjóðverja á Rússa. Ég hitti þeldökkan Ameríkana í Vestur-Berlín.
Hann var ættaður frá Califomíu. Hann kýs Vestur-Berlín fremur en Cali-
fomíu. Hann sagði að það væri Hider að þakka að hann byggi nú í borginni.
Og það er nokkuð til í því að Hitler hafi með árás sinni á Rússland opnað
Evrópu fyrir þriðja heiminum. Ég held að árásin hafi verið sjálfsmorðstilraun
Hitlers. Fyrir mér hófst þetta stríð með morðinu á Rósu Luxemburg. Það var
fæðing Hitlers því þar var heili þýska kommúnistaflokksins drepinn.
Hvernig lítur þú á önnur leikritaskáld, til dæmis Brecht?
B recht var afar mikilvægur, hann var miðdepill þýskrar leikritunar,
þótt mér líki ekki öll verk hans. Sígildu verkin hans em ekki mikilvæg fyrir
mig lengur: Mutter Courage, Góða sálin frá Sezuan, Kákasíski krítar-
hringurinn. Hið mikilvæga við Brecht er það sem hann færði þýskri tungu.
Það er svo mikilvægt að menn taka ekki eftir því þegar þeir nota það. Fyrir
þýska tungu er Brecht jafn þýðingarmikill og Lúther var kirkjunni.
BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT
25