Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Page 30

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Page 30
Ég er Ófelía. Sú sem áin hélt ekki eftir. Konan í snöru Konan með sundurskomu slagæðamar Konan í lyfjadáinu Á VÖRUNUM SNJÓR Konan með höfuðið í gasofninum. í gær hætti ég við að kála mér. Ég er ein með brjóst mín læri mín skaut mitt. Ég mölva verkfæri ánauðar minnar stólinn borðið rúmið. Ég eyði vígvellinum sem var mitt heima. Ég opna dymar, svo vindurinn og öskur heimsins berist hingað inn. Ég mölva rúðumar. Með blæðandi höndum ríf ég í sundur ljósmyndimar af mönnunum sem ég hef elskað, af þeim sem tóku mig í rúminu á borðinu á stólnum á gólfinu. Ég legg eld að fangelsi mínu. Ég kasta fötum mínum á eldinn. Ég gref úr brjósti mínu klukkuna sem var hjarta mitL Ég geng út á strætið íklædd blóði mínu. 3 Scherzo Háskóli hinna dauðu. Hvísl og muldur. Frá legsteinum (predikunarstólum) kastadauðuheimspelángarnirbókum sínumíHamlet. Uppstilling(ballett) látinna kvenna. Konan ( snöru Konan með sundurskornu slagœðarnar o.s.frv. Hamlet skoðarþœr einsog safn- (sýningar-) gestur. Látnu konurnar slíta fötin af líkama hans. Út úr kistu sem stendur upp á endann með áletruninniHAMLET 1 stíga Kládíusog Ófelía, hún ígervi hóru. Striptease Ófelíu. ÓFELÍA Viltu éta hjarta mitt, HamleL Hlær HAMLET Hendur fyrir andliti Ég vil vera kona. Hamlet klœðist fötum Ófelíu, Ófelía ber á hann hórumaska, Kládíus, nú faðir Hamlets, hlœr hljóðlaust, Ófelía sendir Hamlet fingurkoss og stígur inn ( kistuna með Kládíusi I föðurnum. Hamlet ( hórustellingu. Engill, andlitið ( hnakka: Hóras. Dansar við Hamlet. RÖDD (RADDIR) úr kistunni Allt sem þú deyddir skalt þú og elska. Dansinn verður hraðari og villtari. Hlátur úr Idstunni. A rambeltu jómfrú María með brjóstkrabba. Hóras spennir upp regnhlíf, umfaðmar Hamlet. Þeir stirðna ífaðmlagi undir regnhlífinni. Brjóstkrabbinn lýsir sem sól. 30 BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.