Víkurfréttir - 14.08.1980, Síða 2
2 Fimmtudagur 14. ágúst 1980
VÍKUR-fréttir
Útgefandi: Vasaútgáfan
Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968
Blaöamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216
Elías Jóhannsson, sími 2931
Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760
Setning og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavik
Fylgt úr hlaði
Þaö hefur ávallt veriö taliö viö hæfi þegar nýtt blaö hefur
göngu sina, aö láta nokkur ávarpsorö fylgja. Ekki er meining
okkar sem aö þessari útgáfu standa aö vera meö nein stóryröi
eða draumóra viö þessi timamót, heldur mun kjörorö okkar
veröa aö táta hvern dag nægja sina þjáningu.
Tilgangurinn meö útgáfu þessa blaös er ekki margbrotinn,
heldur er þetta aöeins tilraun til aö gefa út frótta- og þjónustu-
blaö. Þaö er von okkar aö almenningur taki þessari viöleitni
okkar vel og liggi ekki á liöi sinu, heldur láti óspart tilsin heyra.
Blaöið stendur opiö öllum þeim sem eitthvaö liggur á hjarta.
Til aö byrja meö mun blaöiö koma út hálfs mánaðarlega, en
þó er stefnt aö útgáfu vikublaös, ef vel tekst til.
Efni blaösins mun til aö byrja meö mest veröa einskoröaö viö
Keflavik og Njarövik en þó munu sameiginleg hagsmunamál
Suöurnesjamanna fá sitt rými. Blaöinu veröur til að byrja meö
dreift ókeypis og mun þaö liggja frammi i hinum ýmsu sölu-
búöum.
Ekki er hér meö sagt aö fróttir frá öörum byggöarlögum fái
ekki inni i blaöinu ef þær berast, en sniöa veröur stakk eftir
vexti og sækja þá frekar i sig veöriö ef byrlega blæs.
Upplag blaösins mun veröa 2000 eintök til að byrja meö og
afgreiösla þess veröur aö Hringbraut96, siminn er1760. Útgef-
andi er Vasaútgáfan. Ritsjóri er Sigurjón R. Vikarsson og
blaðamenn Steingrimur Lilliendahl og Elias Jóhannsson.
Þeir sem til þekkja sjá þaö strax, aö þetta blaö er nokkuö
tengt Suöurnesjatiöindum og geta þess vegna spurt hvers
vegna ekki var haldiö áíram útgáfu Suöurnesjatiöinda. Svariö
er einfalt, - þaö þarf fleiri en tvo til þess aö halda úti slikri útgáfu,
og þess vegna er þetta okkar viöleitni til aö halda úti óháöu
blaöi hór á svæöinu, þó minna sé i sniöum.
S. R. Vik.
Dráttarvextir
Með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 55/1980, um starfs-
kjör launafólks og skyldutrygginga lífeyrisrétt-
inda hafa Verkalýðsfélög á Suðurnesjum
ákveðið að reikna dráttarvexti af vangreiddum
félags-, sjúkra- og orlofssjóðsgjöldum.
Samkvæmt ofanrituðu verða því framvegis reikn-
aðir hæstu lögleyfðu dráttarvextir (nú 4.75% pr.
mán.) af öllum gjaldföllnum gjöldum til neðan-
greindra verkalýðsfélaga.
Keflavík, 1. ágúst 1980,
f.h. Verkalýðsfélaga á Suðurnesjum.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavfkur
og nigrennls
Verkakvennafélag Keflavfkur og Njarðvíkur
Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps
Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps
Kirkjulundur
brann
Föstudaginn 28. júní varð
mikið tjón í eldsvoða í Keflavík,
þegar kviknaöi í Safnaöarheimili
Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi.
Er slökkviliðið kom á vettvang
var húsiö alelda og mannlaust.
Kirkjulundur er múrhúðað
timburhús og var byggtárið 1912
en var nýlega endurbyggt að
hluta. Slökkvistarfiö tók tæpa
klukkustund og er húsið stór-
skemmt.
Mikill áhugi er fyrir að endur-
reisa það vegna sögulegs gildis,
en húsið hefur mjög athyglis-
verðan byggingarmáta, var
byggt í einingum í Hafnarfirði og
siöan flutt með báti til Keflavíkur,
reist þar og notað sem læknisbú-
staður, síðan íbúðarhús og loks
safnaðarheimili.
Af 14 brunaútköllum sem
Brunavarnir Suðurnesja hafa
fengið frá áramótum eru 10
þeirra af völdum íkveikju og 2
göbb. (kveikjurnar stafa ýmist af
gáleysi eða óvitaskap og var
eldsvoðinn í Kirkjulundi ein
af þessum íkveikjum.
Tryggir sjúkraliðum ....
Framh. af 11. síðu
því, að hinar bóklegu greinar
sjúkraliðanámsins far fram í fjöl-
brautaskólum, en sjúkraliða-
skólinn skipuleggi verklegt nám
þeirra sem koma úr fjölbrauta-
skólunum. Að vísu er ekki full-
komlega frá þessu gengið enn-
þá, en heilbrigðisráðherra hefur
heitið því að framvegis verði full-
gilt sjúkraliöanám við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, og staöfest-
ingarbréf þess efnis er
væntanlegt.
AUGLÝSIÐ f
VÍKUR-fréttum!
Að marg gefnu
tilefni
eru meistarar og húsbyggjendur alvarlega
áminntir um eftirfarandi:
Samkvæmt lögum nr. 54/1978 er óheimilt að
grafa grunn, reisa hús, rifa hús eða breyta því eða
notkun þess eða gera önnur þau mannvirki sem
áhrif hafa á útlit umhverfisins, nema að fengnu
leyfi bygginganefndar.
Vert er að taka sérstaklega fram, að óheimilt er
að breyta íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði
nema að fengnu leyfi bygginganefndar.
Með brot á lögum þessum skal farið að hætti
oþinberra mála.
Byggingafulltrúinn í Keflavik