Víkurfréttir - 14.08.1980, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 14.08.1980, Qupperneq 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. ágúst 1980 7 Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, 105 Reykjavík, Sími 91-25400 Tölvunámskeið Keflavik, 25. ágúst til 5. september Örtölvan er án efa byltingarkenndasta uppfinning þessarar aldar. Meö tilkomu hennar hafa tölvur meðsambærilegaafkastagetu lækkað íverði úr 1.000.000 dollara í 2.000 dollara á síðastliðnum 10 árum. Bein afleiðing þessarar þróunarer m.a. sú að nú geta lítil fyrirtæki með3-10menn ívinnu loks eignast og rekið sínar eigin tölvur. Læknastofur, fasteigna- og bílasölur, lögfræðiskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, verktakarog jafnvel einstaklingar geta nú tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Verkefnin eru óþrjótandi. Því miður hafa fæst okkar fengið nokkra kennslu í meðferð tölva, því skólakerfið hefur ekki séð fyrir þessa merkilegu þróun. Forritunarmálið BASIC sem er byggt upp úr auðveldum enskum orðum er það mál sem langflestar litlar tölvur nota. Keflvíkingum og íbúum í nágrenni Keflavíkur býðst nú tækifæri til að kynnast hinum fjöl- breyttu notkunarmöguleikum smátölva af eigin raun og um leið að læra forritun í BASIC máli. Fyrsta námskeiðið á þessu hausti verður haldið í Keflavík 25. ágúst til 5. september n.k. Námskeiðið er byrjendanámskeið í meðferðtölva og hentar hverjum þeim sem vill læraað hagnýta sér þá margvíslegu möguleika sem smátölvur (microcomputers) hafa upp á að bjóða. Kennsla fer að miklu leyti fram undir leiðsögn tölva. Tveir nemendurvinna viðhverja tölvu og námsefnið er að sjálfsögðu allt á íslensku. Tvö samhliða námskeið verða haldin, sam- tals 40 stundir hvort. Annað verður kl. 1-5 e.h., en hitt kl. 6-10 e.h. virka daga. Kennsla fer fram í fundarsal Iðnaðarmannafélags Suðurnesja að Tjarnargötu 3, Keflavík. Innritun í síma 91-25400.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.