Víkurfréttir - 14.08.1980, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 14.08.1980, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 14. ágúst 1980 VIKUR-fréttir Meindýra- eyðir Suðurnesja tekinn til starfa Júlíus Baldvinsson, Garði, hefur nú tekið að sér starf mein- dýraeyðis fyrir Suðurnes, sem sveitarfélögin munu væntanlega fastráða. Að sögn Jóhanns Sveinssonar heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja, er greinilega mikil þörf fyrir slik- an mann, þvi að þessum mein- dýramálum hefði hingaö til ekki verið sinnt sem skyldi. ,,Menn hafa verið að sinna þessu með annarri hendinni," sagði Jóhann, ,,og þvi er þetta ekki nærri í því formi sem það ætti aö vera. En með því að ráðinn sé maður eingöngu til að sinna þessum málum, þá getur hann skipulagt þetta alveg, kortlagt svæðin, sem er eina vitið." Jóhann kvað rottuna vera al- gengasta meindýrið og erfiða viðureignar vegna örrar tímg- unar. Einnig væri mikið um skor- dýr alls konar, silfurskottur, mat- ar- og mjölbjöllur og rakapödd- ur, sem alltaf eru til staðar. Ef fólk þarf á meindýraeyði að halda er kvörtunum veitt mót- taka i sima 3788. Lögtaks- úrskurður Keflavík, Grindavík, Njarövík og Gullbringusýsla Það urskurðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þing- gjaldsseðli og skattreikningi 1980, er falla í ein- daga hinn 15. þessa mánaðar og eftirtöldum gjöldum álögðum á einstaklinga árið 1980 í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, iðn- lánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatrygginga- gjald atvinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, lífeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistrygginga- gjald, launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, slysatrygginga- gjald ökumanna, vélaeftirlitsgjald, skemmtana- skattur og miðagjald, vörugjald, gjöld af innlend- um tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti ársins 1980 svo og ný- álögðum hækkunum söluskatts vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfrem- ur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðn- ar hafa verið til ríkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Keflavík, 14. ágúst 1980. Bœjarfógetinn i Keflavfk, Grindavík og Njarövfk. Sýsiumaöurinn f Gullbringusýslu. Að undanförnu hefur verið unnið að uppfyllingu á svæði þvi sem blöndunarstöðin verður staösett, á hafnarsvæðinu í Njarðvík. Blöndunarstöð fyrir loðnu- meltu I Njarðvík Valfóöur hf. í Reykjavík er um þessar mundir að hefja bygg- ingaframkvæmdir á hafnarsvæö- inu i Njarövík við hliðina á Fisk- verkun Garðars Magnússonar. Mun fyrirtækið reisa þarna blöndunarstöð fyrir loðnumeltu sem verður framleidd til skepnu- fóöurs og síöan flutt út til Dan- Lesendur eru hvattir til þess aö skrifa í blaöiö um þaö sem þeim kann aö liggja á hjarta. Aldurslagasjóöur Framh. af 1. siöu Edda HU 35. 38 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri 1948. Eigandi Björgvin Sveins- son. Guömundur Þór SU 121. 54 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri 1957. Eigandi Þórlind- ur Jóhannsson o.fl. Sævar VE 19. 22 tonna eikar- bátur, smíðaður i Reykjavík 1935. Eigandi Guðmundur Agn- arsson. Eins og sést á ofanrituðu heldur Keflavík áfram aö vera „elliheimili íslenska bátaflot- ans.“ Ef fram heldur sem horfir, verður þess vart langt að biða að aldurslagasjóður fái lögheimili hér ÍKeflavik, og ístaöinnfyrirað sökkva þessum gömlu bátum, verði Suöurnesjamönnum veitt „fyrirgreiðsla" til að eignast þá. Allt er betra en ekkert og ekki virðist ganga vel að fá fyrir- greiðslu til nýrri og hagkvæmari skipakaupa. Allt útlit er þvi tyrir að meðalaldur fiskiskipa sem héöan eru gerð út muni ekki lækka á næstunni. Þá hefur þvi heyrst fleygt meöal gárunganna, aö aldurs- lagasjóöur sé aö íhuga aö gera Suðurnesjamönnum eitt alls- herjar tilboö í bátaflota sinn, þvi hann sé að mestu leyti við þeirra hæfi. merkur í fljótandi formi. Tæki til verksmiðjunnar eru komin til Keflavíkur og hafa legiö í porti Tollvörugeymslu Suðurnesja síðan í marz i vetur og bíða nú uppsetningar. Stefnt er að því að blöndunar- stöðin hefji vinnslu á haust- loðnuvertíðinni. Ný reglu- gerð um flugnám I sumar hefur verið starfandi nefnd á vegum samgönguráðu- neytisins sem hefur haft þaö verkefni að endurskoöa reglugerð um flugnám, og verður hin endurskoðaða reglu- gerð væntanlegabirtfyrir 1. sept. n.k. Eins og sakir standa er svo- lítið á reiki hvaöa rétt útlend próf veita, en eftir þessa endurskoð- un þáfærenginnsemsækirflug- skóla erlendis réttindi til atvinnu- flugs hér nema að hann sanni hæfni sína meö prófi við Fjöl- brautaskóla Suöurnesja. Hægt er þó að sækja um undanþágu, en hún veröur að vera samþykkt af öllum aöilum, þar á meðal Flugmálastjórn og skólans. Menn geta þvíekki lengurfarið til útlanda á stutt námskeiö og komið heim með útlent próf. Það mun hafa verið hægt þar til í fyrra, að hert var á þessu nokkuð, þannig að þeim sem fóru til út- landa var tilkynnt að þeir gætu átt von á þvi aö þeirra skirteini yrðu ekki staðfest af Flugmála- stjórn, en núna er þetta sett inn í reglugerð, að þeir fái þessi rétt- indi ekki nema að undangengnu sérstöku prófi frá FS. ( þessari reglugerö er gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn feli einum aðila allt atvinnuflugnám. Þar stendur að vísu ekki aö það skuli vera Fjölbrautaskóli Suður- nesja heldur aö þaö sé einn aðili á hverjum tíma, og eins og sakir standa þá er FS með þetta nám.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.