Víkurfréttir - 14.08.1980, Síða 9

Víkurfréttir - 14.08.1980, Síða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. ágúst 1980 9 Iðnmeistarar á skólabekk? í sumar fór skólanefnd og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja þess á leit að starf- ræksla yrði leyfð við skólann á svokölluöum meistaraskóla, þ.e. fyrir iðnaðarmenn sem hlotið hafa meistararéttindi, sams kon- ar löggildingarnámskeið og haldin hafa verið í lönskólanum í Reykjavík. Til þess þarf fyrst með mæli iönfræösluráös og síðan heimild ráöuneytis. Meömæli iðnfræösluráös eru komin og tæknimenntunardeild mennta- málaráðuneytisins hefur skýrt frá því að nú sé verið aö vinna aö námsskrá fyrir slíkan meistara- skóla og þetta verði sett af stað hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sama tíma og annars staöar þar sem unnið er að þessum undir- búningi, en það er á Akranesi og Sauöárkróki. Þeir meistarar sem taka þetta námskeiö, sem er að vísu dálítiö stíft, munu fá full réttindi til þess að taka að sér verk á höfuöborg- arsvæöinu, en það hafa iðn- meistarar á Suöurnesjum ekki mátt. Það er fyrir forgöngu Meist- arafélags byggingamanna á Suðurnesjum sem þetta hefur innréttingar Sóltúni 4 - Keflavlk - Simi 3516 Kárl Tryggvason, afmi 1630 Blrglr Vilhjálmsson, sfmi 1208 öll almenn trésmíðavinna jafnt úti sem inni. Smíöum innréttingar, útihurðir og lausfög. Teiknum og gerum föst verðtilboö ef óskað er. veriðgertog hafaÓlafurErlings- son og Flreinn Óskarsson haft forgöngu um þetta af þess hálfu, en hins vegar hefur skólinn staöið að undirbúningi og samningum um þessi mál. Sérmenntað- ur talkennari ráðinn - viö Grunnskói- ann í Keflavík Sérmenntaður talkennari hef- ur nú verið ráöinn viö Grunnskólann í Keflavik. Er það Inga L. Andreasen frá Hafnar- firöi, sem flutt er til Keflavíkur ásamt manni sínum, Matthíasi Viktorssyni, starfsmanni á skrif- stofu félagsmáiafulltrúa Kefla- vikurbæjar Þar sem nú hefur í fyrsta sinn verið ráðinn sérmenntaöur tal- kennari viðskólann, hefurskóla- nefnd fariö þess á leit við bæjar- ráð, aö þaö veiti nú þegar 1.5 millj. króna til tækja- og bóka- kaupa sem sérstaklega eru ætluð til tal- og hjálparkennslu. Á und- anförnum árum hefur verið mikil þörf á slikri kennslu hér og að- eins í örfáum tilfellum reynst unnt að koma börnum með tal- galla i kennslu i Hafnarfirði, Kópavogi eða Reykjavík. Skóla- nefnd leggur áherslu á aö allt verði gert til að þessi sérmennt- aði starfskraftur geti skilaö sem bestum árangri. Að sögn Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra, gekk mjög vel að ráða kennara til skólans fyrir næsta skólaár, og var þeim lokið í maí, nema ráðningu íþrótta- kennara, sem nýbúið erað ráöa i. Fjölda kennaraumsókna varð að visa frá. Þessir tveir drengir héldu hlutaveltu að Akurbraut 2 i Innri-Njarðvik til styrktar lömuðum og fötluðum, og söfnuöu kr. 15.000. Þeir heita Karl Halldór Valsson (t.v.) og Arnar Steinn Sveinbjörnsson Gullbringusýsla, Keflavík og Njarðvík Af gefnu tilefni skal þaö ítrekað, aö hundahald I umdæminu er bannað nema til komi leyfi við- komandi sveitarstjórnar og með þeim skilyrðum, sem reglugeröir um hundahald segja til um. Að kröfu sveitarstjórna og heilbrigðisfulltrúa í umdæminu eru hundaeigendur sem leyfi hafa, hér með brýndir á því að virða reglugerðir við- komandi sveitarfélaga og sérstaklega þau ákvæði er banna alla lausagöngu hunda. Þá tilkynnist hér með hlutaðeigandi, að ákveðið hefur verið að gera gangskör að því að fram- fylgja reglugerðum um hundahald. Lausgangandi hundar í umdæminu sem leyfi er fyrir, verða teknir til geymslu og eigendum þeirra gefinn kostur á því að leysa þátil sín innan 7 daga gegn greisðslu kostnaðar. Ómerktir lausgangandi hundar, hvort sem leyfi er fyrir þeim eða eigi, verður lógað án frekari við- vörunar, enda sé eigi kunnugt um eiganda. Bæjarfógetinn í Keflavík og Njarðvík Sýslumaðurinn i Gullbrlngusýslu AUGLÝSINGASÍMINN er 1760 LEIKHÓLMI Keflavík - Simi 361Q LEIKFÖNG í miklu úrvali. ÚTIGRILL - GRILLKOL UPPKVEIKJULÖGUR Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana 27. ágúst, 10. og 24. september kl. 13-15. ISLENZKUR MARKADUR HF. mmm:

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.