Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 2

Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 2
Veður Hægviðri eða hafgola í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir suðaustanlands, en víða sólskin fyrir norðan. Fremur hlýtt veður. sjá síðu 20 Vegaframkvæmdir í borginni Umferðaræðin þrengd Nokkur truflun varð á umferð vegna framkvæmda við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í gær. Í dag verður Miklabraut fræst og malbikuð til vesturs og umferð hliðrað til á meðan, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m samfélag „Þetta er í rauninni rosa- lega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardag- inn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins. Upplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikil- vægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verð- ur frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrir- sögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svo- kallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niður- lagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undan- farið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það við- haldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ thorgnyr@frettabladid.is Þátttakan stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Þátttakan sé óháð deilunni um veru félagsins innan Samtakanna 78. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. Það er svo mikil- vægt að auka sýnileikann og sýna fjöl- breytnina í flórunni. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi að vanda tók fjöldi fólks þátt í Gleðigöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag, þar á meðal fulltrúar bDSM á Íslandi. Fréttablaðið/Hanna lögreglumál Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rann- sókn lögreglunnar á átökunum í Breiðholti síðastliðið föstudags- kvöld. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Annar mannanna, sem hand- teknir voru í gær, verður í gæslu- varðhaldi út vikuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hinn mað- urinn var úrskurðaður í varðhald um helgina en hann var handtekinn aðfaranótt laugardags. Sérsveit og almennir lögreglu- menn vopnuðust á föstudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að tveimur skotum hefði verið skotið úr byssu fyrir utan söluturn í Iðufelli. Hópur manna hafði safnast fyrir framan söluturninn en hann tvístr- aðist þegar skotum var hleypt af úr haglabyssu. Öll umferð inn í hverfið var stöðvuð um tíma. – ngy, jóe Tveir í haldi vegna átaka í Breiðholti stjórnmál Sigurður Ingi Jóhanns- son forsætisráðherra þarf tíma til að meta afstöðu stjórnarandstöð- unnar til dagsetningar alþingis- kosninganna í haust. Þetta segir Benedikt Sigurðsson, aðstoðar- maður Sigurðar Inga. Leitað var eftir viðbrögðum for- sætisráðherra í kjölfar ummæla þingflokksformanna stjórnarand- stöðunnar í Fréttablaðinu í gær um að óvissa um tímasetningu boðaðra kosninga myndi trufla þingstörfin. Formenn flokkanna ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig knýja megi fram dagsetningu á alþingis- kosningarnar. Haft var eftir Oddnýju G. Harðar- dóttur, formanni Samfylkingarinn- ar, að þingstörfin gætu ekki gengið eðlilega fyrr en búið væri að ákveða kjördag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu geri uppstillingar- starfið erfitt. „Það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem það veit ekki hvort eða hvenær verða haldnar.“ Allir stjórnmálaflokkarnir eru byrjaði að undirbúa kosningar í haust þrátt fyrir óvissu um dag- setningu þeirra. Bjarni vildi ekki bregðast við ummælum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar en hann hefur ítrekað sagt að kosið verði í haust. – ngy Ráðherra þarf tíma til að svara Fjármálaráðherra hefur ítrekað sagt að kosið verði í haust þó dagsetning kosn- inga liggi ekki fyrir. Forsætis- ráðherra hugleiðir viðbrögð við ákalli stjórnarandstöð- unnar um að dagsetning verði ákveðin. 9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 4 -F 2 D C 1 A 3 4 -F 1 A 0 1 A 3 4 -F 0 6 4 1 A 3 4 -E F 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.