Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 6

Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 6
Keisarinn vill losna Akihito, hinn aldni keisari Japans, skýrði þjóð sinni frá því í sjónvarpsávarpi að hann óttaðist að heilsu hans færi að hraka það mikið að hann ætti erfitt með að sinna skylduverkum sem fylgja tigninni. Hann er orðinn 82 ára og hefur aðeins einu sinni áður ávarpað þjóðina í sjónvarpi. Fréttablaðið/EPa TIL LEIGU VANDAÐAR ÍBÚÐIR Í SKIPHOLTI 11-13 í MEÐ EÐA ÁN HÚSGAGNA FRÁ OG MEÐ 15. ÁGÚST Rúmgóðar 2ja herbergja íbúðir með suðursvölum á góðum stað í miðborginni LEIGA Á MÁNUÐI: ÁN HÚSGAGNA KR. 240.000 ME Ð HÚSGÖGNUM KR. 340.000 Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.leigufelagid.is SÍMI: 571 6403- leigufelagid@leigufelagid.is Hjálparstarf Stjórnendur Land- helgisgæslunnar reikna með því að senda flugvél Gæslunnar, TF Sif, í verkefni á vegum Frontex, landa- mærastofnunar Evrópusambands- ins, við Miðjarðarhaf í lok ágúst- mánaðar. Svanhildur Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Frontex óski eftir mismun- andi tækjum frá þeim þjóðum sem stofnunin á samskipti við. Þörfin hverju sinni ráði óskum Frontex. Þjóðirnar taki svo afstöðu til þeirra beiðna. „Núna er það flugvélin sem hefur verið óskað eftir,“ segir hún. Skip Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið að störfum á Miðjarðar- hafi það sem af er ári en í fyrra voru bæði Ægir og Týr í verkefnum á vegum Frontex. Eins og greint var frá á þeim tíma, tóku áhafnir skip- anna þátt í björgun hundraða flótta- manna. Lítið hefur verið greint frá stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf undan farnar vikur. Ástandið er þó enn grafalvarlegt og vinnur Rauði kross Íslands að margvíslegum verk- efnum í þágu þeirra. Atli Viðar Thorstensen, sviðs- stjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, segir að Rauði krossinn styðji verkefni í Líbanon og styðji einnig alþjóðaráð Rauða krossins í Sýrlandi. „Hugsunin með starfinu í Sýrlandi er að gera því fólki sem enn er í Sýr- landi, og annaðhvort getur ekki eða vill ekki fara, kleift að vera áfram,“ segir Atli. Rauði krossinn vinnur með Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og snýst stafið meðal annars um að halda vatnsveitukerfinu gangandi meira og minna. „Það er líka verið að dreifa matvælum, teppum og hrein- lætisvörum til þeirra sem eru á flótta innan Sýrlands og líka þeirra sem eru á sínum heimaslóðum en hafa ekki aðgengi að neinni björgun.“ Í Líbanon styður Rauði krossinn á Íslandi og í Noregi við heilsu- gæslu á hjólum sem veitir flóttafólki almenna heilsugæslu og þjónustu að öðru leyti. Rauði krossinn í Líb- anon veitir þjónustuna en Íslend- ingar og Norðmenn leggja til fé og tæknilega aðstoð. Stuðningurinn í Sýrlandi er svipaður. Íslenskur læknir og hjúkrunar- fræðingur störfuðu í Dohuk í Kúrd- istan í Írak fyrir um það bil ári og einnig hefur sendifólk starfað í Bagdad á vegum Rauða kross Íslands. Þá var íslenskur geðhjúkr- unarfræðingur, Páll Biering, starf- andi í Grikklandi fyrr á árinu og þar hefur einnig María Ólafsdóttir læknir verið starfandi. Atli Viðar segir að Rauði kross Íslands líti á stuðninginn sem verk- efni til langs tíma. Hann nefnir sem dæmi að Líbanon sé smáríki, með um fjórar til fimm milljónir íbúa. Þar sé aftur á móti um ein milljón flótta- manna sem hvorki geti né vilji snúa heim aftur í bráð. Stuðningur Rauða krossins sé því verkefni sem muni vara í nokkur ár. Hann segir utan- ríkisráðuneytið hafa stutt dyggilega við verkefnið. jonhakon@frettabladid.is Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Áætlað er að Dash 8 vél Landhelgisgæslunnar fari í verkefni á Miðjarðarhafi í lok mánaðar. Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. Rauði krossinn veitir aðstoð í Sýrlandi og Líbanon. 30. júlí var 437 flóttamönnum bjargað og voru þeir fluttir til hafnar í Pozzallo á Sikiley. lögreglan handtók fjóra sem grunaðir eru um mansal. Fréttablaðið/EPa Heilbrigðismál Nýlega vottaði Kon- unglega breska lyflæknafélagið (Royal College of Physicians, RCP) sérnám í lyflækningum á Íslandi en þar er um gríðarlega mikilvægt skref að ræða á leið að öflugri Landspítala. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Einn af takmarkandi þáttum íslenskrar heilbrigðisþjónustu er að erfitt hafi verið að bjóða upp á fullt sérnám í lækningum hér á landi, meðal annars vegna  fámennis. Boðið hefur verið upp á fullt sérnám í heimilislækningum og geðlækn- ingum hérlendis en forsvarsmenn þeirra greina hafa hins vegar mælt með því að námslæknar tækju hluta af sérnámi sínu erlendis. Í ýmsum sérgreinum lækninga á Landspítala er keppst við að uppfylla markmið nýrrar reglugerðar, til að geta boðið upp á formlegt sérnám. Við uppbyggingu lyflækninga, eftir að hrun greinarinnar blasti við fyrir tæpum þremur árum, ákváðu ráðu- neyti heilbrigðismála og Landspítali að við endurreisn lyflækninga yrði framhaldsnámið sett í forgang. – sg Sérnám í lyflækningum hér fær vottun Á vef lSH kemur fram að greinum sem læknar geta nú orðið fullnuma í hér á landi fjölgi. Fréttablaðið/VilHElm menntamál Rúmlega 14 þúsund nemendur stunda nám í grunnskól- um í Reykjavík á næsta skólaári, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Skólarnir verða settir 22. ágúst. Þá kemur fram að börn sem setjast á skólabekk í fyrsta sinn verði um 1.500. Gert er ráð fyrir nokkurri fjölg- un á milli ára þar sem árgangur barna sem fædd eru 2010 er nokkuð stór líkt og var með árganginn 2009. – ngy Skólabörnum fjölgar börn að leik í Ísaksskóla í reykjavík. Fréttablaðið/VilHElm atli Viðar thor- stensen, sviðsstjóri hjálpar- og mann- úðarsviðs rauða kross Íslands 9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i ð j U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 5 -1 A 5 C 1 A 3 5 -1 9 2 0 1 A 3 5 -1 7 E 4 1 A 3 5 -1 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.