Fréttablaðið - 09.08.2016, Qupperneq 14
Óskar Ófeigur Jónsson
ooj@365.is
visir.is Ólympíuleikarnir í ríÓ
Hrafnhildur Lúthersdóttir
keppti í 100 m bringusundi
Kepptu í nótt
Vinningshafar eru kynntir
á Facebooksíðu BYKO á
hverjum föstudegi til 19. ágúst.
1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI
FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA
Á TÍMABILINU 1. JÚNÍ - 19. ÁGÚST 2016.
2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR
NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á
www.byko.is/pallaleikur
3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG
GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!
PALLA-
LEIKUR
BYKO
Vertu
með!
Sund Síðustu tólf mánuðir hafa verið
magnaðir fyrir sundkonuna Hrafn-
hildi Lúthersdóttur sem hefur frá og
með Heimsmeistaramótinu í Kazan
2015 tekið hvert skrefið á fætur öðru í
átt að því að fá fulla aðild að elítuhópi
bringusundskvenna heimsins.
Hrafnhildur tók eitt stærsta skrefið
aðfaranótt mánudagsins þegar hún
tryggði sér sæti í úrslitasundinu í 100
metra bringusundi.
„Þetta er mjög stórt fyrir mig enda
stærsta sundmót sem er til fyrir sund-
menn. Jú, jú, við erum með heims-
meistaramótið en það er ekkert í
líkingu við þetta,“ segir Hrafnhildur.
Það hefur verið frábært að fylgjast
með framförum hennar síðustu árin.
Hún virðist alltaf geta tekið næsta
skref og nú er hún komin það langt
að hún skrifar nýjan kafla í íslensku
sundsöguna á hverju stórmóti.
Hrafnhildur lenti í miklu mótlæti
fyrir Ólympíuleikana í London 2012
þegar hún meiddist rétt fyrir leikana
en í stað þessa að brotna þá gaf hún í.
Nú skrifaði hún tvisvar söguna á sama
deginum með því að komast fyrst í
undanúrslit og svo í úrslit á Ólympíu-
leikum. Því hafði íslensk sundkona
aldrei náð fyrir leikana í Ríó.
Hrafnhildur fór í úrslit í tveimur
greinum á HM í Kazan fyrst íslenskra
kvenna í ágúst 2015 og hún vann
þrenn verðlaun á EM í 50 metra laug
í London í maí sem fáa hefði dreymt
um að væri möguleiki fyrir nokkrum
árum. Hún fagnaði 25 ára afmæli sínu
þremur dögum fyrir setningarhátíð-
ina.
„Þegar maður verður eldri þá á
maður ekki endilega að ná því að
verða betri. Sem betur fer þá er það
þannig hjá mér því ég virðist geta
farið hraðar þegar ég þroskast meira
og þá get ég áfram bætt mig,“ segir
Hrafnhildur. Hún nýtir sér allt til þess
að læra meira.
„Það er rosalega gott að geta fengið
athugasemdir frá öllum,“ segir Hrafn-
hildur en auk Jacky Pellerin landsliðs-
þjálfara eru í Ríó Klaus-Jürgen Ohk,
þjálfari hennar hjá SH, og Anthony
Conrad Nesty, þjálfari hennar í Flór-
ída-háskóla í Bandaríkjunum.
Hrafnhildur hefur ekki áhyggjur af
Ég er með þeim bestu
Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér
í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt
varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á Ólympíuleikum.
Stressaðri fyrir
undan rásirnar en
fyrir undan úrslitin
Hrafnhildur lúthersdóttir stress
aðist upp rétt fyrir sund sitt í
undanrásunum og þannig fór
á endanum að hún varð miklu
stressaðri fyrir undanrásirnar en
undanúrslitasundið.
„Ég held að ég hafi sett smá
pressu á mig af því að ég stóð mig
svo vel á em. Þá hugsaði ég með
mér: Ég verð nú allavega að kom
ast í undanúrslitin. annars væri
þetta svo vandræðalegt að verða í
öðru sæti á em og greinilega með
þeim bestu í evrópu en geta svo
ekki komist í undanúrslit,“ segir
Hrafnhildur hlæjandi.
„Það er engin skömm að því en
ég var bara búin að setja svoleiðis
pressu á sjálfa mig. Fyrsta sundið
er líka alltaf svolítið stressandi af
því maður þekkir ekki til. Það er
alltaf gott að nota fyrsta sundið
til þess að læra á þetta allt. Sem
betur fer gekk allt upp og ég
komst áfram,“ segir Hrafnhildur.
því að hún sé að fá of mikið af upplýs-
ingum þegar svona margir þjálfarar
eru að skipta sér af henni.
„Þeir eru allir stilltir inn á það sama.
Þess vegna held ég að mér hafi gengið
svona vel og að ég sé að æfa svona vel.
Það sem ég er að æfa hjá Nesty er svip-
að og það sem ég er að æfa með Klaus
þegar ég fer heim,“ segir Hrafnhildur.
„Þeir eru að hittast í fyrsta skiptið
hérna á þessum leikum. Þegar Klaus
fer yfir þær upplýsingar sem Nesty er
að gefa mér þá segir hann: Ó, já, þetta
er bara það sama og ég myndi gera.
Þeir eru að spila á svipuðum nótum
og það er rosalega þægilegt fyrir mig
að sjá það og vinna með það,“ segir
Hrafnhildur.
Hún hefur góða sögu að segja af
Klaus-Jürgen Ohk. „Ég vinn svo vel
með Klaus. Hann skrifaði upp mark-
mið fyrir mig fyrir heimsmeistara-
mótið í stuttu lauginni 2013. Þar
skrifaði hann að við ætluðum að
komast í úrslit á HM og svo í úrslit á
Ólympíuleikunum. Til þess að gera
það þá gerum við þetta, þetta og
þetta. Svona voru skrefin og hann
skrifaði þetta allt niður og sýndi
mér," segir Hrafnhildur og þetta
stóðst allt.
„Hann sagði mér núna að ég væri
búin að fara eftir öllum skrefunum og
ná þessum árangri. Það er allt búið að
ganga upp og það er rosalega heppi-
legt,“ segir Hrafnhildur og hún er
núna án vafa búin að stimpla sig inn í
hóp bestu bringusundskvenna heims.
„Ég er með þeim bestu, myndi
ég segja, og ég er mjög ánægð með
það. Ég vona líka að þetta geti verið
góð hvatning fyrir yngri sundmenn
heima og hvetji þau að halda áfram
að synda. Þó að maður verði eldri þá
getur maður haldið áfram að bæta
sig,“ segir Hrafnhildur. Hún synti
úrslitasundið í nótt eftir að Frétta-
blaðið var farið í prentun.
9 . á g ú S t 2 0 1 6 Þ R I Ð J u d A g u R14 S p o R t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
sport
pepsi-deild karla
Víkingur - Breiðablik 3-1
01 Árni Vilhjálmsson (8.), 11 Óttar magnús
karlsson (41.), 21 Óttar magnús (72.), 31
Óttar magnús (82.).
Þróttur - Stjarnan 1-1
10 Christian Sörensen (18.), 11 Hilmar Árni
Halldórsson, víti (33.).
FH -KR 0-1
01 kennie Chopart (98.).
Stjarnan missti af tækifæri til að
fara á topp deildarinnar eftir að FH
tapaði fyrir KR, 1-0, með dramatísku
sigurmarki Kennie Chopart í upp-
bótartíma. Stjörnumenn urðu hins
vegar að sætta sig við markalaust
jafntefli við botnlið Þróttar. Blikar
misstu dampinn í toppbaráttunni
eftir 3-1 tap fyrir Víkingi þar sem
hinn ungi Óttar Magnús Karlsson
skoraði þrennu.
Efst
FH 28
Stjarnan 27
Fjölnir 26
Breiðablik 23
Neðst
Víkingur Ó 18
íBV 17
Fylkir 10
Þróttur r 8
Nýjast
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
4
-F
C
B
C
1
A
3
4
-F
B
8
0
1
A
3
4
-F
A
4
4
1
A
3
4
-F
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K