Fréttablaðið - 09.08.2016, Page 16
✿ Fern verðlaun Íslendinga á Ólympíuleikum
Sydney 2000
Vala Flosadóttir
bronS í
StangarStökki
Melbourne 1956
Vilhjálmur
Einarsson
Silfur í
þríStökki
Peking 2008
Handbolta-
landslið karla
SilfurloS angeleS 1984
Bjarni
Friðriksson
bronS í júdó
ÓlympÍuleikar Sumarólympíuleik-
arnir eru nú haldnir í 31. sinn og að
þessu sinni eru þeir komnir alla leið
suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu.
Suður-Ameríka er þá fimmta heims-
álfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu
1896), Norður- og Mið-Ameríku (St.
Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne
1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess
að halda sumarólympíuleikana.
28 af 30 sumarólympíuleikum til
þessa hafa farið fram á norðurhveli
jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja
skiptið komnir suður fyrir miðbaug.
Það að leikarnir fari fram á suður-
hvelinu rifjar upp fyrri tvenna leik-
ana sem hafa verið haldnir sunnan
við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar
góðar minningar og eins og leikarnir
byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólk-
ið farið að bæta nokkrum í sjóðinn.
Við Íslendingar eignuðumst
nefnilega verðlaunahafa á hvorum
tveggja hinum leikunum sem fóru
fram í þessum hluta heimsins, eða
í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu
árum (1956) og í Sydney í Ástralíu
fyrir sextán árum (2000). Það var ein-
mitt á þessum tvennum leikum þar
sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn
vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og
fyrsta íslenska íþróttakonan vann
Ólympíuverðlaun árið 2000.
Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur
Einarsson afreki sem hefur ekki enn
verið bætt þegar hann hlaut silfur-
verðlaun í þrístökki á Ólympíuleik-
unum í Melbourne í Ástralíu. Vil-
hjálmur setti Ólympíumet á mótinu
og átti það í tvo klukkutíma en á
endanum var það Brasilíumaðurinn
Adhemar da Silva sem stökk tíu
sentimetrum lengra en hann. Vil-
hjálmur fékk því silfur en síðan eru
liðin sextíu ár og enginn Íslendingur
hefur gert betur en hann.
Bjarni Friðriksson vann brons-
verðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og
íslenska handboltalandsliðið vann
silfur á Ólympíuleikunum í Peking
2008. Fyrstu og einu Ólympíuverð-
laun íslenskrar konu vann Vala
Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir
fóru síðast fram á suðurhveli.
Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökk-
unum sínum og endaði á því að setja
bæði Íslands- og Norðurlandamet
með því að stökkva yfir 4,50 metra.
Allar aðrar voru búnar að fella í það
minnsta einu sinni þegar Vala fór
yfir 4,50 metra. Á endanum stukku
þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum
(4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá
Ástralíu (4,55) hærra og tóku með
því gullið og silfrið.
Leikarnir í Sydney fyrir sextán
árum buðu ekki aðeins upp á
bronsverðlaunahafa því bæði Örn
Arnarson og Guðrún Arnardóttir
náðu sögulegum árangri, Örn besta
árangri íslensks sundmanns með því
að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og
Guðrún besta árangri íslensks hlaup-
ara með því að ná 7. sæti í 400 metra
grindahlaupi.
Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk
Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir hafa báðar unnið til verð-
launa á stórmótum á síðustu átta
mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og
Aníta Hinriksdóttir komust báðar
í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló
Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar
íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni
fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla
leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá
íslenskum sundmanni síðan, jú, leik-
arnir voru síðast á suðurhveli jarðar.
Það er því efniviður til að ná
góðum árangri í Ríó og halda
kannski uppi þeirri skemmtilegu
hefð að ná sögulegum árangri á
Ólympíuleikum á suðurhvelinu.
Draumur um verðlaun er til staðar
en það að eiga marga keppendur í
úrslitum er einnig mikið afrek.
Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel
Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upp-
lifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess að endurtaka leikinn í Ríó í Brasilíu nú.
Fimleikar Irina Sazonova varð á
sunnudaginn fyrst íslenskra fim-
leikakvenna til að keppa á Ólympíu-
leikum þegar hún varð í 40. sæti í
undankeppni í fjölþraut. Irina var
ellefu sætum frá því að komast í úrslit
en síðasta stelpan sem komst þangað
var Ana Pérez frá Spáni. Irina fékk
samtals 53.200 stig en sú spænska var
með 55.265 stig. Irina stefndi á 54.000
stig fyrirfram en þau hefðu ekki dugað
henni til að komast í hóp þeirra 24
bestu.
Irina náði hæst á tvíslá af ein-
stökum áhöldum eða í 58. sæti en hún
varð í 60. sæti á gólfi, í 64. sæti á jafn-
vægisslá og í 67. sæti í stökki.
Irina Sazonova hefur
þegar sett stefnuna á
að komast aftur á
Ólympíuleikana
eftir fjögur ár og
svo gæti farið að
Ísland eignist í
henni fastagest
á leikunum.
Irina skar sig
nokkuð úr að
einu leyti meðal
keppendanna í fim-
leikakeppni kvenna. Hún
er nefnilega með risastórt húðflúr á
vinstri fætinum. „Ég fékk þetta fyrir
svona ári. Það var mjög sárt að
æfa fimleika með nýtt húð-
flúr,“ viðurkennir Irina.
Húðflúðrið á fætinum er
þó ekki fullgert og hún á
enn eftir að fá meiri lit í
það. Irina er aftur á móti
komin með Ríó 2016
flúrað aftan á hálsinn í
tilefni af því að hún er nú
komin í hóp Ólympíufara.
Það þekkist meðal Ólympíu-
fara, íslenskra sem erlendra. Hér
á myndunum með fréttinni má sjá
þessi tvö húðflúr Irinu. – óój
Sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr
Leikarnir í Ríó eru þeir
fyrstu sem fara fram í Suður-
Ameríku og þeir þriðju sem
fara fram á suðurhveli jarðar.
9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i Ð J u D a g u r16 s p o r t ∙ F r É t t a B l a Ð i Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
5
-1
0
7
C
1
A
3
5
-0
F
4
0
1
A
3
5
-0
E
0
4
1
A
3
5
-0
C
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K