Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 19

Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 19
Þ eim fjölgar mjög, tengil tvinnjeppum bílaframleiðenda, og nú er einn sá at- hygliverðasti kom- inn til landsins, þ.e. Audi Q7 E-Tron. Þessi bíll er risastór, enda vegur hann 2,3 tonn og eiga öflugar rafhlöð- ur bílsins stóran þátt í því. Þess- ar rafhlöður duga hins vegar þessum bíl fyrstu 56 kílómetr- ana í akstri eingöngu á rafmagni og því ættu eigendur bílsins ekki að sjást mjög mikið á eldsneyt- isstöðvum landsins, svo fremi sem þeir aki að mestu um höfuð- borgar svæðið. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tengiltvinn- jeppum á Íslandi síðan þeir fóru að bjóðast og vel hefur einnig selst af slíkum jeppum frá Volvo, Porsche, Mercedes Benz og BMW og ekki vantar eftirspurnina eftir Audi Q7 E-Tron, en hann hefur verið pantaður af hátt í þrjátíu kaupendum sem hvorki hafa séð bílinn, nema á myndum, né próf- að hann í akstri. Mikil eftirspurn eftir tengiltvinnjeppum skýrist líklega að hluta til af því að þeir bera engin vörugjöld sökum lítill- ar mengunar og eyðslu þeirra og eru því á afar hagstæðu verði. Gott verð á tengiltvinnjeppum Það merkilega við flesta tengil- tvinnjeppa þá sem komnir eru hingað til lands er að þeir eru annaðhvort sáralítið dýrari eða hreinlega ekki dýrari en dísil- útfærslur sömu jeppa. Það á við Audi Q7 E-Tron sem á verðlista- verði er örlítið dýrari en dísilút- færslan, en er hins vegar betur búinn og ef þeim búnaði væri bætt við dísilútgáfuna, yrði sá dýrari. Verðið á Audi Q7 E-Tron er 11.990.000 kr. og verður það að teljast hóflegt fyrir svo magnað- an bíl sem er svo miklu öflugri en dísilútgáfan og auk þess talsvert eyðslugrennri. Magnað ökutæki sem eyðir engu Bílablað Fréttablaðsins fékk að prófa fyrsta og eina eintakið sem komið er til landsins og reynd- ist það mikil upplifun. Bíllinn er allt í senn einn þægilegasti bíll sem ökumaður hefur reynt, með allra öflugustu jeppum, frábær- lega búinn, að ógleymdri fárán- lega lítilli eyðslu hans. Meira að segja í lengri akstri utan borg- armarkanna, þar sem rafmagns- hleðsla bílsins þvarr, reyndist bíllinn eyða um 6 lítrum og er það nær óhugsandi fyrir svo stór- an og þungan bíl. Ekki á nokkurn hátt fannst fyrir þyngd bílsins og er hann eins og nettur fólks- bíll í akstri og svo undarlega ljúf- ur og þægilegur. Ekki þarf svo að spyrja að fráganginum í inn- réttingu bíls frá Audi, það fer um flesta sæluhrollur að opna dyrnar á Q7 E-Tron. Eru þeir að taka yfir söluna hér? Það er margt sem bendir til þess að með auknu framboði tengil- tvinnjeppa muni þeir að miklu leyti taka yfir sölu jeppa á Ís- landi, en það helgast þá af góðu verði þeirra í samanburði við jeppa með brunavélum eingöngu, sem falla í hærri vörugjalds- flokka. Undantekningin gæti þó verið í formi Land Cruiser jepp- ans frá Toyota sem ávallt heldur vinsældum sínum. Hjá Brimborg, þar sem seldur er Volvo XC90 T8 jeppinn, sem einnig er tengil- tvinnbíll líkt og Audi Q7 E-Tron, fengust þær upplýsingar að mikil eftirspurn sé eftir tengiltvinn- bílaútgáfu jeppans og sömu sögu er að segja um sölu Porsche Cay- enne jeppans frá Bílabúð Benna. Áframhaldandi velgengni þess- ara tengiltvinnjeppa veltur þó á því að framlenging verði á núver- andi ívilnunum fyrir umhverfis- væna bíla á Íslandi. Taka TengilTvinnjeppar yfir söluna? Vel á þriðja tug keyptu tengiltvinnjeppann Audi Q7 E-Tron hérlendis án þess að sjá hann eða prófa. Hann er fyrsti hybrid-jeppinn með dísilvél, er 373 hestöfl, eyðir 1,9 lítrum og er með 1.410 km drægi. BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: Bílar 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 5 -2 4 3 C 1 A 3 5 -2 3 0 0 1 A 3 5 -2 1 C 4 1 A 3 5 -2 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.