Fréttablaðið - 09.08.2016, Qupperneq 20
Bílasala á Íslandi hefur verið
með miklum ágætum það sem
af er ári og í lok júlí hafa verið
seldir 14.832 bílar. Af þeim
hefur BL selt 3.937 bíla, en
Hekla kemur næst þar á eftir
með 2.635 selda bíla. Í þriðja
sæti rétt á eftir er svo Toyota
með 2.529 Toyota og Lexus bíla,
en Toyota er sem fyrr lang
söluhæst einstakra bílamerkja.
Fjórða söluhæsta umboðið er
Brimborg með 1.807 selda bíla
og í því fimmta er Askja með
1.459 bíla. Bílabúð Benna er
með 838 selda bíla, Bernhard
736 bíla, Suzuki 637 og aðrir
innflytjendur með 254 selda
bíla.
Mesta aukningin í seldum
bílum samanborið við sama
tímabil í fyrra er hjá öðrum
innflytjendum, eða um 115%,
og munar þar mestu um tilkomu
nýs innflytjanda með Fiat og
Chrysler bíla. Næstmesta aukn
ingin er hjá Bernhard, eða 86%,
og þriðja mest hjá BL, eða 68%.
Í fjórða sæti kemur svo Toyota
(40%), þá Brimborg (38%), svo
Hekla (34%), Askja (21%), Bíla
búð Benna (4%), en 9% minnk
un hefur orðið í sölu milli ára
hjá Suzuki.
Ef einstaka bílgerðir sölu
hæsta umboðsins, BL, eru skoð
aðar er mest selt af Hyundai
bílum, eða 1.145, og aukning
in þar er 91%. Næst á eftir
kemur Renault með 797 selda
bíla og 45% aukningu. Þriðja
söluhæsta merki BL er Nissan
með 761 bíl (52% aukning), svo
Dacia 541 (81%), þá Subaru með
286 (30%), Jaguar Land Rover
217 (44%), BMW 159 (134%) og
Isuzu 31 (3%).
Athygli vekur 134% aukning
í sölu BMW bíla, sem og mikil
aukning í sölu ódýrra Dacia bíla
uppá 81%.
14.832 bílar seldir
BL með 3.937 bíla, Hekla 2.635 bíla og Toyota 2.529.
Bristol Cars er 71 árs lúxusbíla
framleiðandi sem legið hefur í
láginni og hefur ekki framleitt
einn einasta bíl í 10 ár, en árið
2011 urðu eigendaskipti á fyrir
tækinu. Allar götur síðan hefur
verið unnið að smíði þessa bíls,
Bristol Bullett. Hann er eins og
fyrri bílar Bristol Cars, alger
lúxusbíll með krafta í kögglum
og ætlaður fjáðum kaupendum.
Þessi blæjubíll er með 4,8 lítra
V8 vél frá BMW sem er 370 hest
öfl og tengd við annaðhvort bein
skiptinu eða sjálfskiptingu sem
báðar eru einnig frá BMW. Bíll
inn er aðeins 3,8 sekúndur í 100
km hraða, enda vegur hann að
eins 1.100 kíló. Hámarkshraðinn
er takmarkaður við 250 km/klst.
Yfirbygging bílsins er að stórum
hluta úr koltrefjum og innrétt
ingin er afar ríkuleg, með púss
uðu krómi, viðarleggingum og
koltrefjaflötum og sætin eru úr
hágæðaleðri.
Eins og margur blæjubíllinn
er hann aðeins ætlaður fyrir tvo
farþega. Bristol Cars ætlar að
setja þennan fríða bíl á markað
á næstu mánuðum og það mun
gleðja margan áhugamanninn
um breska sportbíla fortíðar
innar. Eins og áður hefur komið
fram er Bristol Bullett ætlað
ur þeim efnameiri sem punga
verða út 39 milljónum króna
fyrir eintak af bílnum. Bílar
Bristol Cars hafa ávallt verið
handsmíðaðir og það á einn
ig við um þennan bíl, en Bristol
Cars hefur aldrei smíðað fleiri
en 200 bíla á ári. Svo vel eru
þessir bílar Bristol Cars smíð
aðir að af öllum þeim bílum sem
fyrirtækið hefur smíðað í 71 árs
sögu þess eru 70% þeirra ennþá
á götunum.
bristol bullett
er bresk fegurð
Handsmíðaður og kostar 39 milljónir króna.
Bristol Bullett.
Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri
helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki
verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá
þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við
dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og sölu
andvirði bíla þess jókst um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnað
ur af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn,
forstjóri Renault, segir að þennan góða hagnað megi þakka nýjum bíl
gerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla, hvort sem þeir
eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega
sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum
bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni.
Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault
aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna
innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum
ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll
úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið á um helming af veltu Volks
wagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi
ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn
um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir
5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum
markaðssvæðum, svo sem í Bandaríkjunum, SAmeríku og Rússlandi.
Hagnaðaraukning Renault 41%
en 12% niður hjá Volkswagen
Renault og Volkswagen.
Það er ekki fátítt meðal bílafram
leiðenda að kaupa eintök af bestu
bílum annarra bílaframleiðenda til
að sjá hvernig þeir eru smíðaðir og
læra af því. Það gerði einmitt Honda
er það festi kaup á Porsche 911 GT3
bíl svo þeir gætu gert Acura NSX
bíl sinn betur úr garði. Það skondna
er að þeir hjá Porsche fundu út úr
því, eftir miklum krókaleiðum,
hver kaupandinn var og skildu eftir skilaboð undir húddi bílsins sem á
stóð: „Gangi ykkur vel hjá Honda. Sjáumst hinum megin. Porsche.“ Erf
itt er að rýna í hvað það þýðir hjá Porsche að sjást hinum megin og ef til
vill meinar Porsche að fyrirtækin muni mætast á keppnis brautunum og
þar eru bílar Porsche ávallt þeir sigurstranglegustu. Ljóst má þó vera
að kaldhæðnin var í forgrunni í þessum skilaboðum og þau hafa eflaust
komið starfmönnum Honda á óvart er þeir opnuðu húdd bílsins. Honda
er að vinna að framleiðslu nýs Acura NSX (Acura er lúxusbílamerki
Honda og bílar Acura eru aðallega seldir í Bandaríkjunum) í nýrri há
tækniverksmiðju fyrirtækisins í Ohio í Bandaríkjunum og þar var með
fylgjandi mynd tekin af bílnum sem Honda keypti af Porsche.
Honda keypti Porsche 911 GT3
með skilaboðum frá Porsche
Hyundai, eins og margur annar bílaframleiðandinn, hefur uppi mikil
áform um smíði vetnisbíla. Hyundai er sem stendur með eina bílgerð til
sölu sem knúin er áfram af vetni, eða Hyundai Tucson Fuel Cell. Allt
frá því Hyundai kynnti vetnistilraunabílinn Intrado á bílasýningunni
í Genf árið 2014, sem hér sést á mynd, hefur Hyundai greint nokkrum
sinnum frá því að nýr vetnisbíll fyrirtækisins verði stærri bíll en Tuc
son vetnisbíllinn og muni liggja á milli þess að teljast jeppi og jeppling
ur. Í þessum nýja vetnisbíl Hyundai verður vetnisdrifrás sem krefst
minna af platínu en í Tucson bílnum, hann verður með stærri rafhlöð
ur og minni mótora. Bíllinn á að komast 600 kílómetra á fullri hleðslu
vetnis og verða því mjög langdrægur. Hyundai stefnir að því að þessi
bíll komi á markað árið 2018 og nefnir að það ár muni Hyundai nýta sér
að vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Pyeongchang í SKóreu og að
fyrirtækið ætli að kynna bílinn í tengslum við leikana.
Nýr vetnisbíll Hyundai árið 2018
Hyundai Intrado.
Porsche vinnur nú hörðum hönd
um að þróun fyrsta hreinræktaða
rafbíls síns, Mission E, og til þess
þarf greinilega mikinn mann
skap. Porsche hefur nú ráðið
1.400 nýja starfsmenn vegna
hans. Upphaflega var meiningin
að ráða 1.000 manns en nú hefur
400 verið bætt við. Þessi Mission
E bíll á að keppa við Tesla Model
S bílinn og sýnilegt er að Porsche
er mikil alvara í samkeppninni.
Um 1.200 þessara nýju starfa
eru í Zuffenhausen í nágrenni
Stuttgart, þar sem bíllinn verð
ur smíðaður. Porsche segir að
mikil samkeppni sé um hæft fólk
og mikil barátta um besta fólkið
á milli bílaframleiðenda. Mission
E bíllinn verður, eins og margur
annar bíllinn frá Porsche, mikið
kraftatröll enda er hann 600 hest
öfl og tekur sprettinn í 100 km
hraða á 3,5 sekúndum og bætir
með því tíma Porsche 911 Carr
era um 0,7 sekúndur þó svo hann
sé ekki eins snöggur og Porsche
911 Turbo S. Mission E á að kom
ast 500 km á hverri hleðslu.
Porsche hefur fjölgað starfs
fólki sínu um helming frá árinu
2010, en þar vinna nú 26.200
manns. Er það ekki síst vegna
mikillar eftirspurnar eftir Porsc
he Macan og Cayenne bílun
um, sem renna út eins og heitar
lummur. Porsche fær um 140.000
umsóknir á hverju ári og starfs
mannavelta Porsche er aðeins
0,6% á ári og því er augljóst að
það er gott að vinna hjá fyrir
tækinu. Porsche hyggst fjárfesta
fyrir 134 milljarða króna vegna
þróunar Mission E bílsins og er
það mikið fé fyrir ekki stærra
fyrirtæki. Með því sést hve
mikla áherslu Porsche og móður
fyrirtæki þess, Volks wagen, ætla
að leggja á smíði rafmagnsbíla í
framtíðinni.
Porsche Mission e
skaPar 1.400 ný störf
Porsche Mission E.
bílar
Fréttablaðið
2 9. ágúst 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
5
-1
F
4
C
1
A
3
5
-1
E
1
0
1
A
3
5
-1
C
D
4
1
A
3
5
-1
B
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K