Fréttablaðið - 09.08.2016, Page 24

Fréttablaðið - 09.08.2016, Page 24
Ávalar og bognar línur en Subaru-svipurinn leynir sér ekki InnréttIngIn er mjög kunnugleg Subaru- eigendum og fremur látlaus FarangurSrýmIð er 522 lítrar, meira en í Ford mondeo Subaru Levorg Finnur thorlacius reynsluakstur Þ að var með örlitlum beyg sem greinar- ritari settist upp í Subaru Levorg þar sem hann er ein- ungis í boði með lít- illi 1,5 lítra DIT vél og lék því grunur á að bíllinn væri vélarvana. Sá ótti reyndist óþarfur því þessi vél er hreint mögnuð og skilar 170 hestöfl- um til allra hjólanna. Að sjálf- sögðu er þessi vél af boxer-gerð eins og allar vélar frá Subaru, þ.e. með þverstæða strokka sem færir þyngdarpunkt bíls- ins niður og bætir með því aksturseiginleika hans. Að auki reyndist þessi vél ári sparsöm og eftir langa sveitarferð upp í Hreppa og víðar var meira en helmingur eftir á tankin- um. Þessi litla vél er jafn öflug og 2,5 lítra vélar Subaru sem finna mátti í ýmsum bílgerðum framleiðandans. Subaru Levorg er kærkomin gerð Subaru-bíla eftir að Legacy-bíllinn var ekki lengur í boði hérlendis, en þessi bíll er ámóta að stærð og með álíka flutningsrými, sem er svo ríflegt að þessi bíll er kjörinn ferðabíll. Ekki reyndist mikið mál að ferðast með heilt fjalla- hjól aftur í honum, án þess að taka það neitt í sundur. Styttri en legacy en sami undirvagn Margt gott er að segja um þennan bíl, nema þá helst nafnið. Levorg er ekki beint þjált nafn og þýðir hreinlega ekki neitt. Stafirnir í nafninu eru fengnir frá forveran- um Legacy, og orðunum Revolu- tion og Touring, en síðasta orðið lýsir einmitt bílum með þetta lag. Nokkuð langsótt og ef til vill lýs- andi fyrir oft á tíðum misheppn- uð og illskiljanleg heiti japanskra bíla. Levorg var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókýó árið 2013 en kom á markað í Japan árinu síðar og í Evrópu í fyrra. Hann er með sama undirvagni og Impr- eza- og Legacy-bílarnir en Leg- acy er enn í boði á ýmsum mörk- uðum. Levorg er einum 15 cm styttri en síðasta gerð Legacy en Subaru-menn segja að hann bjóði samt upp á meira pláss og það skal staðfest að bíllinn er mjög rúmur fyrir alla farþega og nóg pláss eftir fyrir farangur. mikið rými og látlaus innrétting Levorg er fremur fallega teikn- aður bíll með ávalar og bognar línur en nær þó ekki að vera mjög sportlegur. Innanrými bílsins er smekklegt, án mikilla stæla og er það skiljanlegt, en þar er ekki mikill íburður. Innréttingin er mjög kunnugleg Subaru-bíleig- endum og ekki hafa orðið miklar framfarir í framsetningu hennar, en þó er efnisnotkunin örlítið ríkulegri og stýrið flott og með þægilegum hnöppum. Framsætin eru með þeim þægilegri, halda vel utan um ökumann og í þeim þreytist hann lítið. Höfuðrými aftur í leyfir hávaxið fólk og fóta- rými er fínt. Skottið er 522 lítra, KærKominn arftaKi Legacy Arftaki Legacy, Subaru Levorg, er 15 cm styttri en með meira rými. Hann er með smárri 1,5 lítra en feikiöflugri 170 hestafla vél og einni bestu reimasjálfskiptingu sem um getur. Er einkar góður akstursbíll. BíLar Fréttablaðið 6 9. ágúst 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 4 -F 7 C C 1 A 3 4 -F 6 9 0 1 A 3 4 -F 5 5 4 1 A 3 4 -F 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.