Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 40
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
9. ágúst 2016
Tónlist
Hvað? Reykjavík Classics
Hvenær? 12.30
Hvar? Eldborgarsalur Hörpu
Viðburður sérstaklega ætlaður
túristum með dálæti á klassískri
tónlist. Þarna spila færustu hljóð-
færaleikarar landsins meistara-
verk tónlistarsögunnar og standa
hverjir tónleikar yfir í hálftíma án
hlés. Miðaverð er 3.500 krónur og
hverjum miða fylgir tíu prósenta
afsláttur af hádegismat í veitinga-
stöðum Hörpunnar.
Hvað? Vegir ástarinnar − Les chemins
de l’amour
Hvenær? 20.30
Hvar? Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sópraninn Hrafnhildur Árna-
dóttir Hafstað og píanóleikarinn
Ingileif Bryndís Þórsdóttir leika
á síðustu tónleikum sumarsins í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Á efnisskránni eru ástríðufull,
einlæg og seiðandi sönglög eftir
Richard Strauss, Francis Poulenc,
Erik Satie, Gabriel Fauré og Rey-
naldo Hahn.
Hvað? Markus Eriksson kvartett
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hostel
Kvartett sænska gítarleikarans
Markus Eriksson kemur fram á
Kex hosteli í kvöld. Með Markus
leika þeir Hjörtur Stephensen á
gítar, Birgir Steinn Theódórsson á
kontrabassa og Óskar Kjartansson
á trommur. Leikin verður frum-
samin tónlist í bland við þekkta
standarda. Markus gaf nýverið
út plötuna Två komma null og
hefur hún fengið góðar viðtökur.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Hvað? John Hollenbeck, Skúli Sverris-
son & Hilmar Jensson
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2
Tónleikar með bandaríska tón-
skáldinu og slagverksmanninum
John Hollenbeck, tónskáldinu og
bassaleikaranum Skúla Sverrissyni
og tónskáldinu og gítarleikaranum
Hilmari Jenssyni. Rætur Hollen-
becks liggja í djassi, heimstónlist
og skrifaðri nútímatónlist. Hann
hefur hlotið fjórar tilnefningar til
Grammy-verðlauna og starfað með
mörgum helstu stjörnum spuna-
geirans og tónlistarmönnum á
borð við Bob Brookmeyer, Fred
Hersch og Tony Malaby. Miðaverð
er 2.000 krónur.
Uppákomur
Hvað? Buffy & Angel á Gauknum:
þættir 14
Hvenær? 19.30
Hvar? Gaukurinn
Horft verður á þætti númer fjórtán
úr Buffy og Angel. Texti á ensku og
allir velkomnir.
Hvað? Furðukvöld og barhangs: Icecon!
Hvað er Icecon? Hvers vegna Icecon?
Hvenær? 20.00
Hvar? Stúdentakjallarinn, Háskólatorgi
Skipulagshópur Icecon: Furðu-
sagnahátíðar á Íslandi efnir til
óformlegrar kynningar á hátíð-
inni, ræðir um hvað hún snýst og
hvers vegna hún er haldin. Einnig
verður bryddað upp á almennum
umræðum um furðumenningu.
Tilboð á barnum og allir vel-
komnir. Hátíðin verður haldin 28.
til 30. október næstkomandi.
Hvað? Kertafleyting
Hvenær? 22.00
Hvar? Við Minjasafnstjörnina á Akureyri
Kertafleyting við Minjasafns-
tjörnina á Akureyri til minningar
um þá sem fórust þegar Bandarík-
in vörpuðu kjarnorkusprengjum
á Hiroshima og Nagasaki árið
1945. Jóhann Ásmundsson verður
með hugvekju og kerti verða á
staðnum.
Hvað? Möntrukvöld með Hugrúnu
Fjólu Sukhpreet Kaur
Hvenær? 20.30
Hvar? Jógasetrið, Skipholti 50c
Söngkonan, lagasmiðurinn og
kundalinijógakennarinn Hug-
rún Fjóla Sukhpreet Kaur leiðir
möntrusöng í Jógasetrinu í kvöld.
Miðaverð er 2.000 krónur.
Listamannaspjall
Hvað? Litlir heimar / Small Worlds
Hvenær? 17.00
Hvar? Herðubreið, Skaftfelli
Listamannaspjall og opnar
umræður um áhrif ferðamanna-
straumsins á Seyðisfjörð. Jessica
Auer, gestalistamaður Skaftfells,
deilir myndrænni rannsókn sinni
á áhrifum ferðaþjónustunnar víðs-
vegar um heiminn og fjallar um
hvernig sjálfsmynd staðanna hefur
breyst með auknum straumi ferða-
manna. Í kjölfar kynningarinnar
verður gestum boðið til umræðu
um það hvernig Seyðfirðingar geta
haldið áfram að byggja upp ferða-
þjónustuna í bænum en á sama
tíma varðveitt og virt samfélagið
og menningu þess.
Dans
Hvað? Dans í dimmu #46
Hvenær? 18.50
Hvar? Dansverkstæðið, Skúlagötu 30
Klukkutími þar sem dansað er
í dimmu. Tíminn kostar 1.000
krónur en einnig er hægt að kaupa
fimm skipta kort á 3.000 krónur.
Fyrirlestrar
Hvað? Loftslagsbreytingar: Hvað þarf
að gera og af hverju erum við ekki að
því núna?
Hvenær? 20.00
Hvar? Suðurgata 10
Í maí síðastliðnum kom saman
hópur fólks í Reykjavík til að
ræða hvaða breytingar þyrftu
að eiga sér stað á sviði efnahags,
samfélags, alþjóðasamstarfs og
lýðræðis til þess að unnt væri að
berjast gegn loftslagsbreytingum
og takast á við afleiðingar þeirra
á sama tíma. Efni fyrirlestursins
styðst við þær umræður sem áttu
sér stað á fundinum og dregur
fram þau leiðarstef sem fundar-
menn töldu að vænlegt væri að
fylgja. Ætlunin er að þróa áfram
þessar hugmyndir með því að
kafa dýpra í þýðingu þeirra, innri
mótsagnir og nauðsynlegar fórnir.
Erfiðasta spurningin er þó hvort
almenningur og fjöldahreyfingar
hafi yfirhöfuð vald til að bregðast
við. Umsjón hefur Finnur Guð-
mundarson Olguson og eru allir
velkomnir á fyrirlesturinn.
Hvað? Veganismi og kostir hans fyrir
dýrin, heilsuna og jörðina: Tegunda-
hyggja og löglegt ofbeldi á dýrum
Hvenær? 17.30
Hvar? Suðurgata 10
Róttæki sumarháskólinn stendur
fyrir fyrirlestri þar sem rædd verða
rök fyrir veganisma, dýraréttind-
um og frelsun dýra. Fjallað verður
um aktívisma og hvað er hægt að
gera til þess að tryggja dýrum rétt
til lífs og frelsis. Einnig verða áhrif
kjötræktunar á umhverfið og heils-
una rædd og fjallað um þjáningu
dýra og dýradráp út frá siðferði-
legu sjónarmiði.
Sýningar
Hvað? Íslenska teiknibókin
Hvenær? 10.00
Hvar? Flói, Hörpu
Íslenska teiknibókin er handrit í
vörslu Stofnunar Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum í
Reykjavík. Teiknibókin er einstæð
meðal íslenskra miðaldahandrita
og ein af fáum fyrirmyndabókum
sem varðveist hafa í Vestur-Evr-
ópu. Miða á sýninguna er hægt
að nálgast á harpa.is og kosta þeir
1.500 kr.
Hvað? Þögul leiftur
Hvenær? 11.00
Hvar? Esja, Hörpu
Þögul leiftur er ljósmyndasýning
Vesturfarasetursins en hún var
opnuð 13. mars síðastliðinn.
Ljósmyndasýningin var þó fyrst
opnuð á Hofsósi árið 2003 og
er eftir hinn þekkta sagn- og
ættfræðing Nelson Gerrard. Á
sýningunni eru nærri 400 ljós-
myndir af íslenskum landnemum,
en sýningin veitir innsýn í andlits-
ljósmyndun vestanhafs á tímum
vesturferða á árunum 1870 til
1910. Miða er hægt að nálgast á
harpa.is og kosta þeir 1.500 kr.
Hvað? Bowie – The Sessions
Hvenær? 11.00
Hvar? Esja, Hörpu
Ljósmyndasýningin Bowie –
The Sessions eftir hinn heims-
fræga Gavin Evans er nú opin í
sýningarsal Hörpu. Sýningin er
opin á hverjum degi frá kl. 11.00 til
18.00. Gavin Evans hefur einstakt
auga fyrir andlitum. Hann hefur
myndað stjörnur á borð við Juli-
ette Binoche, Daniel Craig, Dusty
Springfield, Iggy Pop, Björk Guð-
mundsdóttur og Nick Cave. Miða
á sýninguna er hægt að nálgast
á harpa.is og kosta þeir 1.500
krónur.
Hvað? How to become Icelandic in 60
minutes
Hvenær? 19.00
Hvar? Kaldalón, Hörpu
Leiksýning sem sýnd er á ensku,
samin af Bjarna Hauki Þórssyni
og leikstýrt af Sigurjóni Sigur-
jónssyni. Leikarar eru Karl Ágúst
Úlfsson og Örn Árnason. Sýningin
er sambland af söguleikhúsi og
uppistandi þar sem reynt verður
að kenna þeim sem sýninguna
sækja að verða Íslendingar. Þetta
er sprenghlægileg klukkustundar-
löng sýning sem er ætluð þeim
sem vilja læra hvað það er að vera
Íslendingur.
Líkt og vikulega fer fram djasskvöld á Kex hosteli. FréttabLaðið/SteFánSíðustu sumartónleikarnir fara fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld.
9 . á g ú S T 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R24 M e n n I n g ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
x
FPO
FRÁ MANNVERUNUM SEM GERÐU AULINN ÉG
Sýningartímar á eMiði.is, miði.is og smarabio.is
FORSALA
HAFIN
TURANDOT
Í beinni
15. september
í Háskólabíói
ÞRIÐJUDAGST
ILBOÐ
ÞRIÐJU
DAGST
ILBOÐ
ÞRIÐJU
DAGST
ILBOÐ
ÞRIÐJU
DAGST
ILBOÐ
ÞRIÐJU
DAGST
ILBOÐ
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 3:30
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 3:50, 6, 8
BAD MOMS 5:40, 8, 10
JASON BOURNE 10:30
GHOSTBUSTERS 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG
ÁLFABAKKA
SUICIDE SQUAD 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
SUICIDE SQUAD 2D KL. 2:50 - 6 - 8:40 - 10:40
SUICIDE SQUAD 2D VIP KL. 12 - 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40
LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 3D KL. 12 - 2 - 4
LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 2D KL. 1 - 3:10 - 5:50
JASON BOURNE KL. 8 - 10:30
STAR TREK BEYOND 2D KL. 5:30 - 8 - 10:40
THE BFG KL. 12:30 - 3 - 5:30 - 8
LEITIN AÐ DÓRU ÍSLTAL 2D KL. 1 - 3:20
RIBBIT ÍSLTAL KL. 12:50 (400 KR.)
KEFLAVÍK
SUICIDE SQUAD 3D KL. 8 - 10:40
SUICIDE SQUAD 2D KL. 5:20
LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 3D KL. 5:50
JASON BOURNE KL. 8
STAR TREK BEYOND 2D KL. 10:40
AKUREYRI
SUICIDE SQUAD 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
STAR TREK BEYOND 3D KL. 8
NOW YOU SEE ME 2 KL. 10:40
LEITIN AÐ DÓRU ÍSLTAL 2D KL. 5:40
SUICIDE SQUAD 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
SUICIDE SQUAD 2D KL. 6:20 - 9
NOW YOU SEE ME 2 KL. 8
THE LEGEND OF TARZAN 2D KL. 10:40
LEITIN AÐ DÓRU ÍSLTAL 2D KL. 5:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
EGILSHÖLL
SUICIDE SQUAD 3D KL. 5:20 - 8 - 10
SUICIDE SQUAD 2D KL. 7 - 10:40
JASON BOURNE KL. 5:20 - 8 - 10:30
LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 2D KL. 5:20
NOW YOU SEE ME 2 KL. 10:20
THE LEGEND OF TARZAN 2D KL. 8
83%
ENTERTAINMENT WEEKLY
Hér er Bourne upp á sitt besta
VARIETY
Stærsta mynd
sumarsins er komin
HITFIX
MORGUNBLAÐIÐ
7.1
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
3
5
-0
6
9
C
1
A
3
5
-0
5
6
0
1
A
3
5
-0
4
2
4
1
A
3
5
-0
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K