Fréttablaðið - 19.09.2016, Side 2

Fréttablaðið - 19.09.2016, Side 2
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Veður Suðlæg átt í dag, 5-15 m/s, einna hvass- ast austanlands og allvíða skúrir, en styttir þó upp norðaustan til síðdegis. Hiti 6 til 11 stig. sjá síðu 16 Fimm skyttur á leið til Eistlands að skjóta elgi Skyttur Frá vinstri. Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og Harpa Hlín Þórðardóttir. Konurnar munu halda til Eistlands í október til að veiða elgi. „Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona ferð. Við lærum inn á siði og veiðivenjur, að umgangast skóginn og bráðina og margt fleira. Við kynnumst líka veiðikonum frá öðrum löndum,“ segir Harpa. Fréttablaðið/gva samfélag „Birta er alveg í skýjunum og hefur labbað um alla helgina hér heima með auglýsinguna og sýnt öllum,“ segir Jóna María Ásmunds- dóttir um sex ára dóttur sína, Birtu Möller, sem sat fyrir í auglýsingu Hagkaupa sem birtist sl. föstudag í Fréttablaðinu. Auglýsingin hefur vakið nokkra athygli en þar má sjá Birtu með bros á vör í rauðum snjó- galla. „Hún er ógurlega stolt,“ bætir Jóna María við. Ástæðan fyrir athyglinni er ekki síst sú að Birta er með þroska- hömlunina Downs-heilkenni en fátítt er hér á landi að fólk með slíka hömlun sitji fyrir í auglýsingum. Jóna María var ekki í minnsta vafa um að leyfa dóttur sinni að taka þátt þegar Hagkaup spurði hana, en hún er starfsmaður fyrirtækisins. „Hag- kaup tók skref í rétta átt með þessu, því þarna var fyrirtækið að víkja frá svokölluðum staðalímyndum sem ráða för í hinum stóra auglýsinga- heimi.“ Hún kveðst hafa fundið fyrir sterkum og jákvæðum viðbrögðum við auglýsingunni um helgina, m.a. á Facebook. „Sumir segja hversu frábært það er að notuð séu módel sem eru með þroskafrávik. Aðrir sjá þó bara káta krakka úti í fallegri náttúru og eru kannski ekki mikið að pæla í hvernig þeir líta út.“ Jóna María telur að það geti skipt s kö p u m f y r i r f r a m t í ð e i n - staklinga í sömu sporum og dóttir hennar er, að fjöl- breytileiki sé áber- andi. „Fólk með þ r o s k a h ö m l u m hefur væntingar til lífsins eins og aðrir. Þau vilja gera það sem þau dreymir um, t.d. til að vinna við það sem þau hafa áhuga á, eignast maka, stunda íþrótt- ir og allt það sem þau hafa ástríðu fyrir. Þau geta alveg lært hluti eins og allir aðrir, en þurfa að fá tækifæri og stuðning til að gera það,“ segir hún og  vonast til að auglýsingin virki sem hvatning fyrir aðra. „Ég skora á auglýsingastofur og fyrirtæki að gefa fólki tækifæri til að leika eða að sitja fyrir í aug- lýsingum hvort sem viðkomandi er með þroskafrávik eða aðrar fatl- anir. Það skiptir máli að gefa öllum tækifæri því það gerir lífið svo miklu skemmtilegra,“ segir Jóna María. hlh@frettabladid.is Skiptir máli að gefa öllum tækifæri Móðir sex ára stelpu með þroskahömlun skorar á fyrirtæki og auglýsingastof- ur að veita einstaklingum með þroskafrávik og aðra fötlun tækifæri til að sitja fyrir í auglýsingum. Auglýsing sem birtist í Fréttablaðinu hefur vakið athygli. Mæðgurnar birta Möller Óladóttir og Jóna María Ásmundsdóttir. stjórnmál Unnur Brá Konráðs- dóttir fór ekki fram á að vera færð ofar á lista Sjálfstæðismanna í Suður kjördæmi eftir að hafa hafnað í 5. sæti í prófkjöri flokksins á dög- unum. Hún var  aftur á móti  færð upp í 4. sætið í gær þegar kjör- dæmisráð flokksins í kjördæminu gekk frá endanlegum framboðslista. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hafði áður hafnað í 4. sæti, en þáði ekki sætið. „Ég var mikill talsmaður þess að farið var í prófkjör þannig að þá verður maður að sætta sig við það sem maður ber úr býtum,“ sagði Unnur um niðurstöðu prófkjörsins í samtali við Fréttablaðið í gær, en hún vildi ekki tjá sig um niðurstöð- una fyrr en kjördæmisráðið væri búið að koma saman. Hún segist vitaskuld hafa viljað sjá betri niðurstöðu fyrir sig í próf- kjörinu, en bendir á að þeir þrír frambjóðendur sem eru fyrir ofan hana hafi fengið afgerandi kosn- ingu. „Ég var því ekki að biðja um að farið væri að krukka í listanum fyrir mig.“ – hlh Vildi sjá betri niðurstöðu Unnur brá Konráðsdóttir alþingis- maður. Fréttablaðið/vilhelM. ErlEnt Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugar- dagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. Um er að ræða álíka sprengju og ódæðismenn sprengdu í Boston-maraþoninu í apríl 2013 sem kostaði sex mannslíf. Pottasprengja er tiltölulega auð- veld í samsetningu, en hún er þannig gerð að notaður er hraðsuðupottur sem fylltur er af sprengiefni með hvellhettu. Sprengjuna er hægt er að setja af stað með farsíma, stafrænni klukku eða bílskúrsopnara. Sprengj- an sem fannst var tengd farsíma. Alls slösuðust 29 manns í spreng- ingunni á laugardagskvöld í Chelsea- hverfinu. Enginn slasaðist lífshættu- lega, en allir sem slösuðust  voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árás- inni, en yfirvöld í New York vinna nú að rannsókn málsins. – hlh Aftur notuð pottasprengja Ég var mikill talsmaður þess að farið var í prófkjör þannig að þá verður maður að sætta sig við það sem maður ber úr býtum 1 9 . s E p t E m b E r 2 0 1 6 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 E -E 4 8 C 1 A 9 E -E 3 5 0 1 A 9 E -E 2 1 4 1 A 9 E -E 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.