Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 8

Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 8
VW Polo Beats, verð frá: 3.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Upplifun af akstrinum verður allt önnur þegar þú ert með réttu músíkina og þá skipta hljómgæðin öllu máli. Þess vegna ákvað Volkswagen að fara í samstarf við Beats by Dr. Dre™ og gera Polo sem fer lengra en nokkru sinni áður í góðum hljómburði. Hlustaðu nú vel og fáðu þér Polo! www.volkswagen.is Polo hljómar betur. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is DRIVE ryk- og blautsugur Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Drive ZD10-50L Ryk- & blautsuga 1000W, 50 lítra 25.990 Drive ZD98-3B Ryk- & blautsuga 3000W, 3 mótorar 90 lítrar, PP vatnstankur 48.990 Drive ZD98A-2B Ryk- & blautsuga, 2000W, 70 lítra 39.990 Drive ZD90A-20L Ryk- & blautsuga, 1400W, 20 lítra rafmagns innstunga 14.990 MenntaMál Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka sam- ræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kenn- urum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á raf- rænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærð- fræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verk- efnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinn- inginn áður.“ sveinn@frettabladid.is Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Samræmd próf í íslensku fyrir fjórða bekk grunnskólanna verða tekin á tölvur þrátt fyrir að fingrasetning hafi ekki verið kennd markvisst. Prófið veldur foreldrum og kennurum áhyggjum og hafa skólar þurft að fá lánaðar tölvur. Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. fréttablaðið/Stefán Því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf Hrefna Sigurjóns- dóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla 1 9 . s e p t e M b e r 2 0 1 6 M á n U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 F -1 F C C 1 A 9 F -1 E 9 0 1 A 9 F -1 D 5 4 1 A 9 F -1 C 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.