Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.09.2016, Qupperneq 16
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Ribbon-lampinn sem fagurkerinn Guðrún Finns keypti í Habitat fyrir mörgum árum er í sérstöku uppáhaldi hjá henni þar sem hann var eitt af því fyrsta sem hún keypti inn á sitt eigið heim- ili. „Segja má að hann hafi verið frumburðurinn minn og mér þykir alltaf svolítið vænt um hann fyrir vikið. Mér fannst þetta gríðarleg fjárfesting á sínum tíma, þrátt fyrir að hafa keypt hann á útsölu og að hann hafi alls ekki kostað mikið,“ segir hún og hlær. Elskar hönnun Draumaljós Guðrúnar er ljósið 265, sem hannað var af Paolo Rizz atto fyrir Flos. Hún segir það passa svo vel inn í öll rými. „Það vegur líka fullkomið salt á milli þess að vera stílhreint en setja samt svo mikinn svip á herbergið. Draumalampinn minn er svo borð- lampinn Milk, sem hannaður var af Norm Architects. Hann er tíma- laus og eitthvað svo krúttlegur.“ Spurð að því hvort hún spái mikið í birtu og lýsingu á heimil- inu segist Guðrún óska þess að hún gæti svarað því ját- andi. „Satt best að segja þá finnst mér „more is more“ eiga vel við hér, ég myndi hafa heimil- ið flóðlýst ef sambýlis- maðurinn myndi sam- þykkja það. Við skipt- umst á að slökkva og kveikja öll ljós heima.“ Guðrún elskar allt tengt hönnun og heim- ili. Hún segist vera óvirkur heimilis- bloggari en þokka- lega virkur insta- grammari. „Ég verð vonandi virkur bloggari í næsta fæð- ingarorlofi sem hefst í febrú- ar en þannig byrjaði þetta víst allt saman, í síðasta fæð- ingarorlofi. Það skiptir mig miklu máli að hafa fallegt í kringum mig og vera ánægð með heimilið. Við erum að gera upp gamalt einbýlishús í Hafnarfirði í rólegheitun- um, svo hönnun heimilisins breytist frá degi til dags. Sem betur fer á ég mjög smekklegan mann, hann Olgeir, sem leggur bless- un sína (yfirleitt) yfir það hvernig ég vil hafa hlutina.“ Stílhreint heillar Norræn hönnun heillar Guðrúnu eins og svo marga aðra og eru dönsku merkin HAY og Ferm living í uppá- haldi hjá henni. „Við hönn- uðirnir hjá þeim erum jafnvel nokkurs konar sálufélagar. Ég hef alveg fallið í þennan skand- inavíska vef, sem margar af kyn- systrum mínum sitja fastar í hér á landi. Þið vitið, hvít húsgögn, dass af viði og steypu – að ógleymdum plöntunum. Mér finnst þó gríðar- lega mikilvægt að persónuleiki fólks skíni í gegn, að manni líði vel heima hjá sér – gangi ekki bara inn í blaðsíðu 43 í Bo Bedre-blaði,“ segir Guðrún hlæjandi. Frá því Guðrún man eftir sér hefur hún elskað að breyta til í kringum sig. „Það er eitthvað svo skemmtilegt við það að geta gjörbreytt herbergi með einföldum tilfæringum. Það þarf oft ekki að vera meira en að skipta út smáhlutunum, færa til kertastjaka eða fá sér nýtt teppi í sófann.“ Hún er ekki mjög bundin af því hvar hún kaupir húsgögn og heim- ilisvörur heldur verslar bara þar sem hún finnur eitthvað fallegt. „Mér finnst sérstaklega gaman að detta niður á einhverja ódýra snilld í Søstrene Grene og Tiger. Annars spannar þetta allt frá Epal til Góða hirðisins.“ Stílhreint og svipmikið draumaljós Ljósið 265 eftir Paolo Rizzatto er það ljós sem fagurkerann og heimilisbloggarann guðrúnu finns langar helst í. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist hönnun og heimili og heillast af norrænni hönnun. Það skiptir guðrúnu miklu máli að hafa fallegt í kringum sig og vera ánægð með heim- ilið. Í bakgrunni má sjá ribbon-lampann sem henni þykir vænt um. mynd/antOn brinK draumalampi guðrúnar er borðlamp- inn milk, sem hannaður var af norm architects. Henni finnst hann vera tímalaus og eitthvað svo krúttlegur. ljósið 265 eftir Paolo rizzatto fyrir flos. guðrún segir það passa vel inn í öll rými. lilja björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 Soap ljós Hvert ljós er einstakt ljóS Og lamPar Kynningarblað 19. september 20162 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 E -D F 9 C 1 A 9 E -D E 6 0 1 A 9 E -D D 2 4 1 A 9 E -D B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.