Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 44
Lýsingarmarkaðurinn er að ganga
í gegnum grundvallarbreytingar
um allan heim þar sem tækniþró-
un og nýjungar hafa aldrei verið
hraðari. Notkunarmöguleikar
ljósgjafa hafa á sama tíma aldrei
verið fjölbreyttari og í dag er ljós
nýtt við aðstæður sem ekki voru
mögulegar fyrir nokkrum árum
að sögn Arnars Þórs Hafþórsson-
ar, rekstrarstjóra Jóhanns Ólafs-
sonar & Co. „Alls staðar leikur lýs-
ing stórt hlutverk og hefur áhrif
á líðan okkar og öryggi. Röng lýs-
ing getur ekki einungis haft slæm
áhrif á skapsmuni fólks heldur líka
á rafmagnsreikninginn! Á flestum
stöðum er hægt að minnka orku-
notkun um 40-50% og samt bæta
lýsinguna. Það sem skiptir höfuð-
máli er að hafa rétta lýsingu, á
réttum stað og á réttum tíma.“
Því er ljóst að ýmislegt þarf að
hafa í huga þegar kemur að vali á
ljósgjöfum. „Valkostirn-
ir, úrvalið og mögu-
leikarnir hafa aldr-
ei verið meiri og þá
skiptir miklu máli
að huga vel að þeim
gæðum, ábyrgð, verði
og ljósgæðum sem
krafist er. Þar kemur
þekking, reynsla og
þjónusta starfsmanna
Jóhanns Ólafssonar &
Co. og endursöluaðila
þeirra til sögunnar.“
Vanda þarf valið
Arnar Þór segir mjög
mikilvægt fyrir neytendur að vera
meðvitaðir um þær reglugerð-
ir sem gilda varðandi LED-ljós-
gjafa. „Á markaðnum í dag má
finna töluvert af LED-ljósgjöfum
sem uppfylla ekki þau lög og reglu-
gerðir sem í gildi eru. Það getur
því reynst erfitt fyrir neytendur
að átta sig á því hvort varan sem
þeir hyggjast kaupa uppfylli gæða-
kröfur. Neytendur ættu að vera
vakandi gagnvart ódýrum LED-
lausnum af þeirri einföldu ástæðu
að margar þeirra einkennast af
slökum gæðum, sérstaklega þegar
kemur að birtustigi og líftíma.“
Aldrei meira úrval
OSRAM hefur aldrei boðið
upp á eins mikið úrval
af LED-perum sem eru fáanlegar
með mismunandi styrkleika, ljós-
lit, form og sökkla. „Á meðal helstu
nýjunga má nefna perurnar PARA-
THOM LED RETROFIT, sem líta
vel út og gefa frá sér fallega og
þægilega birtu. Þessar nútíma-
legu perur gefa frá sér mjúka og
hlýja birtu (2.700 kelvin) og skapa
hlýlegt og þægilegt andrúmsloft í
hvaða umhverfi sem er. PAR-
ATHOM LED RETROFIT
perurnar eru fáanleg-
ar í „klassíska gló-
peruútlitinu“
auk þess sem
einnig eru til
perur með
nýtt útlit,
eins og Globe
og Edi son.“
Einstaklega hlý birta
Á meðal annarra nýjunga frá
OSRAM eru nýjar LED-perur sem
kallast GLOWdim. „Þessar perur
gefa frá sér einstaklega hlýja og
mjúka birtu, svipaða þeirri sem
hefðbundnar halogen- og glóper-
ur gefa frá sér. Þegar kveikt er á
þeim gefa perurnar frá sér hlý-
hvíta birtu (2.700 kelvin) og með
því að dimma þær, er hægt að ná
fram enn þá hlýrri og mýkri birtu,
en áður hefur náðst með LED-per-
um (2.000 kelvin). GLOWdim-per-
urnar eru fáanlegar í nokkrum út-
færslum.“
LED-perur í glerútliti
Á næstunni eru svo væntanlegar
nýjar LED-perur sem líta alveg
eins út og eldri tegundir af halo-
gen-perum. „Hingað til hefur
verið nokkur útlitsmunur á þess-
um perum þar sem LED-per-
urnar hafa verið með eins konar
plast útlit en eldri halogen-per-
ur eru úr gleri. Þær LED-per-
ur sem eru á leiðinni munu hins
vegar líta nær alveg eins út og
eldri halogen-perur, þ.e. í
glerútliti. Nú verður
því hægt að ná fram allt að 80%
orkusparnaði án þess að gera
málamiðlun í útliti.“
1906 – Úrvals árgangur!
Í tilefni af 110 ára afmæli
OSRAM (og kannski vegna 100
ára afmælis Jóhanns Ólafssonar
& Co!) mun fyrirtækið setja á
markað vörur sem kallast Edition
1906. „Um er að ræða nokkrar
vörur með eina hugmyndafræði;
að endurlífga hið gamla peruútlit
með nútímalegri tækni. Gamla
gullna útlitið gefur frá sér hlýja og
rólega umhverfislýsingu þar sem
lýsingin snýst ekki um að lýsa upp
rýmið heldur einfaldlega að skapa
þægilegt andrúmsloft.“
Allar nánari upplýsingar má
finna á Facebook-síðunni OSRAM-
Ísland.
Sjáðu heiminn í réttu ljósi!
Alls staðar leikur lýsing stórt hlutverk og hefur áhrif á líðan okkar og öryggi. Því þarf að huga að mörgum þáttum þegar ljósgjafar eru
valdir. Þar kemur þekking, reynsla og þjónusta starfsmanna Jóhanns Ólafssonar & Co. og endursöluaðila þeirra til sögunnar.
LED RETROFIT-perurnar eru fáanlegar í ýmsum útfærslum.
Nýju GLOWdim
perurnar eru
dimmanlegar
niður í mjög
hlýjan ljóslit
(2.000
kelvin).
Arnar Þór Hafþórsson, rekstrarstjóri
Jóhanns Ólafssonar & Co.
LJÓS OG LAmpAR Kynningarblað
19. september 201610
Edition 1906 perurnar endurlífga hið gamla peruútlit með nútímalegri tækni.
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
F
-1
0
F
C
1
A
9
F
-0
F
C
0
1
A
9
F
-0
E
8
4
1
A
9
F
-0
D
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K