Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 50
Bourgie-lampinn frá Kartell er einn
þekktasti og mest seldi lampi fyrir-
tækisins. Í lampanum sameinast á
skemmtilegan hátt klassískur stíll
og íburður við nýsköpun og kald-
hæðni.
Hönnuður lampans er Ítalinn
Ferruccio Laviani. Laviani er fædd-
ur 1960 og útskrifaðist sem arki-
tekt frá Politecnico di Milano.
Hann hefur frá árinu 1991 verið list-
rænn stjórnandi hjá Kartell.
Lampinn, sem er í barokkstíl er
úr plasti og fæst gegnsær, svartur,
gullinn og silfraður og nýlega hefur
Kartell boðið upp á marglitar gerð-
ir fyrir þá sem þora.
Klassískur
íburður
Poul Henningsen var áhrifamikill danskur arkitekt og sérstaklega þegar
kom að hönnun ljósa. Hann hannaði meðal annars PH-lampann árið
1925. Lampinn, eins og þeir lampar sem hann hannaði síðar, er hann-
aður þannig að með úthugsuðu endurvarpi geislanna frá ljósaper-
unni fæst glampafrí og jöfn lýsing. Lampar PH, eins og
Poul Henningsen var oft kallaður, voru framleiddir af
Louis Poulsen og eru best þekktu ljósin hans Ætiþist illinn
(e. Artichoke) og PH5. Lamparnir lögðu grunn að
seinni verkum hans.
Önnur þekkt hönnun hans er PH Grand pí-
anóið sem er meðal annars til sýnis á Metro-
politan-safninu í New York. Poul hannaði einnig
Glersalinn í Tívolígarðinum í Kaupmannahöfn.
Hönnuður PH-ljósanna
Lampinn Pink Lotus Tiffany er sá
dýrasti í heimi.
Dýrustu lampar heims kosta svo
sannarlega skildinginn og ekki á
færi meðalmanns að eignast þá.
Þriðji dýrasti lampi heims er
hinn litfagri lampi Tiffany Wisteria
sem er metinn á rúmar 180 millj-
ónir króna. Hann var hannaður af
Clöru Driscoll árið 1901 sem sótti
m.a. innblástur til japanskrar hönn-
unar með mjög frumlegum hætti.
Hann er samsettur úr um 2.000
einingum í mörgum litum. Lamp-
inn var seldur síðast á uppboði hjá
Sotheby’s í desember árið 2015.
Borðlampinn Dragonfly Tiffany
var seldur síðast á uppboði hjá
Sothe by’s í lok árs 2015 og telst vera
næstdýrasti lampi heims en hann er
metinn á rúmar 242 milljónir króna.
Áður en lampinn var seldur var hann
í eigu iðnjöfursins Andrews Carn egie
og afkomenda hans sem átti sinn
þátt í að hækka verðið.
Dýrasti lampi heims, The Pink
Lotus Tiffany, kostar rúmar 322
milljónir króna og þykir einstakt
listaverk. Hann var handsmíðað-
ur árið 1907 úr 2.000 einingum og
á sér langa og athyglisverða sögu.
Lampinn hefur verið seldur á síð-
ustu 100 árum til ótal safnara og
hækkar verðið með hverjum eig-
anda. Síðast var hann seldur fyrir
rúmum 20 árum á uppboði hjá
Christ ie’s í New York.
Dýrustu lamparnir
Framleiðslu- sölu og þjónustufyrirtækið Flúrlampar ehf. var stofnað árið 1977 en
á upprunalega tengsl við hafnfirska fyrirtækið Rafha.
Sérstaða Flúrlampa byggist að stóru leiti á getu til að sérsmíða lampa, einum
stærsta lager landsins af ljósabúnaði og íhlutum í lampa auk tæknideildar sem
sérhæfir sig í forritun og þjónustu við DALI ljósastýringar
Við framleiðum staðlaða lampa og ljós en vinnum einnig náið með hönnuðum,
arkitektum, verkfræðistofum og rafverktökum að lausnum í lýsingu fyrir heimili
og vinnustaði. Starfsemin skiptist að mestu upp í fjögur meginsvið þ.e framleiðslu
frá upphafi til enda, innflutning á fullbúnum vörum og varahlutum, heildsölu og
smásölu ásamt öflugri tæknideild.
Framleiðsla - Heildsala - Smásala – Þjónusta
Kaplahraun 20 • 220 Hafnarfjörður • +354 550 1300 • flurlampar@flurlampar. is • www.flurlampar. is
HELVAR DALI ljósastýringar -
Casambi þráðlausar Bluetooth
ljósastýringar -
Innfelld LED ljós
LED perur
LED lampar
LED borðar
LED spennar
Zhaga Standard LED
Ljós og LamPar Kynningarblað
19. september 2016
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
E
-E
4
8
C
1
A
9
E
-E
3
5
0
1
A
9
E
-E
2
1
4
1
A
9
E
-E
0
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K