Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.08.2016, Qupperneq 4
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Dalvík Taka á í notkun eftirlits- myndakerfi til að vakta Dalvíkur- höfn. Vefmyndavélar eiga að sinna öryggisgæslu allan sólarhringinn og efni geymt ef ske kynni að skoða þurfi einstök atvik eins og segir í til- kynningu frá Dalvíkurbyggð. Unnin hafa verið ýmis skemmd- arverk við höfnina síðustu misseri. Skemmdir hafa verið unnar á bátum og stolið úr þeim verðmætum. Settar hafa verið upp tíu mynda- vélar og þegar verkinu lýkur verður hægt að fylgjast með höfninni á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. – sa Tíu vélar vakta Dalvíkurhöfn Reykjavíkurkjördæmi Norður Reykjavíkurkjördæmi Suður Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Prófkjör Prófkjör Prófkjör Prófkjör Kjördæmaþing kýs lista Prófkjör Prófkjör Prófkjör Prófkjör Prófkjör Prófkjöri lokið Prófkjör Uppstilling Uppstilling Óákveðið* Prófkjör** Búið að stilla upp Uppstilling Kjördæmaþing kýs lista Kjördæmaþing kýs lista Óákveðið* Óákveðið* Óákveðið* Óákveðið* Prófkjör** Prófkjör** Prófkjör** Prófkjör** Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling Uppstilling *Kjördæmaþing VG og Framsóknar ákvarða aðferðir við val á lista síðar í mánuðinum **Flokksval og forval í tilfellum Samfylkingar og VG ✿ aðferðir stjórnmálaflokkanna við að velja á framboðslista Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. F ra m s ó k n a r f l o k ku r i n n e r skemmst á veg kominn enda hafa sumir  þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjör- dæmum funda einnig síðar í mán- uðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista. Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðis- flokksins liggja fyrir í byrjun sept- ember. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskóla- kennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgar- svæðinu er fordæmalaus fjöldi fram- bjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjör- dæmi. „Við höfum verið með uppstill- ingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta upp- stillingarnefndir til að velja á sína lista. stefanrafn@frettabladid.is Flokksvélarnar komnar í gang Allir flokkar á Alþingi eru byrjaðir að búa sig undir komandi alþingiskosningar og eru mislangt á veg komnir. Það er sagt gera allan kosningaundirbúning erfiðari að dagsetning kosninganna liggur enn ekki fyrir. Ég held að þing- störfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Oddný G. Harðar- dóttir, formaður Samfylkingarinnar DómSmál Frásögnin af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem áður hefur verið tekin sem gild er hæpin. Þetta segir Ómar Ragnarsson. Frásögnina sem hann birtir í nýrri bók sinni, Hyldýpinu, segir hann trúverðugri. „Já já, það þýðir það,“ svarar Ómar aðspurður hvort hópur ungmenna sem Hæstiréttur dæmdi sek í mál- inu hafi í raun ekki komið að því. „Fyrir fjórtán árum komu að máli við mig tvær manneskjur sem eru aðalgerendur í þessari bók og reif- uðu aðra frásögn af því sem gerðist og útskýra mjög vel af hverju Geir- finnur hafi ekki fundist.“ Á þeim tíma hafði Ómar mikið að gera og lauk ekki bókinni sökum tímaleysis og týnds handrits. Hann hefur nýlega tekið þráðinn upp á ný og nú gefið hana út. „Núna að undanförnu hafa birst upplýsingar sem gera þessa frásögn eins og hún var tekin gild enn hæpn- ari en hún var,“ segir Ómar og spyr hvort ekki þurfi að huga að því hvað gerðist í raun og veru ef hin frásögnin stenst ekki. „Ég get hvorki afsannað né sannað að þessi frásögn sé rétt en mér finnst hún trúverðug og hún gefur nýjan vinkil,“ segir Ómar. Lesendur verði að skera úr um það sjálfir hvort við- mælendur hans hafi komið að málinu með saknæmum hætti. „Hver sá sem les getur sjálfur dregið sínar ályktanir,“ segir Ómar. – þea Ómar segir hæpið að hin dæmdu í Geirfinnsmálinu hafi verið sek Erla Bolladóttir, sakborningur, heldur ræðu fyrir dómnum. MyNd/LjÓSMyNdaSafN REyKjavíKUR Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að lögð verði fram frumvörp um verðtrygginguna og séreignasparnað á fyrstu dögum þingsins. Þetta segir hann í samtali við RÚV. Hann segir frumvörpin vera part af stefnu ríkisstjórnarinnar og að stefnt sé á að klára þau fyrir alþingiskosn- ingar í haust. Sigurður Ingi segir að ekki sé unnið að afnámi verðtryggingarinnar en það frumvarp sem lagt verður fram á þinginu kæmi til með að draga úr vægi hennar til að mynda með því að auka möguleika á því að taka óverðtryggð lán. Tímabundin úrræði vegna séreigna- sparnaðar renna út 1. júlí 2017 og frumvarp um séreignasparnað miðar að því að finna framtíðarfyrirkomulag um séreignasparnaðinn. – srs Draga úr vægi verðtryggingar Sigurður Ingi jóhannsson forsætisráðherra Hver sá sem les getur dregið sínar ályktanir og spurt sig hvort þetta sé það sem gerðist. Ómar Ragnarsson 8 . á g ú S t 2 0 1 6 m á n U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -0 8 1 0 1 A 3 2 -0 6 D 4 1 A 3 2 -0 5 9 8 1 A 3 2 -0 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.