Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 6
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Framúrskarandi hráefni - topp þjónusta - sanngjarnt verð Orkumál Meirihluti byggðaráðs Skagafjarðar telur að í drögum að lokaskýrslu verkefnastjórnar um 3. áfanga rammaáætlunar sé lögum ekki fylgt, rangt farið með staðreyndir, ekki hlustað á raddir heimamanna og að málið sé ekki rannsakað til hlítar. „Sveitarfélagið Skagafjörður krefst þess að þau virkjunaráform í Skagafirði sem sett hafa verið í verndarflokk verði í það minnsta flutt í biðflokk enda er þeirri grein- ingarvinnu sem liggja á til grund- vallar ábótavant,“ segir í bókun sem Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir samþykktu. Bjarni Jónsson, minnihlutamaður í VG, og Sigurjón Þórðarson áheyrn- arfulltrúi voru andvígir og segja þeir inntak kvartana meirihluta Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks snúa að því að ekki hafi verið haft samráð við heimamenn. „Það er verulega öfugsnúið og í raun furðulegt í ljósi þess að meiri- hlutinn hefur ekki haft fyrir því að hafa samráð við fulltrúa minnihluta um þá umsögn sem nú birtist og hefur á sér fremur ólundarlegt yfir- bragð,“ bókuðu Bjarni og Sigurjón. Meirihlutinn telur að ekki hafi verið skoðuð hagræn áhrif virkjana í Skagafirði á heimabyggð. Aðeins voru skoðuð áhrif á náttúru og menningarminjar og aðra nýtingar- möguleika en orkuöflun. „Þá er verulega ámælisvert að mat fyrrgreindra faghópa á áhrifum mögulegra virkjana í Skagafirði virðist í mörgum tilfellum ekki stutt rökum heldur byggt á ein- hvers konar huglægu mati,“ segir meirihlutinn sem tekur undir orð Orkustofnunar að rökum sé slengt fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Bent er á að meirihluti íbúa Skagafjarðar og einnig þeirra sem búa í námunda við fyrirhugaða virkjunarkosti í Skagafirði vilji virkja og nýta raforku í heimabyggð. „Ekki virðist eiga að hlusta á þessi sjónarmið meginþorra íbúa þegar tekin er ákvörðun um að setja virkj- anakosti í Skagafirði í verndarflokk. Það er ólíðandi með öllu að íbúar fái ekkert um framtíð sína eða síns svæðis að segja,“ segir í harðorðri bókun byggðaráðs. sveinn@frettabladid.is Skagfirðingar æfir yfir rammaáætlun Meirihluti byggðaráðs Skagafjarðar segir ólíðandi með öllu að íbúar svæðisins fái ekkert um framtíð sína að segja og vill virkja í Skaga- firði. Fulltrúi minnihlutans í byggðaráðinu var andvígur bókuninni og sagði inntak hennar „öfugsnúið“ og hafa „ólundarlegt yfirbragð“. viðskipti Áform um álver við Hafur- staði í Skagabyggð eru í biðstöðu þar sem ekki hefur verið unnt að tryggja orku fyrir álverið. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Klappa Development ehf., sem er meðal þeirra sem standa að verkefninu, segir að fundað hafi verið með orkufyrirtækjum en eins og sakir standi sé nægjanleg orka ekki á lausu. „Við erum að bíða eftir því að orkufyrirtækin telji sig geta selt orku.“ Áætlað er að byggja 120 þúsund tonna álver og orkuþörfin er 206 megavött. Síðasta sumar var undir- rituð viljayfirlýsing milli Klappa og kínverska félagsins NFC um fjár- mögnun verkefnisins þar sem áætl- aður kostnaður við framkvæmdirn- ar var um 100 milljarðar króna. – ih Ekki gengið að fá orku í skagfirskt álver Milljón mótmælti Gulen Rúmlega milljón Tyrkja hélt á Kizilay-torg í höfuðborginni Ankara í gær til að mótmæla útlæga klerknum Fetullah Gulen. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur sagt Gulen standa að baki valdaránstilraun sem gerð var þann fimmtánda júlí. Skorað var á Gulen, sem er í útlegð, að hann skyldi virða lýðræðið. Fundurinn stóð langt fram á nótt. Í ávarpi sínu sagði Erdogan meðal annars að heimila ætti dauðarefsingar. Nordicphotos/AFp Margir virðast mjög óánægðir með drög að skýrslu þriðja áfanga rammaáætlunar. Undirritun viljayfirlýsingar Klappa og NEc síðasta sumar. MyNd/KlAppir dEvElopMENt 8 . á g ú s t 2 0 1 6 m á N u D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -1 B D 0 1 A 3 2 -1 A 9 4 1 A 3 2 -1 9 5 8 1 A 3 2 -1 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.