Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 15
Eftir að Gló opnaði í Fákafeni hefur skapast frábær aðstaða til námskeiðahalds auk þess sem fólk getur keypt inn fjölbreytt- ar hollustu- og lífrænar vörur, fengið sér töfrandi drykki eða notið heilnæmra máltíða. Aukn- ar vinsældir hafa gert það að verkum að nú er í boði stærri og fjölbreyttari námskeiðsdagskrá. Sölvi Pétursson sem hefur um- sjón með námskeiðunum, nokk- urs konar skólastjóri, segir að fólk geti sótt sér fræðslu hjá þekktum erlendum sem inn- lendum fyrirlesurum. „Öll nám- skeiðin eru tengd heilbrigðum lífsstíl,“ segir Sölvi. „Allt frá jákvæðri sálfræði yfir í vegan eða hráfæðismatreiðslunám- skeið, lífsstílsþjálfun og lífsstíls- breytingar. Fyrirlesararnir eru með mismunandi áherslur sem eykur á fjölbreytnina og gerir námskeiðin meira spennandi,“ segir hann. Spennandi námskeið Meðal þekktra fyrirlesara eru Þorbjörg  Hafsteinsdóttir sem hefur getið sér mjög gott orð fyrir námskeiðið Ljómandi. Þetta er tíunda skiptið sem hún er með Ljómandi námskeiðið sem tekur fjórar vikur. „Sykur- laus og full af orku eftir sumar- ið,“ segir hún. Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir kennir fólki grunn- atriði sem hjálpa við að betrum- bæta mataræðið á einfaldan og öfgalausan hátt á einu nám- skeiði sínu en einnig er hún með námskeiðið „Hreint mataræði“. „Lærðu hvernig þú getur virkj- að afeitrunarkerfi líkamans til fulls og gefðu líkamanum tæki- færi á að endurnýja sig á hreinu mataræði,“ segir Ásdís. Þá verður námskeið í ágúst með metsöluhöfundinum Ani Phyo en hún sýnir hve auðvelt og fljótlegt er að útbúa hráfæði sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Ani býr í Los Angeles, hún er af- rekskona í íþróttum, heilsufrum- kvöðull og höfundur verðlauna- bóka um hráfæði. Hún hefur meðal annars unnið með Hvíta húsinu að verkefnum tengdum heilsu auk þess sem hún er með heilsuátak með borgarstjórn Los Angeles um þessar mundir. Ani deilir á námskeiðinu öflugum og góðum ráðum sínum um breytt- an og umhverfisvænan lífsstíl, náttúrulega fegurð, líkamsrækt og hamingju. Helga Arnardóttir er með námskeið um jákvæða sálfræði. Á námskeiðinu verður fjallað um andlega vellíðan og leiðir til þess að auka hana. Sex mis- munandi leiðir, byggðar á rann- sóknum á hamingju og vellíðan, verða teknar fyrir, ein í hverj- um tíma. Þátttakendur fá sam- svarandi æfingar til þess að gera heima milli tímanna. Meðal annarra fyrirlesara má nefna Röggu Nagla sem heldur sitt fyrsta námskeið á Gló í sept- ember og kennir þátttakendum að njóta matar með núvitund- ina að vopni, Davíð Kristins- son heldur sitt sívinsæla nám- skeið „30 dagar“ í október, Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi kennir heilsusamlega matargerð og Birna Ásbjörnsdóttir fjallar um meltingu og þarmaflóruna. Afsláttarkort Sölvi segir að styttri námskeið séu yfirleitt tveir til þrír tímar og fari fram á kvöldin. Einn- ig eru í boði lengri námskeið, 4-6 skipti, eða helgarnámskeið. Námskeiðunum fylgja afsláttar- kort sem gilda í verslun Gló en margar vörur sem sýndar eru á námskeiðunum fást á staðnum. Sölvi starfar á Gló Kaffi & Tonic barnum í Fákafeni þar sem hann galdrar fram alls kyns heilsudrykki og er leitast við að hámarka hollustu í hverj- um sopa. Hann segist hafa hug á að vera með námskeið um gerð slíkra drykkja en það verður tæpast fyrr en á næsta ári. Hins vegar er ástæða til að heim- sækja Sölva á barinn og fá sér hollustu í kroppinn. Heill heilsuheimur Verslunin býður upp á vörur sem henta vel þeim sem vilja breyta lífsstílnum og afsláttarkortið gildir fyrir allar vörur. Starfs- menn eru vel að sér og gefa við- skiptavinum góð ráð um notkun. „Margir nýta sér að borða á veitingastaðnum hjá okkur fyrir námskeið eða á eftir. Svo er auðvelt að ná sér í mat í búð- inni. Við erum með mjög mikið úrval af nýjum vegan vörum sem hafa ekki verið til áður á Ís- landi. Í raun er Gló í Fákafeni heill heilsuheimur,“ segir Sölvi. „Við erum með grænmetiskæli og fáum vikulega mjög skemmti- legt úrval af lífrænu grænmeti, til dæmis marglitar gulrætur.“ Hægt er að skoða námskeiða- framboð og skrá sig á öll nám- skeiðin á heimasíðunni glo.is og einnig er hægt að fylgjast með námskeiðum og öðrum viðburð- um á Facebook-síðu Gló. Fyrirlesararnir eru með mismunandi áherslur sem eykur á fjölbreytnina og gerir nám- skeiðin meira spennandi. Öll námskeiðin eru tengd heilbrigðum lífsstíl.“ Sölvi Pétursson Skólar og námskeið 8. ágúst 2016 Kynningarblað Gló | Stílvopnið | Retor fræðsla| KILROY | Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn | Sölvi Pétursson er skólastjóri yfir námskeiðunum hjá gló. Einnig sér hann um gló Kaffi & Tonic barinn í Fákafeni. MynD/Hanna Heilsuheimur spennandi námskeiða Gló í Fákafeni býður upp á sérstaklega spennandi námskeið á næstunni fyrir alla þá sem vilja huga að bættum lífsstíl og heilsurækt. Mismunandi námskeið með frábærum fyrirlesurum, meðal annars jákvæðri sálfræði, hráfæðismatreiðslu og Ljómandi með Tobbu. NæStu NámSkeið og fyrirleStrAr á gló í fákAfeNi 14. ágúst – Honey LaBronx – Veganismi og rétt- lætisbarátta 16. ágúst - Ásdís Ragna Einars- dóttir - Hreint mat- aræði: Hreinsun 17. ágúst – Any Phyo: Fresh Sa- vory Recipes 19. ágúst – Ani Phyo: Decadent Guilt-Free Sweets 20. ágúst – Ani’s Mexican in the Raw 29. ágúst – Helga Arnardóttir - Aukin vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði 31. ágúst - Ljómandi með Tobbu 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 1 -F 9 4 0 1 A 3 1 -F 8 0 4 1 A 3 1 -F 6 C 8 1 A 3 1 -F 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.