Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 8
 Flogið með Icelandair Guðrún Bergman Ferðakynning: Glæsileg sérferð til Singapúr og Balí og sigling og ferð til New Orleans Guðrún Bergmann fararstjóri kynnir ferðirnar í Skógarhlíð 12, á morgun þriðjudag kl. 17:30. Gengið inn neðan við húsið, gegnt Hlíðarenda. MenntaMál  Lán til íslenskra náms- manna í tuttugu fjölmennustu löndum meðal umsækjenda LÍN voru að meðaltali um tuttugu pró- sent umfram framfærsluþörf við gerð úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skóla- árið 2014 til 2015. Lán voru allt að 63,7 prósent umfram þörf í Austur- Evrópu,  en einungis 3,1 prósent í Kaupmannahöfn, og  1,1 prósent í Noregi. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráð- herra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur um breytta fram- færslu námsmanna erlendis. Fram kemur í svarinu að megin- skýringin á þessari skekkju sé sú að þegar námslán voru hækkuð um tuttugu prósent í kjölfar efna- hagshrunsins hafi sú hækkun náð til allra námsmanna, einnig þeirra sem stunduðu nám erlendis. Þetta var gert þrátt fyrir að framfærsluvið- mið LÍN væru í mynt viðkomandi lands. Gengisfall krónunnar kom því ekki með sama hætti við náms- menn erlendis og hér á landi. Ljóst var að verulega hefði hallað á námsmenn á Íslandi í lánveit- ingum sjóðsins. Ákveðið var því að leiðrétta skekkjuna erlendis í áföng- um. Framfærsla var lækkuð um allt að tíu prósent í úthlutunarreglum fyrir skólaárið 2015 til 2016, allt að tuttugu prósent í úthlutunarreglum ársins 2016 til 2017 og verður lækk- uð nú í vetur þar sem þörf er á. – sg Mikil skekkja í framfærslu námsmanna Í að minnsta kosti sjö löndum voru lánin lægri en framfærsluþörf, segir í svari Ill- uga Gunnarssonar. FréttablaðIð/GVa félagsMál „Við trúum því að þetta sé skref í rétta átt og reynum að tryggja að þessi mál komist í við- eigandi farveg,“ segir Gísli Davíð Karlsson, lögfræðingur hjá Vinnu- málastofnun, en stofnunin hefur komið upp sérstöku teymi sem sér um mansalsmál. Í teyminu starfa þrír starfsmenn sem sjá um að tryggja fræðslu fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Það er gert til að starfsmenn hafi næga þekk- ingu til að taka eftir þeim atriðum sem þarf að sjá til að átta sig á hvort um fórnarlömb mansals er að ræða. Hins vegar ber teymið ábyrgð á því að taka við af starfsmönnum stofnunarinnar ef grunur vaknar um hugsanlegt fórnarlamb. „Hvort sem það er þá skjól- stæðingur okkar eða til að mynda einstaklingur í atvinnuleit eða útlendingur sem starfar hjá atvinnu- rekanda á innlendum vinnumark- aði,“ segir Gísli Davíð. Fréttablaðið greindi frá því á dög- unum að nýjar áherslur væru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en nú vinnur lögreglan í samstarfi við Europol sem lætur  henni í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu hverju sinni. Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, sagði að í dag væri mikil áhersla lögð á mansals- mál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgar- svæðinu setti upp sérstaka einingu sem sér um mansalsmál. Snorri Birgisson lögreglufulltrúi starfar í því teymi og segir það nú vinna náið með ýmsum stofnunum í mansalsmálum. Til að mynda eigi  teymið nú gott samstarf við Vinnumálastofnun. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa komið upp þrjú tilfelli hjá stofnuninni frá því í nóvember á síðasta ári þar til í apríl á þessu ári, þar sem  grunur hefur vaknað um að aðstæður séu veru- lega óviðundandi í fyrirtækjum hér landi. Í einu þessara tilvika vaknaði sterkur grunur um mansal „Ef slíkur grunur vaknar þá óskum við eftir aðstoð lögreglu. Nú tryggj- um við að þessi mál komist í viðeig- andi farveg,“ segir Gísli og bætir við að þekking á þessu sviði sé að aukast. Að sögn Gísla hefur aukin þekking og umræða haft í för með sér að fólk tekur meira eftir mansalsmálum. „Erlendum starfsmönnum fjölgar mikið hér á landi og það er mikil uppbygging í gangi á Íslandi. Það býður ákveðinni hættu heim,“ segir Gísli Davíð Karlsson. nadine@frettabladid.is Sérstakt mansalsteymi hjá Vinnumálastofnun Vinnumálastofnun hefur komið upp sérstöku teymi þriggja manna sem annast mansalsmál. Þeir fræða starfsfólk meðal annars um einkenni mansalsfórnar- lamba. Náið samstarf er við lögreglu sem leggur mikla áherslu á mansalsmál. Nú tryggjum við að þessi mál komist í viðeigandi farveg. Gísli Davíð Karlsson, lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun Vinumálastofnun rannsakaði þrjú möguleg mansalsmál á fimm mánuðum frá nóvember til apríl. FréttablaðIð/Hanna Makedónía Að minnsta kosti tutt- ugu fórust í miklum flóðum sem skullu á Skopje, höfuðborg Make- dóníu,  aðfararnótt gærdagsins. Gríðarleg rigning var í borginni og olli hún flóðunum. Lík hinna látnu fundust í gær- morgun þegar stormurinn hafði gengið yfir en nokkurra er enn saknað. Sumir drukknuðu inni í bif- reiðum sínum en þegar flóð skall á hringvegi borgarinnar skoluðust bílar af veginum. Alls féllu 93 millimetrar regn- vatns sem er meira en féll allan ágústmánuð í fyrra. Sums staðar í borginni náði vatnið allt að 150 sentímetra dýpi. „Það var allt í rugli. Sjónvörp, ísskápar, sófar. Allt var á floti. Þetta var algjör martröð,“ sagði Baze Spriovski, íbúi Skopje, við frétta- stofu BBC. Mörg heimila eru enn rafmagns- laus og þá greinir BBC frá því að mörg hús hafi hrunið. – þea Tuttugu fórust í flóðum í Makedóníu Mikil rigning skall á Skopje. nordIcpHotoS/aFp 8 . á g ú s t 2 0 1 6 M á n U d a g U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -2 F 9 0 1 A 3 2 -2 E 5 4 1 A 3 2 -2 D 1 8 1 A 3 2 -2 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.