Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 8

Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 8
 Flogið með Icelandair Guðrún Bergman Ferðakynning: Glæsileg sérferð til Singapúr og Balí og sigling og ferð til New Orleans Guðrún Bergmann fararstjóri kynnir ferðirnar í Skógarhlíð 12, á morgun þriðjudag kl. 17:30. Gengið inn neðan við húsið, gegnt Hlíðarenda. MenntaMál  Lán til íslenskra náms- manna í tuttugu fjölmennustu löndum meðal umsækjenda LÍN voru að meðaltali um tuttugu pró- sent umfram framfærsluþörf við gerð úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skóla- árið 2014 til 2015. Lán voru allt að 63,7 prósent umfram þörf í Austur- Evrópu,  en einungis 3,1 prósent í Kaupmannahöfn, og  1,1 prósent í Noregi. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráð- herra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur um breytta fram- færslu námsmanna erlendis. Fram kemur í svarinu að megin- skýringin á þessari skekkju sé sú að þegar námslán voru hækkuð um tuttugu prósent í kjölfar efna- hagshrunsins hafi sú hækkun náð til allra námsmanna, einnig þeirra sem stunduðu nám erlendis. Þetta var gert þrátt fyrir að framfærsluvið- mið LÍN væru í mynt viðkomandi lands. Gengisfall krónunnar kom því ekki með sama hætti við náms- menn erlendis og hér á landi. Ljóst var að verulega hefði hallað á námsmenn á Íslandi í lánveit- ingum sjóðsins. Ákveðið var því að leiðrétta skekkjuna erlendis í áföng- um. Framfærsla var lækkuð um allt að tíu prósent í úthlutunarreglum fyrir skólaárið 2015 til 2016, allt að tuttugu prósent í úthlutunarreglum ársins 2016 til 2017 og verður lækk- uð nú í vetur þar sem þörf er á. – sg Mikil skekkja í framfærslu námsmanna Í að minnsta kosti sjö löndum voru lánin lægri en framfærsluþörf, segir í svari Ill- uga Gunnarssonar. FréttablaðIð/GVa félagsMál „Við trúum því að þetta sé skref í rétta átt og reynum að tryggja að þessi mál komist í við- eigandi farveg,“ segir Gísli Davíð Karlsson, lögfræðingur hjá Vinnu- málastofnun, en stofnunin hefur komið upp sérstöku teymi sem sér um mansalsmál. Í teyminu starfa þrír starfsmenn sem sjá um að tryggja fræðslu fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Það er gert til að starfsmenn hafi næga þekk- ingu til að taka eftir þeim atriðum sem þarf að sjá til að átta sig á hvort um fórnarlömb mansals er að ræða. Hins vegar ber teymið ábyrgð á því að taka við af starfsmönnum stofnunarinnar ef grunur vaknar um hugsanlegt fórnarlamb. „Hvort sem það er þá skjól- stæðingur okkar eða til að mynda einstaklingur í atvinnuleit eða útlendingur sem starfar hjá atvinnu- rekanda á innlendum vinnumark- aði,“ segir Gísli Davíð. Fréttablaðið greindi frá því á dög- unum að nýjar áherslur væru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en nú vinnur lögreglan í samstarfi við Europol sem lætur  henni í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu hverju sinni. Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, sagði að í dag væri mikil áhersla lögð á mansals- mál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgar- svæðinu setti upp sérstaka einingu sem sér um mansalsmál. Snorri Birgisson lögreglufulltrúi starfar í því teymi og segir það nú vinna náið með ýmsum stofnunum í mansalsmálum. Til að mynda eigi  teymið nú gott samstarf við Vinnumálastofnun. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa komið upp þrjú tilfelli hjá stofnuninni frá því í nóvember á síðasta ári þar til í apríl á þessu ári, þar sem  grunur hefur vaknað um að aðstæður séu veru- lega óviðundandi í fyrirtækjum hér landi. Í einu þessara tilvika vaknaði sterkur grunur um mansal „Ef slíkur grunur vaknar þá óskum við eftir aðstoð lögreglu. Nú tryggj- um við að þessi mál komist í viðeig- andi farveg,“ segir Gísli og bætir við að þekking á þessu sviði sé að aukast. Að sögn Gísla hefur aukin þekking og umræða haft í för með sér að fólk tekur meira eftir mansalsmálum. „Erlendum starfsmönnum fjölgar mikið hér á landi og það er mikil uppbygging í gangi á Íslandi. Það býður ákveðinni hættu heim,“ segir Gísli Davíð Karlsson. nadine@frettabladid.is Sérstakt mansalsteymi hjá Vinnumálastofnun Vinnumálastofnun hefur komið upp sérstöku teymi þriggja manna sem annast mansalsmál. Þeir fræða starfsfólk meðal annars um einkenni mansalsfórnar- lamba. Náið samstarf er við lögreglu sem leggur mikla áherslu á mansalsmál. Nú tryggjum við að þessi mál komist í viðeigandi farveg. Gísli Davíð Karlsson, lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun Vinumálastofnun rannsakaði þrjú möguleg mansalsmál á fimm mánuðum frá nóvember til apríl. FréttablaðIð/Hanna Makedónía Að minnsta kosti tutt- ugu fórust í miklum flóðum sem skullu á Skopje, höfuðborg Make- dóníu,  aðfararnótt gærdagsins. Gríðarleg rigning var í borginni og olli hún flóðunum. Lík hinna látnu fundust í gær- morgun þegar stormurinn hafði gengið yfir en nokkurra er enn saknað. Sumir drukknuðu inni í bif- reiðum sínum en þegar flóð skall á hringvegi borgarinnar skoluðust bílar af veginum. Alls féllu 93 millimetrar regn- vatns sem er meira en féll allan ágústmánuð í fyrra. Sums staðar í borginni náði vatnið allt að 150 sentímetra dýpi. „Það var allt í rugli. Sjónvörp, ísskápar, sófar. Allt var á floti. Þetta var algjör martröð,“ sagði Baze Spriovski, íbúi Skopje, við frétta- stofu BBC. Mörg heimila eru enn rafmagns- laus og þá greinir BBC frá því að mörg hús hafi hrunið. – þea Tuttugu fórust í flóðum í Makedóníu Mikil rigning skall á Skopje. nordIcpHotoS/aFp 8 . á g ú s t 2 0 1 6 M á n U d a g U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -2 F 9 0 1 A 3 2 -2 E 5 4 1 A 3 2 -2 D 1 8 1 A 3 2 -2 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.