Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 40
 Lið frá Háskólanum í Reykjavík (HR) tók nýlega þátt í Formula Student ökukeppninni fyrsta sinn en hún er haldin árlega í bænum Silverstone í Englandi. Í keppninni mæta háskólalið með kappakst- ursbíla sem hvert lið hefur hann- að og smíðað sjálft og er keppt í nokkrum greinum. Í hópnum frá HR, sem kallaði sig Team Sleipnir, voru 14 stelp- ur og strákar úr verk- og tækni- fræði og keppti bíllinn þeirra í E85 flokki en hann notar elds- neyti sem er 15% bensín og 85% etanól (alkóhól). Auk þeirra voru um 20-25 manns sem unnu að gerð bílsins. Að sögn Óskars Kúld Péturs- sonar, eins úr hópnum, var þátt- takan heilmikið ævintýri enda náði hópurinn aðalmarkmiði sínu; að keyra í sjálfri keppninni. „Að komast út til Silverstone með fullbúinn bíl var afrek út af fyrir sig. Markmið okkar var að hanna og smíða einfaldan, ódýr- an og öruggan bíl sem kæmist í gegnum öryggisskoðun og gæti tekið þátt í aksturshluta keppn- innar. Það var vissulega metnað- arfullt markmið í fyrsta sinn sem liðið tekur þátt, en fæst lið ná að fara með aksturshæfan bíl í fyrsta sinn.“ Náðu öllum prófum Undirbúningur hópsins hófst vorið 2015 en stærsti hluti hönnunar og smíði bílsins fór fram á vorönn 2016. „Eins og margar hugmyndir hjá háskólanemum þá spratt þessi hugmynd fram í vísindaferð. Vélin í bílnum er fengin úr Polaris Out- law fjórhjóli sem var breytt með því að setja í hana forþjöppu og beina innspýtingu. Vélartölvan var hönn- uð og forrituð frá grunni af okkur og er byggð á ódýrri Airduino stýri- tölvu en hjá flestum öðrum liðum í keppninni var vélartölvan einn dýr- asti staki hlutur bílsins.“ Á fyrsta keppnisdegi kynnti hóp- urinn bílinn, hönnun hans og við- skiptamódelið á baki við hann. „Það gekk vel en mesta afrek okkar var að komast í gegnum öll öryggispróf- in á einum degi og fá staðfestingu á að geta tekið þátt í aksturshluta keppninnar.“ Team Sleipnir tók því þátt í akst- urshlutanum og kláraði allar grein- arnar utan lokagreinarinnar sem var þolakstur. „Við urðum að draga okkur út úr keppninni á lokametrun- um þar sem bilun kom upp í stýris- búnaði. Þrátt fyrir það endaði liðið okkar efst allra nýju liðanna að stig- um.“ Lærdómsríkur tími Keppnin var lærdómsrík fyrir hóp- inn að sögn Óskars. ,,Að byrja á svona veigamiklu verkefni og fylgja því til enda er ómetanleg reynsla. Þessi svokallaða „hands on experi- ence“ er eitthvað sem lærist ekki af kennslubókum. Einnig þurftum við að rökstyðja ýmislegt fyrir framan faglærða dómara, t.d. af hverju hlut- urinn lítur svona út, hvers vegna ákveðin efni voru valin o.s.frv.“ Hópurinn stefnir á þátttöku aftur á næsta ári. „Við höfum ekki enn sett okkur markmið né sett fram hönnunarforsendurnar enda tíma- bilið ekki byrjað. En þar sem við höfum öðlast heilmikla reynslu frá síðustu keppni ætlum við að mæta enn sterkari á næsta ári með öfl- ugri bíl, léttari, en þó halda okkur við brunavél með E85 sem aflgjafa.“ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM Team Sleipnir situr stolt fyrir á mynd eftir að hafa tekið þátt í sjálfum kappakstrinum. Bíllinn góði sem komst gegnum öll öryggispróf á einum degi og fékk því að taka þátt í aksturshluta hönnunarkeppninnar.  Lærdómsrík ökukeppni í Silverstone Nýlega lauk lið frá Háskólanum í Reykjavík keppni í Formula Student ökukeppninni. Liðið hannaði og smíðaði eigin kappakstursbíl og náði aðalmarkmiði sínu sem var að keyra í keppninni sjálfri. Að komast til Silverstone með fullbúinn bíl var afrek útaf fyrir sig, segja keppendur. Starri Freyr Jónsson starri@365.is SkóLar og námSkeið kynningarblað 8. ágúst 201610 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 2 -0 D 0 0 1 A 3 2 -0 B C 4 1 A 3 2 -0 A 8 8 1 A 3 2 -0 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.