Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 40

Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 40
 Lið frá Háskólanum í Reykjavík (HR) tók nýlega þátt í Formula Student ökukeppninni fyrsta sinn en hún er haldin árlega í bænum Silverstone í Englandi. Í keppninni mæta háskólalið með kappakst- ursbíla sem hvert lið hefur hann- að og smíðað sjálft og er keppt í nokkrum greinum. Í hópnum frá HR, sem kallaði sig Team Sleipnir, voru 14 stelp- ur og strákar úr verk- og tækni- fræði og keppti bíllinn þeirra í E85 flokki en hann notar elds- neyti sem er 15% bensín og 85% etanól (alkóhól). Auk þeirra voru um 20-25 manns sem unnu að gerð bílsins. Að sögn Óskars Kúld Péturs- sonar, eins úr hópnum, var þátt- takan heilmikið ævintýri enda náði hópurinn aðalmarkmiði sínu; að keyra í sjálfri keppninni. „Að komast út til Silverstone með fullbúinn bíl var afrek út af fyrir sig. Markmið okkar var að hanna og smíða einfaldan, ódýr- an og öruggan bíl sem kæmist í gegnum öryggisskoðun og gæti tekið þátt í aksturshluta keppn- innar. Það var vissulega metnað- arfullt markmið í fyrsta sinn sem liðið tekur þátt, en fæst lið ná að fara með aksturshæfan bíl í fyrsta sinn.“ Náðu öllum prófum Undirbúningur hópsins hófst vorið 2015 en stærsti hluti hönnunar og smíði bílsins fór fram á vorönn 2016. „Eins og margar hugmyndir hjá háskólanemum þá spratt þessi hugmynd fram í vísindaferð. Vélin í bílnum er fengin úr Polaris Out- law fjórhjóli sem var breytt með því að setja í hana forþjöppu og beina innspýtingu. Vélartölvan var hönn- uð og forrituð frá grunni af okkur og er byggð á ódýrri Airduino stýri- tölvu en hjá flestum öðrum liðum í keppninni var vélartölvan einn dýr- asti staki hlutur bílsins.“ Á fyrsta keppnisdegi kynnti hóp- urinn bílinn, hönnun hans og við- skiptamódelið á baki við hann. „Það gekk vel en mesta afrek okkar var að komast í gegnum öll öryggispróf- in á einum degi og fá staðfestingu á að geta tekið þátt í aksturshluta keppninnar.“ Team Sleipnir tók því þátt í akst- urshlutanum og kláraði allar grein- arnar utan lokagreinarinnar sem var þolakstur. „Við urðum að draga okkur út úr keppninni á lokametrun- um þar sem bilun kom upp í stýris- búnaði. Þrátt fyrir það endaði liðið okkar efst allra nýju liðanna að stig- um.“ Lærdómsríkur tími Keppnin var lærdómsrík fyrir hóp- inn að sögn Óskars. ,,Að byrja á svona veigamiklu verkefni og fylgja því til enda er ómetanleg reynsla. Þessi svokallaða „hands on experi- ence“ er eitthvað sem lærist ekki af kennslubókum. Einnig þurftum við að rökstyðja ýmislegt fyrir framan faglærða dómara, t.d. af hverju hlut- urinn lítur svona út, hvers vegna ákveðin efni voru valin o.s.frv.“ Hópurinn stefnir á þátttöku aftur á næsta ári. „Við höfum ekki enn sett okkur markmið né sett fram hönnunarforsendurnar enda tíma- bilið ekki byrjað. En þar sem við höfum öðlast heilmikla reynslu frá síðustu keppni ætlum við að mæta enn sterkari á næsta ári með öfl- ugri bíl, léttari, en þó halda okkur við brunavél með E85 sem aflgjafa.“ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM Team Sleipnir situr stolt fyrir á mynd eftir að hafa tekið þátt í sjálfum kappakstrinum. Bíllinn góði sem komst gegnum öll öryggispróf á einum degi og fékk því að taka þátt í aksturshluta hönnunarkeppninnar.  Lærdómsrík ökukeppni í Silverstone Nýlega lauk lið frá Háskólanum í Reykjavík keppni í Formula Student ökukeppninni. Liðið hannaði og smíðaði eigin kappakstursbíl og náði aðalmarkmiði sínu sem var að keyra í keppninni sjálfri. Að komast til Silverstone með fullbúinn bíl var afrek útaf fyrir sig, segja keppendur. Starri Freyr Jónsson starri@365.is SkóLar og námSkeið kynningarblað 8. ágúst 201610 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 2 -0 D 0 0 1 A 3 2 -0 B C 4 1 A 3 2 -0 A 8 8 1 A 3 2 -0 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.