Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 6

Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 6
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Framúrskarandi hráefni - topp þjónusta - sanngjarnt verð Orkumál Meirihluti byggðaráðs Skagafjarðar telur að í drögum að lokaskýrslu verkefnastjórnar um 3. áfanga rammaáætlunar sé lögum ekki fylgt, rangt farið með staðreyndir, ekki hlustað á raddir heimamanna og að málið sé ekki rannsakað til hlítar. „Sveitarfélagið Skagafjörður krefst þess að þau virkjunaráform í Skagafirði sem sett hafa verið í verndarflokk verði í það minnsta flutt í biðflokk enda er þeirri grein- ingarvinnu sem liggja á til grund- vallar ábótavant,“ segir í bókun sem Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir samþykktu. Bjarni Jónsson, minnihlutamaður í VG, og Sigurjón Þórðarson áheyrn- arfulltrúi voru andvígir og segja þeir inntak kvartana meirihluta Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks snúa að því að ekki hafi verið haft samráð við heimamenn. „Það er verulega öfugsnúið og í raun furðulegt í ljósi þess að meiri- hlutinn hefur ekki haft fyrir því að hafa samráð við fulltrúa minnihluta um þá umsögn sem nú birtist og hefur á sér fremur ólundarlegt yfir- bragð,“ bókuðu Bjarni og Sigurjón. Meirihlutinn telur að ekki hafi verið skoðuð hagræn áhrif virkjana í Skagafirði á heimabyggð. Aðeins voru skoðuð áhrif á náttúru og menningarminjar og aðra nýtingar- möguleika en orkuöflun. „Þá er verulega ámælisvert að mat fyrrgreindra faghópa á áhrifum mögulegra virkjana í Skagafirði virðist í mörgum tilfellum ekki stutt rökum heldur byggt á ein- hvers konar huglægu mati,“ segir meirihlutinn sem tekur undir orð Orkustofnunar að rökum sé slengt fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Bent er á að meirihluti íbúa Skagafjarðar og einnig þeirra sem búa í námunda við fyrirhugaða virkjunarkosti í Skagafirði vilji virkja og nýta raforku í heimabyggð. „Ekki virðist eiga að hlusta á þessi sjónarmið meginþorra íbúa þegar tekin er ákvörðun um að setja virkj- anakosti í Skagafirði í verndarflokk. Það er ólíðandi með öllu að íbúar fái ekkert um framtíð sína eða síns svæðis að segja,“ segir í harðorðri bókun byggðaráðs. sveinn@frettabladid.is Skagfirðingar æfir yfir rammaáætlun Meirihluti byggðaráðs Skagafjarðar segir ólíðandi með öllu að íbúar svæðisins fái ekkert um framtíð sína að segja og vill virkja í Skaga- firði. Fulltrúi minnihlutans í byggðaráðinu var andvígur bókuninni og sagði inntak hennar „öfugsnúið“ og hafa „ólundarlegt yfirbragð“. viðskipti Áform um álver við Hafur- staði í Skagabyggð eru í biðstöðu þar sem ekki hefur verið unnt að tryggja orku fyrir álverið. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Klappa Development ehf., sem er meðal þeirra sem standa að verkefninu, segir að fundað hafi verið með orkufyrirtækjum en eins og sakir standi sé nægjanleg orka ekki á lausu. „Við erum að bíða eftir því að orkufyrirtækin telji sig geta selt orku.“ Áætlað er að byggja 120 þúsund tonna álver og orkuþörfin er 206 megavött. Síðasta sumar var undir- rituð viljayfirlýsing milli Klappa og kínverska félagsins NFC um fjár- mögnun verkefnisins þar sem áætl- aður kostnaður við framkvæmdirn- ar var um 100 milljarðar króna. – ih Ekki gengið að fá orku í skagfirskt álver Milljón mótmælti Gulen Rúmlega milljón Tyrkja hélt á Kizilay-torg í höfuðborginni Ankara í gær til að mótmæla útlæga klerknum Fetullah Gulen. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur sagt Gulen standa að baki valdaránstilraun sem gerð var þann fimmtánda júlí. Skorað var á Gulen, sem er í útlegð, að hann skyldi virða lýðræðið. Fundurinn stóð langt fram á nótt. Í ávarpi sínu sagði Erdogan meðal annars að heimila ætti dauðarefsingar. Nordicphotos/AFp Margir virðast mjög óánægðir með drög að skýrslu þriðja áfanga rammaáætlunar. Undirritun viljayfirlýsingar Klappa og NEc síðasta sumar. MyNd/KlAppir dEvElopMENt 8 . á g ú s t 2 0 1 6 m á N u D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -1 B D 0 1 A 3 2 -1 A 9 4 1 A 3 2 -1 9 5 8 1 A 3 2 -1 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.