Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 18

Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 18
Kolfinna er nú á miðstigi eða Middle School þar sem eru krakkar á aldr- inum tíu til fjórtán ára. „Ég skipti um skóla þegar ég var tíu ára og fór í annan skóla til að fara á mið- stig sem er hérna fjögur ár. Og svo förum við í menntaskóla eða High School þegar við erum fjórtán ára og erum þar í fjögur ár.“ Hún segir uppbyggingu skóladagsins vera öðruvísi en á Íslandi. „Á Íslandi þá borðum við hádegismat inni og leik- um okkur svo úti í frímínútum en í Ameríku þurfum við að borða og leika okkur á sama tíma. Hver og einn er með sína eigin stundatöflu og það er enginn í bekk heldur er þetta meira eins og áfangakerfi,“ segir hún. „Stundataflan er samt alveg nákvæmlega eins á hverjum degi en á Íslandi var hún ólík milli daga. Við megum velja eina list- grein og þá má velja hvort maður vill vera í hljóðfæranámi, leiklist, söng eða tónlist eða hringekju.“ Kol- finna getur fengið ýmislegt metið inn í skólann. „Ég er að fara í dans utan skóla fjórum sinnum í viku og þá kemur það í staðinn fyrir íþrótt- ir sem eru á hverjum degi. Þá má ég velja tvennt í staðinn og ég valdi spænsku og hringekju þar sem við erum nokkrar vikur í hverri grein og skiptum svo.“ Kolfinna er ekki hrifin af matn- um í skólanum. „Mér finnst matur- inn í skólanum ógeðslegur, það eru reyndar góðir ávextir en annars eru þetta vondir hamborgarar og pits- ur. Mjög margir krakkar koma með nesti að heiman og mamma hjálp- ar mér að útbúa hollt og gott nesti á hverjum degi.“ Það eru ýmsar reglur í skólanum sem Kolfinnu þóttu skrýtnar. „Það var regla í skólanum að við máttum ekki snerta hvert annað. Einu sinni mátti ekki einu sinni gefa „hæ-fæv“ og fólk var látið sitja eftir fyrir það. En svo kom nýr skólastjóri og hún breytti reglunum. Við megum alveg snertast núna og ég og vin- konur mínar knúsumst oft. Sumir kennarar eru samt svolítið strangir með þetta og koma og segja: Ef ég sé ykkur gera þetta aftur þá verðið þið látnar sitja eftir! En það er ekki oft. Það er samt þannig að ef maður snertir einhvern sem vill ekki láta snerta sig þá lendir maður kannski í vandræðum.“ Önnur regla snerist um klæðaburð nemenda og sú regla fannst Kol- finnu ósanngjörn. Hún ákvað að gera eitthvað í málunum og á end- anum fengu hún og vinkona hennar skólareglunum breytt. „Við eigum heima í Kaliforníu og þar er stundum sjóðandi heitt. Í skólanum voru margar reglur í sambandi við hvernig stelpur máttu klæða sig. Það mátti til dæmis ekki vera í hlýrabol, stuttbuxur og pils þurftu að ná næstum niður á hné og ekki sjást í brjóstahaldara eða magann. Það voru ekki eins margar reglur fyrir stráka. Ég og vinkona mín söfnuðum 260 undirskriftum, fórum með  þær til  skólastjórans og fengum hana til að breyta þess- um fatareglum. Svo nú megum við klæða okkur eins og við viljum ef það bara sést ekki of mikið.“ Hefurðu einhverjar ráðleggingar til krakka sem eru að fara að skipta um skóla?„Þetta verður kannski erfitt en þú þarft að gera þitt besta. Ekki gefast upp, þetta verður allt í lagi, þú rúllar þessu upp.“ Safnaði undirskriftum til að breyta ósanngjörnum reglum um fatnað Kolfinna Kolbeinsdóttir, tólf ára að verða þrettán, flutti frá Íslandi til Kaliforníu fyrir tæpum þremur árum. Henni fannst námsefnið miklu erfiðara en á Íslandi en hefur gengið vel að eignast vini og aðlagast skólanum sem er að ýmsu leyti örðuvísi en á Íslandi. Hér eru vinkonur Kolfinnu að borða hádegismatinn í frímínútum. Kolfinna á milli tveggja vinkvenna. Vinstra megin er Liza og hægra megin Eden. „Ég hef kennt fólki að skrifa í tæp þrjátíu ár en ég kynntist ritunar- kennslu fyrst þegar ég bjó í Sví- þjóð,“ segir Björg Árnadóttir, eig- andi lítils fræðslu- og útgáfufyrir- tækis að nafni STÍLVOPNIÐ – valdefling og sköpun sem stofn- að var árið 2015. Björg er félagi í ReykjavíkurAkademíunni þar sem hún fæst við ritstörf, rannsóknir, verkefnastjórn og þátttöku í Evr- ópuverkefnum á sviði fullorðins- fræðslu. Námskeið Stílvopnsins eru haldin í húsnæði Akademíunn- ar en auk þess heldur Björg nám- skeið á landsbyggðinni eftir atvik- um og kennir líka erlendis. „Stílvopnið býður margs konar hagnýt og skapandi ritunarnám- skeið. Á haustönninni held ég nokk- ur námskeið í skapandi skrifum en býð einnig námskeið um ritun end- urminninga og námskeiðið Ritlist og reiði sem snýst um að hjálpa fólki að umbreyta reiði sinni í upp- byggilegan texta. Sum námskeiðin eru ætluð almenningi og auglýst á Stílvopns vefnum en önnur sérsnið- in fyrir ólíka hópa sem panta þau.“ Að leita að tjáningunni hið innra og finna henni form Björg er myndlistarkennari og blaðamaður að mennt með meist- aragráðu í menntunarfræðum og áratuga reynslu af kennslu full- orðinna og stjórnun fullorðins- fræðslu. „Síðasta áratuginn hef ég tekið þátt í margvíslegu evrópsku sam- starfi um skapandi og valdefl- andi leiðir í fullorðinsfræðslu sem hefur reynst mér hinn besti skóli og veitt mér innblástur í kennslu minni hér heima. Ég hef til dæmis lært aðferðir sögu- spuna (Bibliodrama), kynnst leikhúsi hinna raddlausu (Thea- ter of the Oppressed) sem kennt er við brasilíska leikhúsmann- inn Augusto Boal og hugmynda- fræði og aðferðir sem þekktar eru undir nafninu Ferð hetjunn- ar (Hero’s Journey) og tengjast nafni bandaríska goðsagnafræð- ingsins Josephs Campbell en hann ættu Stjörnustríðsaðdáendur að þekkja. Þá má ekki gleyma félags- örvunaraðferðum (Sociomet- ric) Austurríkismannsins Jacobs Moreno sem gera hópum kleift að kynnast vel á stuttum tíma og vinna þar af leiðandi betur saman. Allar þessar aðferðir snúast um að hjálpa fólki að leita þeirrar tjáningar sem býr innra með því og finna henni form. Í ritunarkennslunni nota ég margvíslegar kveikjur til að hjálpa fólki að finna söguna sína og samtalstækni sem ég hef lært í ofangreindum verk- efnum en ritunarnámskeið fjalla að töluverðu leyti um að deila textum sínum enda læra nemendur mest hver af öðrum. Námskeið Stílvopnsins hefj- ast í lok ágúst með námskeiði í skapandi skrifum í Mývatns- sveit. Skráning á námskeið haustannar er hafin á www. stilvopnid.is en hópar geta haft samband vegna styttri eða lengri sérsniðinna nám- skeiða. Auk námskeiða býður Björg fyrirlestra um vald- eflingu og sköpun og ráðgjöf á sviði ritunar og bókaútgáfu. Stílvopnið yddað Stílvopnið – valdefling og sköpun er nýtt fræðslu- og útgáfufyrirtæki í eigu Bjargar Árnadóttur. Þar er boðið upp á margs konar hagnýt og skapandi ritunarnámskeið. Björg Árnadóttir Rithöfundur Stílvopnið Námskeið Ritlist Vera Einarsdóttir vera@365.is SKóLaR og NÁmSKEið Kynningarblað 8. ágúst 20164 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -1 1 F 0 1 A 3 2 -1 0 B 4 1 A 3 2 -0 F 7 8 1 A 3 2 -0 E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.