Fréttablaðið - 08.08.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 08.08.2016, Síða 20
Vel menntaðir og hæfir erlendir einstaklingar geta komið með ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í atvinnulífið hér. En forsenda fyrir því er að viðkomandi aðilar nái góðum tökum á tungumálinu. Aneta M. Matuszewska Krafa samfélagsins um að inn­ flytjendur aðlagist með því að til­ einka sér lágmarksíslenskukunn­ áttu hefur aukist og mun aukast enn frekar eftir því sem innflytj­ endum fjölgar. Ábyrgð vinnuveit­ enda á íslenskum vinnumarkaði er að veita erlendu vinnuafli tækifæri til þess að afla sér lágmarksþekk­ ingar á íslenskri tungu. Mikil tækifæri eru fólgin í þeim mannauði sem skapast á vinnustöð­ um þar sem samskipti eru til fyrir­ myndar. Með góðum samskiptum eykst starfsánægja og því fylgir jafnari og betri framlegð í starfi, ásamt því að lágmarka kostnað sem hlýst af starfsmannaveltu. Ís­ lenskukennsla fyrir erlent starfs­ fólk er mikilvægur hluti af þessu ferli. Fyrirtækið Retor Fræðsla sér­ hæfir sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og býður núna fyrir­ tækjum með erlent starfsfólk upp á heildarlausn sem meðal annars felur í sér greiningu á íslensku­ kunnáttu starfsfólksins og ís­ lenskukennslu fyrir það. Stofnandi fyrirtækisins og skóla­ stjóri Retor Fræðslu er Aneta M. Matuszewska sem flutti hingað frá Póllandi árið 2001 og þekkir af eigin raun hvernig það er að vera innflytjandi í íslenskunámi. Aneta tók strax þá ákvörðun að læra ís­ lensku. Þremur árum síðar var hún byrjuð að kenna Pólverjum íslensku og árið 2008 stofnaði hún síðan Retor Fræðslu sem meðal annars hefur þróað sérhæft námsefni fyrir Vinnumálastofnun. „Innflytjendur eiga að læra ís­ lensku,“ segir hún ákveðin en það er ekki síður hagur íslensks sam­ félags og fyrirtækjanna sem hinir aðfluttu starfa hjá en innflytjend­ anna sjálfra. Auk þess sem nefnt var hér að framan um jákvæð áhrif þess á starfsemi fyrirtækja að erlent starfsfólk öðlist færni í ís­ lensku nefnir Aneta þetta lykilat­ riði til viðbótar: „Vel menntaðir og hæfir erlend­ ir einstaklingar geta komið með ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í atvinnulífið hér. En forsenda fyrir því er að viðkomandi aðilar nái góðum tökum á tungumálinu. Ef þeir gera það ekki tekst þeim ekki að nýta menntun sína og hæfni og geta fest í störfum sem eru langt fyrir neðan hæfni þeirra. Við þetta missa þeir ekki bara af tækifærum heldur getur samfélagið hér farið á mis við mikilsverða hæfni þeirra.“ Hjá Retor er mikið lagt upp úr því að kennslan sé í senn skemmti­ leg, skilvirk og skipulögð en um­ fram allt áhugaverð og bjóði nem­ endum skólans upp á vinalegt, hlý­ legt og afslappað andrúmsloft. Þetta eru allt mikilvægir þætt­ ir sem stuðla að því að hámarka árangur nemenda. Nánari upplýsingar um starf­ semi Retor Fræðslu má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Einnig eru veittar ítarlegar upplýsingar um starfsemina, meðal annars fyr­ irtækjaþjónustuna í síma 519 4800. Gríðarlegur mannauður fólginn í því að erlent starfsfólk tali íslensku Fyrirtækið Retor Fræðsla sérhæfir sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og býður núna fyrirtækjum með erlent starfsfólk upp á heildarlausn sem meðal annars felur í sér greiningu á íslenskukunnáttu starfsfólksins og íslenskukennslu fyrir það. Það er mikilvægt fyrir bæði vinnuveitendur og starfsmenn af erlendum uppruna að þeir síðarnefndu nái fljótt og vel tökum á íslenskunni. Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor, stofnaði skólann árið 2008 en hún hefur sjálf reynslu af því að þurfa að kljást við íslenskunám. Vaxandi samkomulag er um að loftslagbreytingar séu ein stærsta ógn sem steðjar að framtíð mann­ kyns og annarra dýrateg­ unda og hefur alþjóðasam­ félagið sýnt aukinn vilja til að bregðast við. En af hverju gengur það svona hægt? Þessu veltir Finnur Guðmundarson Olguson upp í námsstofunni Lofts­ lagsbreytingar: Hvað þarf að gera og af hverju erum við ekki að því núna? Í maí kom hópur fólks, sem hefur látið sig lofts­ lagsmál varða, saman til að ræða um hvaða breyt­ ingar þyrftu að eiga sér stað á sviði efnahags, samfélags, alþjóða­ samstarfs og lýðræðis til þess að unnt væri að bregðast við lofts­ lagsbreytingum. „Ég mun byggja á þeim umræðum sem þar fóru fram og draga fram þau leiðarstef sem fundarmenn töldu vænlegt að fylgja en sömuleiðis velta upp þeirri spurningu hvort almenn­ ingur og fjöldahreyfingar hafi yf­ irhöfuð vald til að bregðast við,“ segir Finnur. Hann segir fundarmenn hafa verið sammála um að mikið þurfi að breytast. „Vandamálið er að þetta er svo gríðarlega yfirgrips­ mikið mál að fólk veit ekki hvar á að byrja. Fundarmenn voru þó á einu máli um að efnahagskerfið þurfi að taka stakkaskiptum.“ Finnur segir þá aðallega um að ræða þann vanda sem hlýst af því hversu mikið sé keyrt á fram­ leiðslu á hlutum sem ekki eru endur nýtanlegir. „Með því erum við að ganga mjög hratt á auð­ lindir jarðar sem aftur ýtir undir losun gróður­ húsalofttegunda sem er stærsti aflvaki loftslags­ breytinga.“ Hann segir vanda­ málið við að draga úr slíkri framleiðslu að yfirleitt þurfi þá að ráð­ ast á ákveðna geira og fækka störfum en það er aldrei vinsælt og verður seint í lýðræðisríkjum. Hann segir þó marga orðna halla undir það að herða þurfi lög svo um munar í takt við sífellt ágengari vísinda­ niðurstöður. „Mér finnst þó hæpið að varpa ábyrgðinni alfarið á ein­ staklinga sem hafa lifibrauð sitt af tilteknum iðnaði. Fólk er líka bara að reyna að lifa af í þessum heimi en við þurfum engu að síður að horfa til framtíðar.“ Finnur segir þó ýmislegt já­ kvætt hafa komið fram á fyrr­ nefndum fundi. „Ofneysla á auð­ lindum jarðar, mengun drykkjar­ vatns, loftgæði og súrnun sjávar helst allt í hendur og um leið og við byrjum á einu höfum við áhrif á hitt. Það er spennandi viðfangs­ efni. Þá þótti okkur spennandi að ímynda okkur samfélag þar sem við værum í stakk búin til að tak­ ast á við svona vandamál.“ Finnur mun hins vegar líka reyna að sýna fram á að fólk skorti vald til að aðhafast. „Við rekumst á veggi í þessum efnum því enn sem komið er er ekki verið að brjóta lög og þetta er því ekki spurning um réttindabaráttu.“ Finnur hefur lengi látið sig um­ hverfismál varða og hélt um tíma úti vefsíðunni grugg.is ásamt fleir­ um en sami hópur hefur staðið fyrir loftslagsgöngu síðustu tvö ár. Hann lærði heimspeki í HÍ en fór svo í húsgagnasmíði. Áhugi hans á um­ hverfisvernd rak hann svo í land­ fræði. „Ég hef einhvern óþolandi áhuga á vandamálum. Mig langar að vinna með náttúrunni og reyni að finna áhuganum farveg þar.“ Róttæki sumarháskólinn er nú haldinn í 6. skipti og að þessu sinni er hann starfræktur í hús­ næði Háskólans á Bifröst í Suður­ götu 10. Venju samkvæmt stend­ ur hann yfir í viku, eða frá 8.­14. ágúst. Þrettán námsstofur verða í boði og ýmis róttæk málefni til umfjöllunar. Þátttaka í skólanum er ókeypis sem og maturinn í há­ deginu sem er úr rusluðu hráefni, framreiddur af sjálfboðaliðum. Fyrirlestur Finns verður þriðju­ daginn 9. ágúst og hefst klukkan 20. Nánari upplýsingar er að finna á sumarhaskolinn.is Skortir vald til að bregðast við Finnur Guðmundarson Olguson hefur umsjón með einni af þrettán námsstofum Róttæka sumarháskólans í ár. Hún ber yfirskriftina Loftslagsbreytingar: Hvað þarf að gera og af hverju erum við ekki að því núna? og byggir á niðurstöðum hóps sem hittist á vormánuðum. Það vilja flestir halda jörðinni hreinni. Það er hins vegar vandasamt verkefni. Finnnur hefur lengi látið sig umhverfis- mál varða. Vera Einarsdóttir vera@365.is HEiti á SéRblAði Kynningarblað 8. ágúst 20166 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -2 5 B 0 1 A 3 2 -2 4 7 4 1 A 3 2 -2 3 3 8 1 A 3 2 -2 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.